Telur glæpagengi af Balkanskaga bera ábyrgð á hvarfi Anne Elisabeth Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2019 15:09 Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn. Mannræningjarnir hafa krafist yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni telur að reyndir glæpamenn hafi staðið að mannráninu í Lørenskógi þann 31. október í fyrra, þegar Anne Elisabeth Falkevik-Hagen var rænt af heimili sínu. Þá horfir hann einkum til glæpasamtaka frá Balkanríkjunum. Fyrst var greint frá hvarfi Anne Elisabeth, húsmóður og eiginkonu Toms Hagen, eins ríkasta manns Noregs, í byrjun janúar, tíu vikum eftir að henni var rænt. Ekkert hefur spurst til hennar síðan en lögregla hefur engar vísbendingar um það hvort hún sé lífs eða liðin.Bolmagn og þjálfun úr borgarastyrjöldinni Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. Hann byggir kenningar sínar m.a. á því hversu langur tími leið frá því að henni var rænt og þangað til að lögregla tilkynnti um mannránið. Þá nefnir hann einnig skort á sönnunargögnum máli sínu til stuðnings. „Þetta eru fagmenn. Það sést meðal annars á vísbendingunum og aðferðunum sem lögregla hefur beitt við rannsókn málsins,“ segir Kaldager. Þá leiðir hann að því líkum að ræningjarnir tengist glæpagengjum af Balkanskaganum.„Það þarf ekki að líta lengra en til Svíþjóðar til að finna tengsl við slík samtök í Balkanríkjunum. Þau hafa bolmagn og þjálfun úr borgarastyrjöldinni. Mannrán voru ekki óalgeng á Balkanskaganum í borgarastyrjöldinni.“Sjá einnig: Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Þá segir Kaldager að þrátt fyrir að lögregla hafi hert landamæraeftirlit í Noregi í kjölfar mannránsins sé líklegt að ræningjarnir hafi komist óáreittir úr landi, til dæmis til Svíþjóðar.Heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Talið er að ráðist hafi verið á Anne Elisabeth inni á baðherbergi í húsinu.EPA/Vidar RuudSífellt fleiri heimta rafmynt í lausnargjald Áður hefur komið fram að ræningjarnir skildu eftir bréf í húsi Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Í bréfinu var að finna líflátshótanir í garð Anne Elisabeth og þá var einnig farið fram á milljónalausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Í grein NRK er vitnað í niðurstöður rannsóknar öryggisfyrirtækisins Control Risks sem birt var í fyrrasumar. Þar kemur fram að mannrán, þar sem ræningjarnir heimta rafmynt í lausnargjald, færast sífellt í aukana. Tilkynnt var um eitt slíkt rán á mánuði á liðnu ári, sem er töluverð aukning frá árinu á undan. Norska lögreglan hefur fengið yfir þúsund ábendingar vegna málsins frá því að fyrst var fjallað um rannsóknina í byrjun janúar. Enn er leitað að mönnum sem sáust á upptökum öryggismyndavéla fyrir utan skrifstofu Tom Hagen daginn sem Anne Elisabeth hvarf. Þá hefur lögregla í Noregi notið aðstoðar bandarísku alríkislögreglunnar FBI og fleiri alþjóðlegra stofnana við rannsókn málsins. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Skilaboðin sem mannræningjarnir skildu eftir heima hjá þeim Tom Hagen og konu hans Anne-Elisabeth Falkevik Hagen þegar Anne-Elisabeth var rænt voru á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google-þýðingu. 11. janúar 2019 19:38 Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05 Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni telur að reyndir glæpamenn hafi staðið að mannráninu í Lørenskógi þann 31. október í fyrra, þegar Anne Elisabeth Falkevik-Hagen var rænt af heimili sínu. Þá horfir hann einkum til glæpasamtaka frá Balkanríkjunum. Fyrst var greint frá hvarfi Anne Elisabeth, húsmóður og eiginkonu Toms Hagen, eins ríkasta manns Noregs, í byrjun janúar, tíu vikum eftir að henni var rænt. Ekkert hefur spurst til hennar síðan en lögregla hefur engar vísbendingar um það hvort hún sé lífs eða liðin.Bolmagn og þjálfun úr borgarastyrjöldinni Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. Hann byggir kenningar sínar m.a. á því hversu langur tími leið frá því að henni var rænt og þangað til að lögregla tilkynnti um mannránið. Þá nefnir hann einnig skort á sönnunargögnum máli sínu til stuðnings. „Þetta eru fagmenn. Það sést meðal annars á vísbendingunum og aðferðunum sem lögregla hefur beitt við rannsókn málsins,“ segir Kaldager. Þá leiðir hann að því líkum að ræningjarnir tengist glæpagengjum af Balkanskaganum.„Það þarf ekki að líta lengra en til Svíþjóðar til að finna tengsl við slík samtök í Balkanríkjunum. Þau hafa bolmagn og þjálfun úr borgarastyrjöldinni. Mannrán voru ekki óalgeng á Balkanskaganum í borgarastyrjöldinni.“Sjá einnig: Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Þá segir Kaldager að þrátt fyrir að lögregla hafi hert landamæraeftirlit í Noregi í kjölfar mannránsins sé líklegt að ræningjarnir hafi komist óáreittir úr landi, til dæmis til Svíþjóðar.Heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Talið er að ráðist hafi verið á Anne Elisabeth inni á baðherbergi í húsinu.EPA/Vidar RuudSífellt fleiri heimta rafmynt í lausnargjald Áður hefur komið fram að ræningjarnir skildu eftir bréf í húsi Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Í bréfinu var að finna líflátshótanir í garð Anne Elisabeth og þá var einnig farið fram á milljónalausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Í grein NRK er vitnað í niðurstöður rannsóknar öryggisfyrirtækisins Control Risks sem birt var í fyrrasumar. Þar kemur fram að mannrán, þar sem ræningjarnir heimta rafmynt í lausnargjald, færast sífellt í aukana. Tilkynnt var um eitt slíkt rán á mánuði á liðnu ári, sem er töluverð aukning frá árinu á undan. Norska lögreglan hefur fengið yfir þúsund ábendingar vegna málsins frá því að fyrst var fjallað um rannsóknina í byrjun janúar. Enn er leitað að mönnum sem sáust á upptökum öryggismyndavéla fyrir utan skrifstofu Tom Hagen daginn sem Anne Elisabeth hvarf. Þá hefur lögregla í Noregi notið aðstoðar bandarísku alríkislögreglunnar FBI og fleiri alþjóðlegra stofnana við rannsókn málsins.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Skilaboðin sem mannræningjarnir skildu eftir heima hjá þeim Tom Hagen og konu hans Anne-Elisabeth Falkevik Hagen þegar Anne-Elisabeth var rænt voru á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google-þýðingu. 11. janúar 2019 19:38 Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05 Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Skilaboðin sem mannræningjarnir skildu eftir heima hjá þeim Tom Hagen og konu hans Anne-Elisabeth Falkevik Hagen þegar Anne-Elisabeth var rænt voru á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google-þýðingu. 11. janúar 2019 19:38
Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05
Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54