Henry Cejudo kláraði Dillashaw eftir 32 sekúndur Pétur Marinó Jónsson skrifar 20. janúar 2019 06:58 Cejudo fagnar en Dillashaw mótmælir. Vísir/Getty UFC var með ansi skemmtilegt bardagakvöld í Brooklyn í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins sáum við Henry Cejudo verja titil sinn gegn T.J. Dillashaw. Það var sannkallaður ofurbardagi á dagskrá í nótt þegar fluguvigtarmeistarinn Henry Cejudo mætti bantamvigtarmeistaranum T.J. Dillashaw um titil þess fyrrnefnda. Bardaginn stóð ekki lengur yfir en eftir aðeins 32 sekúndur hafði dómarinn stöðvað bardagann. Cejudo vankaði Dillashaw með hásparki og kýldi Dillashaw svo niður. Cejudo fylgdi því eftir með höggum í gólfinu og reyndi Dillashaw að standa upp en Cejudo kýldi hann aftur niður áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Dillashaw var afar ósáttur þegar dómarinn stöðvaði bardagann og má segja að dómarinn hafi verið fullsnemma á ferðinni. Dillashaw var að hreyfa sig og reyna að koma sér í betri stöðu en var á sama tíma að éta högg. Dillashaw sagði að ákvörðun dómarans hefði verið hræðileg og var Dana White, forseti UFC, sammála Dillashaw. Henry Cejudo var þó hæstánægður með sigurinn en þetta var fyrsta titilvörn hans sem fluguvigtarmeistari UFC. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins var fyrrum NFL leikmaðurinn Greg Hardy gegn Allen Crowder í þungavigt. Fyrstu þrír bardagar Hardy höfðu allir klárast á undir 60 sekúndum en í þetta sinn tókst honum ekki að klára bardagann svo snemma. Í 2. lotu var Hardy dæmdur úr leik fyrir kolólöglegt hnéspark. Crowder var með annað hnéð í gólfinu þegar Hardy gaf honum hnéspark í höfuðið en það er ólöglegt. Crower vann því bardagann þar sem Hardy var dæmdur úr leik. Bardagakvöldið var hin besta skemmtun en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Verður T.J. Dillashaw tvöfaldur meistari? Í kvöld mætast þeir Henry Cejudo og T.J. Dillashaw um fluguvigtartitil UFC. Dillashaw getur skrifað nafn sitt á spjöld sögunnar með sigri en það gæti reynst dýrt fyrir aðra bardagamenn. 19. janúar 2019 08:00 Nýtt belti hjá UFC um helgina | Conor spenntur UFC tilkynnti í dag að barist verði um nýtt belti hjá bardagasambandinu um helgina. Legacy championship belt kalla þeir nýja beltið. 18. janúar 2019 18:30 Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00 Mætti á sviðið með Ólympíugull um hálsinn og „snák“ í poka | Myndband Það er rosalegur bardagi á dagskrá hjá UFC um helgina er tveir meistarar mætast. Þeir hittust í gær og sú uppákoma var afar sérstök. 18. janúar 2019 15:45 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
UFC var með ansi skemmtilegt bardagakvöld í Brooklyn í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins sáum við Henry Cejudo verja titil sinn gegn T.J. Dillashaw. Það var sannkallaður ofurbardagi á dagskrá í nótt þegar fluguvigtarmeistarinn Henry Cejudo mætti bantamvigtarmeistaranum T.J. Dillashaw um titil þess fyrrnefnda. Bardaginn stóð ekki lengur yfir en eftir aðeins 32 sekúndur hafði dómarinn stöðvað bardagann. Cejudo vankaði Dillashaw með hásparki og kýldi Dillashaw svo niður. Cejudo fylgdi því eftir með höggum í gólfinu og reyndi Dillashaw að standa upp en Cejudo kýldi hann aftur niður áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Dillashaw var afar ósáttur þegar dómarinn stöðvaði bardagann og má segja að dómarinn hafi verið fullsnemma á ferðinni. Dillashaw var að hreyfa sig og reyna að koma sér í betri stöðu en var á sama tíma að éta högg. Dillashaw sagði að ákvörðun dómarans hefði verið hræðileg og var Dana White, forseti UFC, sammála Dillashaw. Henry Cejudo var þó hæstánægður með sigurinn en þetta var fyrsta titilvörn hans sem fluguvigtarmeistari UFC. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins var fyrrum NFL leikmaðurinn Greg Hardy gegn Allen Crowder í þungavigt. Fyrstu þrír bardagar Hardy höfðu allir klárast á undir 60 sekúndum en í þetta sinn tókst honum ekki að klára bardagann svo snemma. Í 2. lotu var Hardy dæmdur úr leik fyrir kolólöglegt hnéspark. Crowder var með annað hnéð í gólfinu þegar Hardy gaf honum hnéspark í höfuðið en það er ólöglegt. Crower vann því bardagann þar sem Hardy var dæmdur úr leik. Bardagakvöldið var hin besta skemmtun en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Verður T.J. Dillashaw tvöfaldur meistari? Í kvöld mætast þeir Henry Cejudo og T.J. Dillashaw um fluguvigtartitil UFC. Dillashaw getur skrifað nafn sitt á spjöld sögunnar með sigri en það gæti reynst dýrt fyrir aðra bardagamenn. 19. janúar 2019 08:00 Nýtt belti hjá UFC um helgina | Conor spenntur UFC tilkynnti í dag að barist verði um nýtt belti hjá bardagasambandinu um helgina. Legacy championship belt kalla þeir nýja beltið. 18. janúar 2019 18:30 Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00 Mætti á sviðið með Ólympíugull um hálsinn og „snák“ í poka | Myndband Það er rosalegur bardagi á dagskrá hjá UFC um helgina er tveir meistarar mætast. Þeir hittust í gær og sú uppákoma var afar sérstök. 18. janúar 2019 15:45 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Verður T.J. Dillashaw tvöfaldur meistari? Í kvöld mætast þeir Henry Cejudo og T.J. Dillashaw um fluguvigtartitil UFC. Dillashaw getur skrifað nafn sitt á spjöld sögunnar með sigri en það gæti reynst dýrt fyrir aðra bardagamenn. 19. janúar 2019 08:00
Nýtt belti hjá UFC um helgina | Conor spenntur UFC tilkynnti í dag að barist verði um nýtt belti hjá bardagasambandinu um helgina. Legacy championship belt kalla þeir nýja beltið. 18. janúar 2019 18:30
Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00
Mætti á sviðið með Ólympíugull um hálsinn og „snák“ í poka | Myndband Það er rosalegur bardagi á dagskrá hjá UFC um helgina er tveir meistarar mætast. Þeir hittust í gær og sú uppákoma var afar sérstök. 18. janúar 2019 15:45