Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra kemur fram að bifreiðin var á hjólunum allan tímann og engan sakaði. Vel gekk að ná rútunni upp með aðstoð björgunarsveita og bónda af nálægum sveitabæ á stórri dráttarvél.
Fólkið fór í gistingu í nágrenninu og ætlar að bíða með áframhald ferðar sinnar til morguns.
Lögreglan tekur fram að mikil hálka er á vegum á þessum slóðum og mjög hvasst. Eru ökumenn beðnir um að sýna varúð.