Affleck hættir sem Batman Birgir Olgeirsson skrifar 31. janúar 2019 11:28 Ben Affleck. Vísir/Getty Ben Affleck mun ekki leika Batman aftur á næstunni að því er fram kemur á Deadline þar sem segir að næsta Batman mynd verði frumsýnd í júní árið 2021 og þar verði Óskarsverðlaunahafinn ekki í aðalhlutverki. Næsta mynd mun heiti The Batman en leikstjóri hennar er Matt Reeves sem á að baki myndirnar War for the Planet of the Apes og Dawn of the Planet of the Apes. Affleck hefur leikið auðkýfingin Bruce Wayne, sem bregður sér í líki Leðurblökumannsins á kvöldin, í Batman v. Superman: Dawn of Justice, Suicide Squad og Justice League. Þar fengu áhorfendur að sjá eldri og þreyttari útgáfu af Bruce Wayne en nýja myndin mun segja frá yngri og ferskari Bruce. Affleck átti að leika í næstu Batman-mynd ásamt því að leikstýra henni en slæmt gengi nýju DC-myndanna, sem átti að fylgja eftir ævintýrum ofurhetjuteymisins Justice League, hefur væntanlega haft einhver áhrif á þær fyrirætlanir. Hver mun taka að sér að leika Bruce Wayne í næstu mynd er hins vegar enn huldu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Ben Affleck mun ekki leika Batman aftur á næstunni að því er fram kemur á Deadline þar sem segir að næsta Batman mynd verði frumsýnd í júní árið 2021 og þar verði Óskarsverðlaunahafinn ekki í aðalhlutverki. Næsta mynd mun heiti The Batman en leikstjóri hennar er Matt Reeves sem á að baki myndirnar War for the Planet of the Apes og Dawn of the Planet of the Apes. Affleck hefur leikið auðkýfingin Bruce Wayne, sem bregður sér í líki Leðurblökumannsins á kvöldin, í Batman v. Superman: Dawn of Justice, Suicide Squad og Justice League. Þar fengu áhorfendur að sjá eldri og þreyttari útgáfu af Bruce Wayne en nýja myndin mun segja frá yngri og ferskari Bruce. Affleck átti að leika í næstu Batman-mynd ásamt því að leikstýra henni en slæmt gengi nýju DC-myndanna, sem átti að fylgja eftir ævintýrum ofurhetjuteymisins Justice League, hefur væntanlega haft einhver áhrif á þær fyrirætlanir. Hver mun taka að sér að leika Bruce Wayne í næstu mynd er hins vegar enn huldu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira