Haukur: Þetta er bara handbolti Smári Jökull Jónsson skrifar 20. janúar 2019 21:48 Selfyssingurinn Haukur Þrastarson lék sinn fyrsta leik á stórmóti fyrir íslenska landsliðið í kvöld. Hann kom inn af krafti, skoraði tvö mörk og sýndi að hann er framtíðarmaður í liðinu. „Auðvitað er maður svekktur eftir tapleik og allt það. Það var samt ógeðslega gaman að koma inn á og taka þátt í þessu,“ sagði Haukur þegar Tómas Þór Þórðarson hitti hann að máli í Lanxess-Arena eftir leikinn í kvöld. Haukur hefur verið utan hóps þangað til í leiknum í kvöld en kom inn í hópinn vegna meiðsla Arons Pálmarssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar. „Ég viðurkenni að ég bjóst ekki við að ég tæki svona mikinn þátt í leiknum. Ég vissi alveg að ég gæti komið inná og ég er búinn að fá góðan tíma til að undirbúa mig því ég er búinn að vera hér úti allan tímann. Það þarf bara að grípa tækifærið þegar það kemur og mér fannst mér takast það ágætlega. Auðvitað er fullt af hlutum sem ég gerði vel og fullt af hlutum þar sem ég get gert betur og þarf að læra af.“ Franska vörnin var ógnarsterk í kvöld eins og svo oft áður og íslenska liðið oft í stökustu vandræðum í uppstilltum sóknarleik. „Fyrir suma er þetta öðruvísi en menn eru vanir, við komumst ekki upp með það sama. Við verðum bara að læra af því og þetta fer allt í reynslubankann.“ „Þetta var fyrst og fremst ógeðslega gaman. Það er búið að vera draumur lengi að taka þátt í stórmóti. Mér leið vel inni á vellinum og fílaði mig ágætlega.“ Haukur sló í gegn með liði Selfoss í fyrra og fór með liðinu alla leið í undanúrslit Olís-deildarinnar. Hann er fæddur árið 2001 og verður 18 ára í apríl. Átti hann von á að vera kominn á þennan stað fyrir ári síðan? „Nei. Ég viðurkenni það að fyrir rúmi ári hefði ég aldrei búist við þessu. Þetta hefur gerst hratt hjá mér og ótrúlega gaman að taka þátt svona ungur. Ég er ekkert að pæla í hverjum ég er að spila á móti þegar ég er inni á vellinum. Þetta er bara handbolti og ég reyni að skila mínu til liðsins,“ svaraði Haukur þegar Tómas Þór bendi honum á að hann hefði skorað framhjá margföldum meistara í marki Frakka. Næsti leikur Íslands er á miðvikudag gegn Brasilíu sem vann mjög svo óvæntan sigur gegn Króatíu fyrr í dag. „Það er margt sem við getum lært af þessum leik og getum gert betur. Við þurfum að skoða það og vera svo klárir í Brassana og vinna þá.“ HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun um tapið gegn Frakklandi: Forréttaborð framtíðarinnar Kornungt íslenskt landslið átti ekki möguleika í heimsmeistara Frakka. 20. janúar 2019 21:38 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Ágúst Elí: Bjóst ekki við að byrja Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. 20. janúar 2019 21:29 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira
Selfyssingurinn Haukur Þrastarson lék sinn fyrsta leik á stórmóti fyrir íslenska landsliðið í kvöld. Hann kom inn af krafti, skoraði tvö mörk og sýndi að hann er framtíðarmaður í liðinu. „Auðvitað er maður svekktur eftir tapleik og allt það. Það var samt ógeðslega gaman að koma inn á og taka þátt í þessu,“ sagði Haukur þegar Tómas Þór Þórðarson hitti hann að máli í Lanxess-Arena eftir leikinn í kvöld. Haukur hefur verið utan hóps þangað til í leiknum í kvöld en kom inn í hópinn vegna meiðsla Arons Pálmarssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar. „Ég viðurkenni að ég bjóst ekki við að ég tæki svona mikinn þátt í leiknum. Ég vissi alveg að ég gæti komið inná og ég er búinn að fá góðan tíma til að undirbúa mig því ég er búinn að vera hér úti allan tímann. Það þarf bara að grípa tækifærið þegar það kemur og mér fannst mér takast það ágætlega. Auðvitað er fullt af hlutum sem ég gerði vel og fullt af hlutum þar sem ég get gert betur og þarf að læra af.“ Franska vörnin var ógnarsterk í kvöld eins og svo oft áður og íslenska liðið oft í stökustu vandræðum í uppstilltum sóknarleik. „Fyrir suma er þetta öðruvísi en menn eru vanir, við komumst ekki upp með það sama. Við verðum bara að læra af því og þetta fer allt í reynslubankann.“ „Þetta var fyrst og fremst ógeðslega gaman. Það er búið að vera draumur lengi að taka þátt í stórmóti. Mér leið vel inni á vellinum og fílaði mig ágætlega.“ Haukur sló í gegn með liði Selfoss í fyrra og fór með liðinu alla leið í undanúrslit Olís-deildarinnar. Hann er fæddur árið 2001 og verður 18 ára í apríl. Átti hann von á að vera kominn á þennan stað fyrir ári síðan? „Nei. Ég viðurkenni það að fyrir rúmi ári hefði ég aldrei búist við þessu. Þetta hefur gerst hratt hjá mér og ótrúlega gaman að taka þátt svona ungur. Ég er ekkert að pæla í hverjum ég er að spila á móti þegar ég er inni á vellinum. Þetta er bara handbolti og ég reyni að skila mínu til liðsins,“ svaraði Haukur þegar Tómas Þór bendi honum á að hann hefði skorað framhjá margföldum meistara í marki Frakka. Næsti leikur Íslands er á miðvikudag gegn Brasilíu sem vann mjög svo óvæntan sigur gegn Króatíu fyrr í dag. „Það er margt sem við getum lært af þessum leik og getum gert betur. Við þurfum að skoða það og vera svo klárir í Brassana og vinna þá.“
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun um tapið gegn Frakklandi: Forréttaborð framtíðarinnar Kornungt íslenskt landslið átti ekki möguleika í heimsmeistara Frakka. 20. janúar 2019 21:38 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Ágúst Elí: Bjóst ekki við að byrja Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. 20. janúar 2019 21:29 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira
Umfjöllun um tapið gegn Frakklandi: Forréttaborð framtíðarinnar Kornungt íslenskt landslið átti ekki möguleika í heimsmeistara Frakka. 20. janúar 2019 21:38
Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54
Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22
Ágúst Elí: Bjóst ekki við að byrja Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. 20. janúar 2019 21:29