Erfiður skóli en ungt lið Íslands mun njóta góðs af reynslunni Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. janúar 2019 07:30 Guðmundur fer yfir málin með Elvari í gær. NORDICPHOTOS/EPA Strákarnir okkar náðu að standa í ríkjandi meisturum Frakklands en franska liðið reyndist sterkara á lokametrunum og vann að lokum níu marka sigur 31-22 í gær. Var þetta annar leikur íslenska liðsins á sólarhring og eftir að hafa barist gegn Þýskalandi í sextíu mínútur náði íslenska liðið að halda í við franska liðið fyrstu 35. mínúturnar en missti svo leikinn úr höndum sér. Íslenska liðið lék án tveggja lykilmanna í gær, Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson voru fjarverandi og komu Haukur Þrastarson og Óðinn Þór Ríkharðsson inn í þeirra stað. Það var því ekki hár meðalaldurinn í liði Íslands sem var að mæta einu sterkasta liði heims. Það virtist vera smá hrollur í í íslenska liðinu í upphafi leiks því franska liðið komst 6-0 yfir en Strákarnir okkar gáfust ekki upp og var munurinn fjögur mörk í hálfleik. Íslenska liðinu tókst að minnka muninn í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks en þá sýndi franska liðið hversu megnugt það er og kláraði í raun leikinn með öðrum 6-0 kafla. Þrátt fyrir að vera undir gáfust íslensku drengirnir aldrei upp og börðust allt til loka. „Það má segja að franska liðið hafi verið númeri of stórt, þeir sýndu styrk sinn strax í byrjun þegar þeir komust 6-0 yfir og þá sá maður að það var ekkert vanmat að fara að eiga sér stað. Þeir tóku þennan leik mjög alvarlega. Þetta var skóli fyrir íslenska liðið, erfiður en engu að síður eitthvað sem mun gagnast liðinu í framtíðinni,“ sagði Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, um leikinn í gær. „Það var frábært að sjá þetta unga lið Íslands minnka þetta í tvö mörk áður en Frakkarnir náðu öðrum 6-0 kafla. Þar sýndu þeir styrk sinn þrátt fyrir hetjulega baráttu Íslands í þessum leik. Þeir virtust ætla að klára leikinn snemma og eflaust með augastað á því að laga markatöluna en íslenska liðið gafst aldrei upp og Frakkland þurfti að hafa fyrir þessu gegn framtíðarleikmönnum Íslands,“ sagði Stefán og hélt áfram: „Skallaföllin fyrir leik voru gríðarleg, við missum tvo reynslumestu leikmennina út og sérstaklega Aron sem hefur verið frábær á þessu móti í að stýra sóknarleik Íslands. Hann hefur verið potturinn og pannan í sóknarleik Íslands. Það var ekki öfundsvert fyrir þá að mæta Frakklandi án Arons og Arnórs.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Strákarnir okkar náðu að standa í ríkjandi meisturum Frakklands en franska liðið reyndist sterkara á lokametrunum og vann að lokum níu marka sigur 31-22 í gær. Var þetta annar leikur íslenska liðsins á sólarhring og eftir að hafa barist gegn Þýskalandi í sextíu mínútur náði íslenska liðið að halda í við franska liðið fyrstu 35. mínúturnar en missti svo leikinn úr höndum sér. Íslenska liðið lék án tveggja lykilmanna í gær, Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson voru fjarverandi og komu Haukur Þrastarson og Óðinn Þór Ríkharðsson inn í þeirra stað. Það var því ekki hár meðalaldurinn í liði Íslands sem var að mæta einu sterkasta liði heims. Það virtist vera smá hrollur í í íslenska liðinu í upphafi leiks því franska liðið komst 6-0 yfir en Strákarnir okkar gáfust ekki upp og var munurinn fjögur mörk í hálfleik. Íslenska liðinu tókst að minnka muninn í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks en þá sýndi franska liðið hversu megnugt það er og kláraði í raun leikinn með öðrum 6-0 kafla. Þrátt fyrir að vera undir gáfust íslensku drengirnir aldrei upp og börðust allt til loka. „Það má segja að franska liðið hafi verið númeri of stórt, þeir sýndu styrk sinn strax í byrjun þegar þeir komust 6-0 yfir og þá sá maður að það var ekkert vanmat að fara að eiga sér stað. Þeir tóku þennan leik mjög alvarlega. Þetta var skóli fyrir íslenska liðið, erfiður en engu að síður eitthvað sem mun gagnast liðinu í framtíðinni,“ sagði Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, um leikinn í gær. „Það var frábært að sjá þetta unga lið Íslands minnka þetta í tvö mörk áður en Frakkarnir náðu öðrum 6-0 kafla. Þar sýndu þeir styrk sinn þrátt fyrir hetjulega baráttu Íslands í þessum leik. Þeir virtust ætla að klára leikinn snemma og eflaust með augastað á því að laga markatöluna en íslenska liðið gafst aldrei upp og Frakkland þurfti að hafa fyrir þessu gegn framtíðarleikmönnum Íslands,“ sagði Stefán og hélt áfram: „Skallaföllin fyrir leik voru gríðarleg, við missum tvo reynslumestu leikmennina út og sérstaklega Aron sem hefur verið frábær á þessu móti í að stýra sóknarleik Íslands. Hann hefur verið potturinn og pannan í sóknarleik Íslands. Það var ekki öfundsvert fyrir þá að mæta Frakklandi án Arons og Arnórs.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira