Henry Cejudo kláraði Dillashaw eftir 32 sekúndur Pétur Marinó Jónsson skrifar 20. janúar 2019 06:58 Cejudo fagnar en Dillashaw mótmælir. Vísir/Getty UFC var með ansi skemmtilegt bardagakvöld í Brooklyn í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins sáum við Henry Cejudo verja titil sinn gegn T.J. Dillashaw. Það var sannkallaður ofurbardagi á dagskrá í nótt þegar fluguvigtarmeistarinn Henry Cejudo mætti bantamvigtarmeistaranum T.J. Dillashaw um titil þess fyrrnefnda. Bardaginn stóð ekki lengur yfir en eftir aðeins 32 sekúndur hafði dómarinn stöðvað bardagann. Cejudo vankaði Dillashaw með hásparki og kýldi Dillashaw svo niður. Cejudo fylgdi því eftir með höggum í gólfinu og reyndi Dillashaw að standa upp en Cejudo kýldi hann aftur niður áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Dillashaw var afar ósáttur þegar dómarinn stöðvaði bardagann og má segja að dómarinn hafi verið fullsnemma á ferðinni. Dillashaw var að hreyfa sig og reyna að koma sér í betri stöðu en var á sama tíma að éta högg. Dillashaw sagði að ákvörðun dómarans hefði verið hræðileg og var Dana White, forseti UFC, sammála Dillashaw. Henry Cejudo var þó hæstánægður með sigurinn en þetta var fyrsta titilvörn hans sem fluguvigtarmeistari UFC. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins var fyrrum NFL leikmaðurinn Greg Hardy gegn Allen Crowder í þungavigt. Fyrstu þrír bardagar Hardy höfðu allir klárast á undir 60 sekúndum en í þetta sinn tókst honum ekki að klára bardagann svo snemma. Í 2. lotu var Hardy dæmdur úr leik fyrir kolólöglegt hnéspark. Crowder var með annað hnéð í gólfinu þegar Hardy gaf honum hnéspark í höfuðið en það er ólöglegt. Crower vann því bardagann þar sem Hardy var dæmdur úr leik. Bardagakvöldið var hin besta skemmtun en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Verður T.J. Dillashaw tvöfaldur meistari? Í kvöld mætast þeir Henry Cejudo og T.J. Dillashaw um fluguvigtartitil UFC. Dillashaw getur skrifað nafn sitt á spjöld sögunnar með sigri en það gæti reynst dýrt fyrir aðra bardagamenn. 19. janúar 2019 08:00 Nýtt belti hjá UFC um helgina | Conor spenntur UFC tilkynnti í dag að barist verði um nýtt belti hjá bardagasambandinu um helgina. Legacy championship belt kalla þeir nýja beltið. 18. janúar 2019 18:30 Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00 Mætti á sviðið með Ólympíugull um hálsinn og „snák“ í poka | Myndband Það er rosalegur bardagi á dagskrá hjá UFC um helgina er tveir meistarar mætast. Þeir hittust í gær og sú uppákoma var afar sérstök. 18. janúar 2019 15:45 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Sjá meira
UFC var með ansi skemmtilegt bardagakvöld í Brooklyn í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins sáum við Henry Cejudo verja titil sinn gegn T.J. Dillashaw. Það var sannkallaður ofurbardagi á dagskrá í nótt þegar fluguvigtarmeistarinn Henry Cejudo mætti bantamvigtarmeistaranum T.J. Dillashaw um titil þess fyrrnefnda. Bardaginn stóð ekki lengur yfir en eftir aðeins 32 sekúndur hafði dómarinn stöðvað bardagann. Cejudo vankaði Dillashaw með hásparki og kýldi Dillashaw svo niður. Cejudo fylgdi því eftir með höggum í gólfinu og reyndi Dillashaw að standa upp en Cejudo kýldi hann aftur niður áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Dillashaw var afar ósáttur þegar dómarinn stöðvaði bardagann og má segja að dómarinn hafi verið fullsnemma á ferðinni. Dillashaw var að hreyfa sig og reyna að koma sér í betri stöðu en var á sama tíma að éta högg. Dillashaw sagði að ákvörðun dómarans hefði verið hræðileg og var Dana White, forseti UFC, sammála Dillashaw. Henry Cejudo var þó hæstánægður með sigurinn en þetta var fyrsta titilvörn hans sem fluguvigtarmeistari UFC. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins var fyrrum NFL leikmaðurinn Greg Hardy gegn Allen Crowder í þungavigt. Fyrstu þrír bardagar Hardy höfðu allir klárast á undir 60 sekúndum en í þetta sinn tókst honum ekki að klára bardagann svo snemma. Í 2. lotu var Hardy dæmdur úr leik fyrir kolólöglegt hnéspark. Crowder var með annað hnéð í gólfinu þegar Hardy gaf honum hnéspark í höfuðið en það er ólöglegt. Crower vann því bardagann þar sem Hardy var dæmdur úr leik. Bardagakvöldið var hin besta skemmtun en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Verður T.J. Dillashaw tvöfaldur meistari? Í kvöld mætast þeir Henry Cejudo og T.J. Dillashaw um fluguvigtartitil UFC. Dillashaw getur skrifað nafn sitt á spjöld sögunnar með sigri en það gæti reynst dýrt fyrir aðra bardagamenn. 19. janúar 2019 08:00 Nýtt belti hjá UFC um helgina | Conor spenntur UFC tilkynnti í dag að barist verði um nýtt belti hjá bardagasambandinu um helgina. Legacy championship belt kalla þeir nýja beltið. 18. janúar 2019 18:30 Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00 Mætti á sviðið með Ólympíugull um hálsinn og „snák“ í poka | Myndband Það er rosalegur bardagi á dagskrá hjá UFC um helgina er tveir meistarar mætast. Þeir hittust í gær og sú uppákoma var afar sérstök. 18. janúar 2019 15:45 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Sjá meira
Verður T.J. Dillashaw tvöfaldur meistari? Í kvöld mætast þeir Henry Cejudo og T.J. Dillashaw um fluguvigtartitil UFC. Dillashaw getur skrifað nafn sitt á spjöld sögunnar með sigri en það gæti reynst dýrt fyrir aðra bardagamenn. 19. janúar 2019 08:00
Nýtt belti hjá UFC um helgina | Conor spenntur UFC tilkynnti í dag að barist verði um nýtt belti hjá bardagasambandinu um helgina. Legacy championship belt kalla þeir nýja beltið. 18. janúar 2019 18:30
Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00
Mætti á sviðið með Ólympíugull um hálsinn og „snák“ í poka | Myndband Það er rosalegur bardagi á dagskrá hjá UFC um helgina er tveir meistarar mætast. Þeir hittust í gær og sú uppákoma var afar sérstök. 18. janúar 2019 15:45