Evrópuþingið viðurkennir Guaidó sem forseta Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2019 15:03 Afgerandi meirihluti þingmanna á Evrópuþinginu samþykkti ályktun um að þingið viðurkenndi Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Venesúela, sem forseta landsins til bráðabirgða í dag. Hvatti þingið aðildarríki Evrópusambandsins til þess að viðurkenna Guaidó. Guaidó lýsti sjálfan sig forseta til bráðabirgða í síðustu viku. Bandarísk og kanadísk stjórnvöld hafa þegar viðurkennt hann sem forseta. Ályktunin í Evrópuþinginu var samþykkt með atkvæðum 429 þingmanna, 104 kusu gegn henni og 88 sátu hjá, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Evrópusambandið er sagt hikandi við að viðurkenna Guaidó þar sem það óttist hvers konar fordæmi það væri í ljósi þess að Guaidó lýsti sjálfan sig forseta. Bresk, frönsk, þýsk og spænsk stjórnvöld hafa hins vegar hótað því að viðurkenna Guaidó nema Nicolas Maduro, forseti Venesúela, boði til kosninga innan átta daga. Maduro, sem sakaður er um að hafa unnið endurkjör sem forseti með svikum, hefur hafnað því að boða til kosninga. Evrópusambandið Venesúela Tengdar fréttir Á leynifundum með hernum í Venesúela Juan Guaido leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur haldið leynifundi með yfirmönnum hersins í landinu til að reyna að fá herinn á sitt band, en spennan magnast nú ört í landinu. 31. janúar 2019 07:27 Venesúelamenn vilja vestræn vopn Liðhlaupar úr venesúelska hernum leita á náðir Bandaríkjanna og biðja um að stjórnarandstæðingum í Venesúela séu send vopn svo hægt sé að steypa Nicolás Maduro forseta af stóli. 30. janúar 2019 07:00 Guaidó í farbann og eignir frystar Hæstiréttur Venesúela hefur bannað leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, Juan Guaídó, að yfirgefa landið og þá hafa bankareikningar hans verið frystir. 30. janúar 2019 07:21 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Sjá meira
Afgerandi meirihluti þingmanna á Evrópuþinginu samþykkti ályktun um að þingið viðurkenndi Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Venesúela, sem forseta landsins til bráðabirgða í dag. Hvatti þingið aðildarríki Evrópusambandsins til þess að viðurkenna Guaidó. Guaidó lýsti sjálfan sig forseta til bráðabirgða í síðustu viku. Bandarísk og kanadísk stjórnvöld hafa þegar viðurkennt hann sem forseta. Ályktunin í Evrópuþinginu var samþykkt með atkvæðum 429 þingmanna, 104 kusu gegn henni og 88 sátu hjá, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Evrópusambandið er sagt hikandi við að viðurkenna Guaidó þar sem það óttist hvers konar fordæmi það væri í ljósi þess að Guaidó lýsti sjálfan sig forseta. Bresk, frönsk, þýsk og spænsk stjórnvöld hafa hins vegar hótað því að viðurkenna Guaidó nema Nicolas Maduro, forseti Venesúela, boði til kosninga innan átta daga. Maduro, sem sakaður er um að hafa unnið endurkjör sem forseti með svikum, hefur hafnað því að boða til kosninga.
Evrópusambandið Venesúela Tengdar fréttir Á leynifundum með hernum í Venesúela Juan Guaido leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur haldið leynifundi með yfirmönnum hersins í landinu til að reyna að fá herinn á sitt band, en spennan magnast nú ört í landinu. 31. janúar 2019 07:27 Venesúelamenn vilja vestræn vopn Liðhlaupar úr venesúelska hernum leita á náðir Bandaríkjanna og biðja um að stjórnarandstæðingum í Venesúela séu send vopn svo hægt sé að steypa Nicolás Maduro forseta af stóli. 30. janúar 2019 07:00 Guaidó í farbann og eignir frystar Hæstiréttur Venesúela hefur bannað leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, Juan Guaídó, að yfirgefa landið og þá hafa bankareikningar hans verið frystir. 30. janúar 2019 07:21 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Sjá meira
Á leynifundum með hernum í Venesúela Juan Guaido leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur haldið leynifundi með yfirmönnum hersins í landinu til að reyna að fá herinn á sitt band, en spennan magnast nú ört í landinu. 31. janúar 2019 07:27
Venesúelamenn vilja vestræn vopn Liðhlaupar úr venesúelska hernum leita á náðir Bandaríkjanna og biðja um að stjórnarandstæðingum í Venesúela séu send vopn svo hægt sé að steypa Nicolás Maduro forseta af stóli. 30. janúar 2019 07:00
Guaidó í farbann og eignir frystar Hæstiréttur Venesúela hefur bannað leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, Juan Guaídó, að yfirgefa landið og þá hafa bankareikningar hans verið frystir. 30. janúar 2019 07:21