Snemma á árinu tæmdi Floni allt út af Instagram-reikningi sínum og birti því næst mynd af plötuumslagi nýju plötunnar og útgáfudag.
Floni 2 - 31. jan - comment ef þú ert spennt/ur! Artwork: @magnusyeah @k_tanman @jhnnkrstfrView this post on Instagram
A post shared by (@fridrikroberts) on Jan 14, 2019 at 4:21am PST
Platan var tekin upp í 101derland, hljóðblönduð af Young Nazareth og hljóðjöfnuð af Glenn Schick. Plötuumslagið var hannað af Jóhanni Kristóferi Stefánssyni og Kjartani Hreinssyni og ljósmyndin á umslaginu tekin af Magnúsi Andersen.
Samefnd fyrsta plata hans kom út í lok ársins 2017 og hefur hann allar götur síðan verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. Hlusta má á plötuna hans hér að neðan.