Sagði fórnarlömb Larry Nassar njóta þess að vera í sviðsljósinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2019 15:00 Larry Nassar fyrir dómi í fyrra. vísir/getty John Engler, sem fyrir ári síðan var skipaður rektor Ríkisháskólans í Michigan til bráðabirgða, sagði af sér sem rektor í síðustu viku vegna umdeildra ummæla sem hann lét falla um fórnarlömb læknisins Larry Nassar. Nassar, sem var íþróttalæknir við Ríkisháskólann í Michigan og læknir bandaríska landsliðsins í fimleikum, hefur hlotið þrjá refsidóma fyrir að brjóta kynferðislega gegn börnum en dómarnir telja samtals yfir 300 ár. Engler, sem er fyrrverandi ríkisstjóri Michigan, var skipaður rektor til bráðabirgða eftir að Lou Anna Simon sagði af sér sem rektor í kjölfar gagnrýni sem hún fékk fyrir það hvernig hún tók á máli Nassar.John Engler var skipaður rektor Ríkisháskólans í Michigan fyrir ári í kjölfar máls Larry Nassar.vísir/getty„Njóta þess enn á stundum, þú veist, þegar þær fá verðlaun og viðurkenningar“ Engler var fyrr í mánuðinum í viðtali við Detroit News. Þar lét hann hafa það eftir sér að einhverjar þeirra stúlkna sem voru fórnarlömb Nassar væru að njóta athyglinnar sem málið veitti þeim. „Þetta mál hefur snert marga, þar á meðal stúlkur sem hafa lifað af en eru ekki í sviðsljósinu. Þær hafa að einhverju leyti átt auðveldara með að takast á við málið heldur en þær sem hafa verið í sviðsljósinu og njóta þess enn á stundum, þú veist, þegar þær fá verðlaun og viðurkenningar,“ sagði Engler í viðtalinu við Detroit News. Þessi ummæli Engler, sem áður hefur verið sakaður um fjandskap í garð fórnarlamba Nassar, sættu mikilli gagnrýni. Meðal þeirra sem gagnrýndu rektorinn var forseti stjórnar skólans sem sagði þau illa ígrunduð og ekki til þess fallin að hjálpa fórnarlömbum Nassar eða háskólanum að takast á við málið. Engler sagði í kjölfarið af sér.Fimleikaþjálfarinn Tom Brennan og fimleikakonan Gwen Anderson, ein af fórnarlömbum Nassar, sem kom fyrir dóm í fyrra og lýsti brotum hans gegn sér.vísir/gettyTaldi þeim trú um að hann væri að veita þeim læknismeðferð Hátt í 300 stúlkur og konur hafa stigið fram og sakað Nassar um að hafa misnotað sig kynferðislega. Fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa brotið gegn tíu stúlkum. Var hann dæmdur fyrir þau brot sem og fyrir að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum. Það vakti mikla athygli í janúar í fyrra þegar 156 stúlkur og konur sögðu frá brotum Nassar fyrir dómi. Á meðal þeirra sem það gerðu voru fimleikakonurnar Jordyn Wieber og Aly Raisman sem báðar kepptu á Ólympíuleikunum árið 2012 fyrir hönd Bandaríkjanna. Þá sagði ein fremsta fimleikakona heims, Simone Biles, frá því á Twitter að hún hefði einnig verið misnotuð af Nassar. Fyrir dómi lýstu stúlkurnar því hvernig Nassar hefði brotið gegn þeim kynferðislega en talið þeim trú um að hann væri að veita þeim meðferð við til dæmis bakverkjum og meiðslum í nára. „Meðferð“ Nassar fólst í því að káfa á kynfærum stúlknanna og stinga fingrum inn í leggöng þeirra sem og káfa á rassi þeirra og brjóstum. Í sumum tilfellum voru foreldrar stúlknanna viðstaddir þegar Nassar veitti þeim „meðferðina.