Karlmaður á sjötugsaldri lést í Vaðlaheiðargöngum í gær. Maðurinn sem er málari var að vinna í tæknirými í göngunum þegar hann féll frá. Hann fannst á fjórða tímanum í gær.
Bergur Jónasson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Mbl.is að ekkert bendi til þess að maðurinn hafi orðið fyrir eitrun eða öðru vinnutengdu sem leiddi til andlátsins.
Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti en bíða þarf krufningar til að staðfesta dánarorsök.
Maður lést við störf í Vaðlaheiðargöngum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Björguðu dreng úr gjótu
Innlent

Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent




Dæla tölvupóstum á ráðherra
Innlent


Órói mældist við Torfajökul
Innlent