Íslendingar vanað tíu börn síðustu tuttugu ár Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. janúar 2019 07:00 Mörg hundruð ófrjósemisaðgerðir eru gerðar á Íslandi ár hvert. Þær eru líka gerðar á börnum. Fréttablaðið/Getty Á árunum 2016-2018 var framkvæmd ein ófrjósemisaðgerð á einstaklingi undir átján ára aldri. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu var um að ræða dreng. Tíu slíkar aðgerðir hafa verið gerðar frá árinu 1998. Átta þeirra á stúlkum og tvær á drengjum. Ófrjósemisaðgerðir á ólögráða börnum eru aðeins gerðar að beiðni lögráðamanns. Sá sækir um fyrir hönd barns á grundvelli laga um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir frá árinu 1975. Barns sem talið er ófært um að eignast eða sjá um börn eða sökum líkamlegrar eða andlegrar vangetu, greindarskorts eða annars slíks. Í gegnum tíðina eru dæmi þess að fatlað fólk, oftast nær stúlkur, hafi verið blekkt í slíkar aðgerðir. Ófrjósemisaðgerðir verða sífellt vinsælli valkostur til getnaðarvarna, sérstaklega meðal karlmanna sem í auknum mæli hafa sótt í svokallaðar herraklippingar undanfarin 20 ár. Samkvæmt nýjustu tölum yfir ófrjósemisaðgerðir frá Landlæknisembættinu, fyrir árið 2017, voru framkvæmdar alls 638 ófrjósemisaðgerðir á Íslandi það ár. 542 á körlum og 96 á konum. En sérstakar aðstæður geta kallað á að sú ákvörðun er tekin fyrir einhvern, barn eða fullorðinn, að hann fjölgi sér ekki. Lögráðamaður sækir þá um aðgerðina fyrir hönd viðkomandi sem þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Þau eru að heilsu konu sé hætta búin af meðgöngu og fæðingu. Að fæðing og forsjá barna yrði of mikið álag fyrir viðkomandi með hliðsjón af lífskjörum fjölskyldunnar og af öðrum ástæðum. Að sjúkdómur, líkamlegur eða geðrænn, dragi alvarlega úr getu viðkomandi til að annast og ala upp börn eða ef ætla megi að barn eigi á hættu að fæðast vanskapað eða haldið alvarlegum sjúkdómi, vegna erfða eða sköddunar á fósturstigi. Þetta ákvæði laga hefur í gegnum tíðina átt sínar skuggahliðar. Sláandi vitnisburður um reynslu og upplifun kvenna með þroskahömlun af ófrjósemisaðgerðum birtist í rannsóknargrein Guðrúnar V. Stefánsdóttur, Sjálfræði og ófrjósemisaðgerðir á konum með þroskahömlun, árið 2011. Í viðtölum við sex konur á aldrinum 46-66 ára kom fram að þrjár höfðu verið blekktar í aðgerðina. Tveimur var sagt að þær væru að fara í botnlangaskurð. Hinar voru hvattar til eða taldar á að gangast undir þær. Komst Guðrún að því að niðurstöðurnar bentu til að konurnar hefðu verið fullfærar um að taka svo afdrifaríka ákvörðun í lífi sínu og að ástæður aðgerðanna ættu rætur í sögulegum og menningarbundnum viðhorfum í garð fólks með þroskahömlun og í því samhengi hefði mannkynbótastefnan leikið stórt hlutverk. Birtist í Fréttablaðinu Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Á árunum 2016-2018 var framkvæmd ein ófrjósemisaðgerð á einstaklingi undir átján ára aldri. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu var um að ræða dreng. Tíu slíkar aðgerðir hafa verið gerðar frá árinu 1998. Átta þeirra á stúlkum og tvær á drengjum. Ófrjósemisaðgerðir á ólögráða börnum eru aðeins gerðar að beiðni lögráðamanns. Sá sækir um fyrir hönd barns á grundvelli laga um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir frá árinu 1975. Barns sem talið er ófært um að eignast eða sjá um börn eða sökum líkamlegrar eða andlegrar vangetu, greindarskorts eða annars slíks. Í gegnum tíðina eru dæmi þess að fatlað fólk, oftast nær stúlkur, hafi verið blekkt í slíkar aðgerðir. Ófrjósemisaðgerðir verða sífellt vinsælli valkostur til getnaðarvarna, sérstaklega meðal karlmanna sem í auknum mæli hafa sótt í svokallaðar herraklippingar undanfarin 20 ár. Samkvæmt nýjustu tölum yfir ófrjósemisaðgerðir frá Landlæknisembættinu, fyrir árið 2017, voru framkvæmdar alls 638 ófrjósemisaðgerðir á Íslandi það ár. 542 á körlum og 96 á konum. En sérstakar aðstæður geta kallað á að sú ákvörðun er tekin fyrir einhvern, barn eða fullorðinn, að hann fjölgi sér ekki. Lögráðamaður sækir þá um aðgerðina fyrir hönd viðkomandi sem þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Þau eru að heilsu konu sé hætta búin af meðgöngu og fæðingu. Að fæðing og forsjá barna yrði of mikið álag fyrir viðkomandi með hliðsjón af lífskjörum fjölskyldunnar og af öðrum ástæðum. Að sjúkdómur, líkamlegur eða geðrænn, dragi alvarlega úr getu viðkomandi til að annast og ala upp börn eða ef ætla megi að barn eigi á hættu að fæðast vanskapað eða haldið alvarlegum sjúkdómi, vegna erfða eða sköddunar á fósturstigi. Þetta ákvæði laga hefur í gegnum tíðina átt sínar skuggahliðar. Sláandi vitnisburður um reynslu og upplifun kvenna með þroskahömlun af ófrjósemisaðgerðum birtist í rannsóknargrein Guðrúnar V. Stefánsdóttur, Sjálfræði og ófrjósemisaðgerðir á konum með þroskahömlun, árið 2011. Í viðtölum við sex konur á aldrinum 46-66 ára kom fram að þrjár höfðu verið blekktar í aðgerðina. Tveimur var sagt að þær væru að fara í botnlangaskurð. Hinar voru hvattar til eða taldar á að gangast undir þær. Komst Guðrún að því að niðurstöðurnar bentu til að konurnar hefðu verið fullfærar um að taka svo afdrifaríka ákvörðun í lífi sínu og að ástæður aðgerðanna ættu rætur í sögulegum og menningarbundnum viðhorfum í garð fólks með þroskahömlun og í því samhengi hefði mannkynbótastefnan leikið stórt hlutverk.
Birtist í Fréttablaðinu Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira