Þrír mánuðir frá því að Anne-Elisabeth var rænt en lögreglan engu nær Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 08:34 Ekkert er vitað hvar Anne-Elisabeth Hagen er niðurkomin eða hvort hún er á lífi. Norska lögreglan Lögreglan í Noregi kveðst ekkert ætla að tjá sig um það hvað fannst í stöðuvatninu Langevannet fyrr í vikunni en leitað var að vatninu að vísbendingum í tengslum við ránið Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan sendi norskum fjölmiðlum í morgun en í dag eru þrír mánuðir liðnir frá því að Anne-Elisabeth hvarf. Anne-Elisabeth er ein ríkasta kona Noregs og gift milljarðamæringnum Tom Hagen. Gengið er út frá því að henni hafi verið rænt af heimili þeirra hjóna þann 31. október síðastliðinn. Rannsókn lögreglu á hvar Anne-Elisabeth er niðurkomin hófst strax sama dag en yfirvöld eru litlu sem engu nær nú þremur mánuðum síðar um hvar hún er eða hvað kom fyrir nákvæmlega fyrir hana. Þannig er ekki vitað hvort að Anne-Elisabeth er í Noregi eða erlendis eða hvort hún er yfirhöfuð á lífi. Fyrst um sinn fór rannsóknin afar leynt og var til að mynda ekkert fjallað um málið í fjölmiðlum þar sem óttast var um öryggi Anne-Elisabeth.Heimili Hagen-hjónanna í Fjellhamar í Noregi. Talið er að Anne-Elisabeth hafi verið rænt þaðan að morgni 31. október.vísir/epaYfir 1300 vísbendingar á þremur vikum Það var svo þann 9. janúar síðastliðinn sem fjölmiðlar greindu frá málinu. Síðan þá hafa lögreglu borist um 1300 vísbendingar vegna hvarfsins en líkt og með hlutina úr vatninu vill hún lítið tjá sig um það í hverju þær vísbendingar hafa falist. Daginn eftir að greint var frá hvarfi Anne-Elisabeth í fjölmiðlum birti lögreglan myndbönd úr eftirlitsmyndavél í grennd við vinnustað Tom Hagen. Óskaði lögreglan eftir því að ná tali af tveimur mönnum sem sjást á upptökunum vegna rannsóknarinnar en þeir hafa ekki enn gefið sig fram. Að því er segir í frétt VG hefur lögreglan ekki svarað ítrekuðu fyrirspurnum blaðsins um það hvers vegna talið sé að mennirnir hafi ekki gefið sig fram eftir allan þennan tíma og mikla fjölmiðlaumfjöllun.Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth, er einn ríkasti maður Noregs.Yfir milljarður króna í lausnargjald Í liðinni viku greindi lögmaður fjölskyldu Anne-Elisabeth frá því að menn sem segjast hafa rænt konunni hafi sett sig í samband við fjölskylduna þann 16. janúar síðastliðinn. Skilaboðin bárust í gegnum sama stafræna vettvang og ræningjarnir hafa áður notað til að hafa samband. „Skilaboðin voru hvorki sönnun þess efnis að Anne-Elisabeth sé á lífi né að sendandi hafi Anne-Elisabeth í haldi í dag,“ er haft eftir lögmanninum. Ræningjarnir hafa krafist lausnargjalds, sem jafngildir yfir milljarði íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt, Monero. Mannrán í Noregi Noregur Tengdar fréttir Sá dularfulla menn með aðdráttarlinsu við vatnið sem nú er leitað í Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. 23. janúar 2019 14:36 Hafa fundið hluti í stöðuvatninu sem teknir verða til frekari rannsóknar Lögregla í Noregi hefur nú lokið leit sinni í Langvannet þar sem vísbendinga var leitað í tengslum við ránið á Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 28. janúar 2019 08:37 Mannræningjarnir höfðu samband við fjölskylduna þann 16. janúar Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögmaðurinn boðaði til í Ósló í dag. 24. janúar 2019 13:28 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Lögreglan í Noregi kveðst ekkert ætla að tjá sig um það hvað fannst í stöðuvatninu Langevannet fyrr í vikunni en leitað var að vatninu að vísbendingum í tengslum við