“ Þeir urðu hins vegar einskis varir, bæði vegna þess að Nassar gekk alltaf úr skugga um að foreldrarnir sæju ekki það sem fram fór en líka vegna þess að stúlkurnar og foreldrar þeirra treystu lækninum sem sagður var sá færasti í bransanum þegar kom að íþróttameiðslum.Fyrrverandi rektor háskólans ákærður fyrir að ljúga að lögreglunni Síðan að lögreglan hóf að rannsaka Nassar árið 2016 hafa spjótin ekki aðeins beinst gegn honum heldur einnig þeim stofnunum sem gerðu honum kleift að starfa óáreittur með barnungum stúlkum í tugi ára og misnota þær á meðan. Þar á meðal eru Bandaríska fimleikasambandið sem og ríkisháskólinn í Michigan en skólinn samþykkti á síðasta ári að greiða fórnarlömbum Nassar samtals 500 milljónir dollara í skaðabætur vegna kynferðisbrota hans. Þá sætir fyrrverandi rektor skólans, fyrrnefnd Lou Anna Simon, ákæru fyrir að ljúga að lögregluyfirvöldum um rannsókn skólans á Nassar árið 2014. Skólinn hóf rannsókn á lækninum eftir að Amanda Thomashow, 24 ára gömul kona sem leitað hafði til Nassar vegna bakverkja, kvartaði til skólans vegna kynferðisofbeldis sem hún sagði Nassar hafa beitt sig. Skólayfirvöld rannsökuðu málið og komust að þeirri niðurstöðu að Nassar hefði ekki gert neitt rangt. Simon á síðar að hafa sagt lögregluyfirvöldum að hún hafi heyrt af því að kvartað hefði verið undan „einhverjum íþróttalækni skólans“ en lögreglan telur að hún hafi vitað að umræddur læknir var Nassar. Kynferðisbrot Larry Nassar Tengdar fréttir Bandaríska fimleikasambandið lýsir sig gjaldþrota Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta en sambandið siglir ennþá mikinn ólgusjó eftir Larry Nassar málið. 6. desember 2018 09:15 Hunsuðu viðvaranir og leyfðu Nassar að misnota fimleikastúlkurnar Skýrsla leiðir í ljós að Larry Nassar fékk fína hjálp frá einstaklingum og stofnunum. 12. desember 2018 10:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
John Engler, sem fyrir ári síðan var skipaður rektor Ríkisháskólans í Michigan til bráðabirgða, sagði af sér sem rektor í síðustu viku vegna umdeildra ummæla sem hann lét falla um fórnarlömb læknisins Larry Nassar. Nassar, sem var íþróttalæknir við Ríkisháskólann í Michigan og læknir bandaríska landsliðsins í fimleikum, hefur hlotið þrjá refsidóma fyrir að brjóta kynferðislega gegn börnum en dómarnir telja samtals yfir 300 ár. Engler, sem er fyrrverandi ríkisstjóri Michigan, var skipaður rektor til bráðabirgða eftir að Lou Anna Simon sagði af sér sem rektor í kjölfar gagnrýni sem hún fékk fyrir það hvernig hún tók á máli Nassar.John Engler var skipaður rektor Ríkisháskólans í Michigan fyrir ári í kjölfar máls Larry Nassar.vísir/getty„Njóta þess enn á stundum, þú veist, þegar þær fá verðlaun og viðurkenningar“ Engler var fyrr í mánuðinum í viðtali við Detroit News. Þar lét hann hafa það eftir sér að einhverjar þeirra stúlkna sem voru fórnarlömb Nassar væru að njóta athyglinnar sem málið veitti þeim. „Þetta mál hefur snert marga, þar á meðal stúlkur sem hafa lifað af en eru ekki í sviðsljósinu. Þær hafa að einhverju leyti átt auðveldara með að takast á við málið heldur en þær sem hafa verið í sviðsljósinu og njóta þess enn á stundum, þú veist, þegar þær fá verðlaun og viðurkenningar,“ sagði Engler í viðtalinu við Detroit News. Þessi ummæli Engler, sem áður hefur verið sakaður um fjandskap í garð fórnarlamba Nassar, sættu mikilli gagnrýni. Meðal þeirra sem gagnrýndu rektorinn var forseti stjórnar skólans sem sagði þau illa ígrunduð og ekki til þess fallin að hjálpa fórnarlömbum Nassar eða háskólanum að takast á við málið. Engler sagði í kjölfarið af sér.Fimleikaþjálfarinn Tom Brennan og fimleikakonan Gwen Anderson, ein af fórnarlömbum Nassar, sem kom fyrir dóm í fyrra og lýsti brotum