Starfsmönnum seldir smábílar Félagsbústaða Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. janúar 2019 07:30 Einn bílanna sem Félagsbústaðir auglýstu til sölu. Mynd/félagsbústaðir „Þetta þótti ásættanleg niðurstaða enda með öllu óvíst hvort tekist hefði að selja alla bílana með öðrum hætti,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, um þá ákvörðun að selja starfsmanni fimm smábíla í eigu félagsins og dóttur annars einn. Alls fengust 780 þúsund krónur fyrir bílana sem orðnir voru gamlir og lúnir að sögn Sigrúnar. Ákveðið var að selja bílana innanhúss eftir að hefðbundnar auglýsingar báru ekki árangur. Í september síðastliðnum seldu Félagsbústaðir bifreiðar sem félagið hafði verið með í notkun um langt árabil og komið var að því að endurnýja. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóranum var um að ræða sex smábíla sem voru á bilinu 11 til 13 ára gamlir og eknir frá 108-160 þúsund kílómetra. Flestir hafi verið í döpru ástandi.Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða.„Fimm þessara bíla voru af gerðinni Honda Jazz en einn af gerðinni Toyota Yaris. Að mati bílasala sem FB leitaði til hefðu þessir bílar verið þungir í sölu vegna aldurs og ástands og taldi hann að fá mætti í hæsta lagi um 150 þús. kr. staðgreitt fyrir hvern Hondu bíl en eitthvað meira fyrir Toyotuna. Sölulaun fyrir hvern bíl hefðu verið 63.500 krónur,“ segir í svari Sigrúnar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Af þessum sökum var þess freistað að auglýsa eftir tilboðum í bílana í Fréttablaðinu og á vef Félagsbústaða þann 18. ágúst 2018. „Þegar þessar auglýsingar báru ekki árangur var sendur tölvupóstur á starfsmenn FB og þeim boðið að gera tilboð í bílana. Mánuði síðar voru fimm þeirra seldir starfsmanni FB fyrir samtals 600 þúsund krónur og sá sjötti var seldur dóttur annars starfsmanns fyrir 180 þúsund krónur,“ segir Sigrún og bætir við: „Samanlagt fengust því 780 þúsund krónur fyrir bílana með þessu móti sem er svipað eða heldur meira en vænta mátti samkvæmt upplýsingum sem fyrir lágu og að teknu tilliti til sölulauna,“ segir Sigrún. Félagsbústaðir hafa að sögn Sigrúnar endurnýjað átta bíla af þrettán. Kaupverð þeirra var á bilinu 2,9 til 3,2 milljónir. Hluti nýju bílanna var keyptur af innkaupadeild borgarinnar að undangengnu útboði en hluti eftir verðkönnun hjá umboðum. Félagið vinnur að mótun innkaupareglna í samráði við borgina. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
„Þetta þótti ásættanleg niðurstaða enda með öllu óvíst hvort tekist hefði að selja alla bílana með öðrum hætti,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, um þá ákvörðun að selja starfsmanni fimm smábíla í eigu félagsins og dóttur annars einn. Alls fengust 780 þúsund krónur fyrir bílana sem orðnir voru gamlir og lúnir að sögn Sigrúnar. Ákveðið var að selja bílana innanhúss eftir að hefðbundnar auglýsingar báru ekki árangur. Í september síðastliðnum seldu Félagsbústaðir bifreiðar sem félagið hafði verið með í notkun um langt árabil og komið var að því að endurnýja. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóranum var um að ræða sex smábíla sem voru á bilinu 11 til 13 ára gamlir og eknir frá 108-160 þúsund kílómetra. Flestir hafi verið í döpru ástandi.Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða.„Fimm þessara bíla voru af gerðinni Honda Jazz en einn af gerðinni Toyota Yaris. Að mati bílasala sem FB leitaði til hefðu þessir bílar verið þungir í sölu vegna aldurs og ástands og taldi hann að fá mætti í hæsta lagi um 150 þús. kr. staðgreitt fyrir hvern Hondu bíl en eitthvað meira fyrir Toyotuna. Sölulaun fyrir hvern bíl hefðu verið 63.500 krónur,“ segir í svari Sigrúnar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Af þessum sökum var þess freistað að auglýsa eftir tilboðum í bílana í Fréttablaðinu og á vef Félagsbústaða þann 18. ágúst 2018. „Þegar þessar auglýsingar báru ekki árangur var sendur tölvupóstur á starfsmenn FB og þeim boðið að gera tilboð í bílana. Mánuði síðar voru fimm þeirra seldir starfsmanni FB fyrir samtals 600 þúsund krónur og sá sjötti var seldur dóttur annars starfsmanns fyrir 180 þúsund krónur,“ segir Sigrún og bætir við: „Samanlagt fengust því 780 þúsund krónur fyrir bílana með þessu móti sem er svipað eða heldur meira en vænta mátti samkvæmt upplýsingum sem fyrir lágu og að teknu tilliti til sölulauna,“ segir Sigrún. Félagsbústaðir hafa að sögn Sigrúnar endurnýjað átta bíla af þrettán. Kaupverð þeirra var á bilinu 2,9 til 3,2 milljónir. Hluti nýju bílanna var keyptur af innkaupadeild borgarinnar að undangengnu útboði en hluti eftir verðkönnun hjá umboðum. Félagið vinnur að mótun innkaupareglna í samráði við borgina.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira