Maðurinn sem lést var 39 ára Frakki sem var í hópi sjö franskra skíðamanna. Tveir þeirra slösuðust lítillega í flóðinu. Slysið varð í fjallinu Vanil Carré í héraðinu Chateau-d'Oex.
Hæsta viðbúnaðarstig vegna hættu á snjóflóðum ríkir nú víðs vegar í Sviss. Í síðustu viku fórust þrír í snjóflóði í Austurríki.
Yfirvöld í Frakklandi hafa sömuleiðis varað við hættu á snjóflóðum í fjöllunum nærri svissnesku landamærunum.