hans gegn sér.vísir/gettyTaldi þeim trú um að hann væri að veita þeim læknismeðferð Hátt í 300 stúlkur og konur hafa stigið fram og sakað Nassar um að hafa misnotað sig kynferðislega. Fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa brotið gegn tíu stúlkum. Var hann dæmdur fyrir þau brot sem og fyrir að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum. Það vakti mikla athygli í janúar í fyrra þegar 156 stúlkur og konur sögðu frá brotum Nassar fyrir dómi. Á meðal þeirra sem það gerðu voru fimleikakonurnar Jordyn Wieber og Aly Raisman sem báðar kepptu á Ólympíuleikunum árið 2012 fyrir hönd Bandaríkjanna. Þá sagði ein fremsta fimleikakona heims, Simone Biles, frá því á Twitter að hún hefði einnig verið misnotuð af Nassar. Fyrir dómi lýstu stúlkurnar því hvernig Nassar hefði brotið gegn þeim kynferðislega en talið þeim trú um að hann væri að veita þeim meðferð við til dæmis bakverkjum og meiðslum í nára. „Meðferð“ Nassar fólst í því að káfa á kynfærum stúlknanna og stinga fingrum inn í leggöng þeirra sem og káfa á rassi þeirra og brjóstum. Í sumum tilfellum voru foreldrar stúlknanna viðstaddir þegar Nassar veitti þeim „meðferðina.“ Þeir urðu hins vegar einskis varir, bæði vegna þess að Nassar gekk alltaf úr skugga um að foreldrarnir sæju ekki það sem fram fór en líka vegna þess að stúlkurnar og foreldrar þeirra treystu lækninum sem sagður var sá færasti í bransanum þegar kom að íþróttameiðslum.Fyrrverandi rektor háskólans ákærður fyrir að ljúga að lögreglunni Síðan að lögreglan hóf að rannsaka Nassar árið 2016 hafa spjótin ekki aðeins beinst gegn honum heldur einnig þeim stofnunum sem gerðu honum kleift að starfa óáreittur með barnungum stúlkum í tugi ára og misnota þær á meðan. Þar á meðal eru Bandaríska fimleikasambandið sem og ríkisháskólinn í Michigan en skólinn samþykkti á síðasta ári að greiða fórnarlömbum Nassar samtals 500 milljónir dollara í skaðabætur vegna kynferðisbrota hans. Þá sætir fyrrverandi rektor skólans, fyrrnefnd Lou Anna Simon, ákæru fyrir að ljúga að lögregluyfirvöldum um rannsókn skólans á Nassar árið 2014. Skólinn hóf rannsókn á lækninum eftir að Amanda Thomashow, 24 ára gömul kona sem leitað hafði til Nassar vegna bakverkja, kvartaði til skólans vegna kynferðisofbeldis sem hún sagði Nassar hafa beitt sig. Skólayfirvöld rannsökuðu málið og komust að þeirri niðurstöðu að Nassar hefði ekki gert neitt rangt. Simon á síðar að hafa sagt lögregluyfirvöldum að hún hafi heyrt af því að kvartað hefði verið undan „einhverjum íþróttalækni skólans“ en lögreglan telur að hún hafi vitað að umræddur læknir var Nassar.
Kynferðisbrot Larry Nassar Tengdar fréttir Bandaríska fimleikasambandið lýsir sig gjaldþrota Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta en sambandið siglir ennþá mikinn ólgusjó eftir Larry Nassar málið. 6. desember 2018 09:15 Hunsuðu viðvaranir og leyfðu Nassar að misnota fimleikastúlkurnar Skýrsla leiðir í ljós að Larry Nassar fékk fína hjálp frá einstaklingum og stofnunum. 12. desember 2018 10:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Bandaríska fimleikasambandið lýsir sig gjaldþrota Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta en sambandið siglir ennþá mikinn ólgusjó eftir Larry Nassar málið. 6. desember 2018 09:15
Hunsuðu viðvaranir og leyfðu Nassar að misnota fimleikastúlkurnar Skýrsla leiðir í ljós að Larry Nassar fékk fína hjálp frá einstaklingum og stofnunum. 12. desember 2018 10:00