ránið Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan sendi norskum fjölmiðlum í morgun en í dag eru þrír mánuðir liðnir frá því að Anne-Elisabeth hvarf. Anne-Elisabeth er ein ríkasta kona Noregs og gift milljarðamæringnum Tom Hagen. Gengið er út frá því að henni hafi verið rænt af heimili þeirra hjóna þann 31. október síðastliðinn. Rannsókn lögreglu á hvar Anne-Elisabeth er niðurkomin hófst strax sama dag en yfirvöld eru litlu sem engu nær nú þremur mánuðum síðar um hvar hún er eða hvað kom fyrir nákvæmlega fyrir hana. Þannig er ekki vitað hvort að Anne-Elisabeth er í Noregi eða erlendis eða hvort hún er yfirhöfuð á lífi. Fyrst um sinn fór rannsóknin afar leynt og var til að mynda ekkert fjallað um málið í fjölmiðlum þar sem óttast var um öryggi Anne-Elisabeth.Heimili Hagen-hjónanna í Fjellhamar í Noregi. Talið er að Anne-Elisabeth hafi verið rænt þaðan að morgni 31. október.vísir/epaYfir 1300 vísbendingar á þremur vikum Það var svo þann 9. janúar síðastliðinn sem fjölmiðlar greindu frá málinu. Síðan þá hafa lögreglu borist um 1300 vísbendingar vegna hvarfsins en líkt og með hlutina úr vatninu vill hún lítið tjá sig um það í hverju þær vísbendingar hafa falist. Daginn eftir að greint var frá hvarfi Anne-Elisabeth í fjölmiðlum birti lögreglan myndbönd úr eftirlitsmyndavél í grennd við vinnustað Tom Hagen. Óskaði lögreglan eftir því að ná tali af tveimur mönnum sem sjást á upptökunum vegna rannsóknarinnar en þeir hafa ekki enn gefið sig fram. Að því er segir í frétt VG hefur lögreglan ekki svarað ítrekuðu fyrirspurnum blaðsins um það hvers vegna talið sé að mennirnir hafi ekki gefið sig fram eftir allan þennan tíma og mikla fjölmiðlaumfjöllun.Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth, er einn ríkasti maður Noregs.Yfir milljarður króna í lausnargjald Í liðinni viku greindi lögmaður fjölskyldu Anne-Elisabeth frá því að menn sem segjast hafa rænt konunni hafi sett sig í samband við fjölskylduna þann 16. janúar síðastliðinn. Skilaboðin bárust í gegnum sama stafræna vettvang og ræningjarnir hafa áður notað til að hafa samband. „Skilaboðin voru hvorki sönnun þess efnis að Anne-Elisabeth sé á lífi né að sendandi hafi Anne-Elisabeth í haldi í dag,“ er haft eftir lögmanninum. Ræningjarnir hafa krafist lausnargjalds, sem jafngildir yfir milljarði íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt, Monero.
Mannrán í Noregi Noregur Tengdar fréttir Sá dularfulla menn með aðdráttarlinsu við vatnið sem nú er leitað í Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. 23. janúar 2019 14:36 Hafa fundið hluti í stöðuvatninu sem teknir verða til frekari rannsóknar Lögregla í Noregi hefur nú lokið leit sinni í Langvannet þar sem vísbendinga var leitað í tengslum við ránið á Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 28. janúar 2019 08:37 Mannræningjarnir höfðu samband við fjölskylduna þann 16. janúar Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögmaðurinn boðaði til í Ósló í dag. 24. janúar 2019 13:28 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Sá dularfulla menn með aðdráttarlinsu við vatnið sem nú er leitað í Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. 23. janúar 2019 14:36
Hafa fundið hluti í stöðuvatninu sem teknir verða til frekari rannsóknar Lögregla í Noregi hefur nú lokið leit sinni í Langvannet þar sem vísbendinga var leitað í tengslum við ránið á Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 28. janúar 2019 08:37
Mannræningjarnir höfðu samband við fjölskylduna þann 16. janúar Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögmaðurinn boðaði til í Ósló í dag. 24. janúar 2019 13:28