Stunguáverkar sjaldgæfari hér á landi en í löndunum í kring Sighvatur Arnmundsson skrifar 31. janúar 2019 06:00 Tómas Guðbjartsson yfirlæknir stýrði rannsókninni. Vísir/vilhelm „Þegar við erum búin að leiðrétta fyrir auknum mannfjölda á þessu tímabili kemur í ljós að alvarlegum stunguáverkum hefur ekki fjölgað marktækt. Þeir eru líka sjaldgæfir hér miðað við nágrannalönd. Það er mjög jákvætt,“ segir Tómas Guðbjartsson, prófessor í skurðlækningum og yfirlæknir á Landspítala. Tómas stýrði rannsókninni sem nær til tímabilsins frá 2000-2015 ásamt Brynjólfi Mogensen, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. „Niðurstöðurnar komu mér að sumu leyti þægilega á óvart þótt það sé auðvitað áhyggjuefni að fimmtán hafi látist áður en þeir komust á sjúkrahús. Ég held ég geti mælt fyrir munn okkar allra að við vissum ekki hvernig þetta myndi líta út þegar við fórum af stað,“ segir Tómas. Af þeim 73 einstaklingum sem rannsóknin náði til létust aðeins þrír eftir komu á sjúkrahús. „Það er árangur sem ég held að við öll sem erum í teymunum sem koma að meðferðinni getum verið ánægð með. Flestir læknarnir hafa til dæmis lokið sérstöku námskeiði í meðferð alvarlega slasaðra. Við getum ekki sannað með þessum niðurstöðum að árangurinn sé út af því en teymin eru að virka vel.“ Grein sem byggir á rannsókninni fékkst nýlega birt í alþjóðlegu fagriti um bráðalækningar en aðalhöfundur greinarinnar er Una Jóhannesdóttir deildarlæknir. Tómas segir það einstakt að slík rannsókn sé gerð á heilli þjóð. „Það er styrkur rannsóknarinnar og gerir það að verkum að við fáum hana birta. Við erum með litla rannsóknarstofu sem er allt þýðið á Íslandi. Við náum í hvert einasta tilfelli og getum fylgt öllum sjúklingum eftir.“ Tómas segir að á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans hafi árangur af bráðaaðgerðum vegna skot- og hnífaáverka verið rannsakaður. „Svona mál hafa verið svolítið í fréttum en við Brynjólfur vildum vita hvort það hefði orðið raunveruleg aukning á þessum áverkum eða hvort þessi mál fái meiri umfjöllun í fjölmiðlum. Það er erfitt að átta sig á því jafnvel þótt maður sé læknir og starfi á gólfinu.“ Meðalaldur sjúklinganna 73 sem lagðir voru inn með alvarlega stunguáverka var tæp 33 ár og voru karlar um 90 prósent þeirra. 47 af sjúklingunum eða rúm 64 prósent þurftu að gangast undir aðgerð en fjórtán sjúklingar töldust vera með lífshættulega áverka. Algengast var að stunguáverkar væru á brjóstholi, kviðarholi og efri útlimum. Langflestir áverkarnir komu til vegna árásar eða í 70 tilfellum en í þremur tilfellum var um sjálfsskaða að ræða. Meirihluti árása eða um 55 prósent átti sér stað í heimahúsi, tæpur þriðjungur úti á götu, rúm átta prósent á skemmtistöðum og um fjögur prósent á vinnustað Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
„Þegar við erum búin að leiðrétta fyrir auknum mannfjölda á þessu tímabili kemur í ljós að alvarlegum stunguáverkum hefur ekki fjölgað marktækt. Þeir eru líka sjaldgæfir hér miðað við nágrannalönd. Það er mjög jákvætt,“ segir Tómas Guðbjartsson, prófessor í skurðlækningum og yfirlæknir á Landspítala. Tómas stýrði rannsókninni sem nær til tímabilsins frá 2000-2015 ásamt Brynjólfi Mogensen, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. „Niðurstöðurnar komu mér að sumu leyti þægilega á óvart þótt það sé auðvitað áhyggjuefni að fimmtán hafi látist áður en þeir komust á sjúkrahús. Ég held ég geti mælt fyrir munn okkar allra að við vissum ekki hvernig þetta myndi líta út þegar við fórum af stað,“ segir Tómas. Af þeim 73 einstaklingum sem rannsóknin náði til létust aðeins þrír eftir komu á sjúkrahús. „Það er árangur sem ég held að við öll sem erum í teymunum sem koma að meðferðinni getum verið ánægð með. Flestir læknarnir hafa til dæmis lokið sérstöku námskeiði í meðferð alvarlega slasaðra. Við getum ekki sannað með þessum niðurstöðum að árangurinn sé út af því en teymin eru að virka vel.“ Grein sem byggir á rannsókninni fékkst nýlega birt í alþjóðlegu fagriti um bráðalækningar en aðalhöfundur greinarinnar er Una Jóhannesdóttir deildarlæknir. Tómas segir það einstakt að slík rannsókn sé gerð á heilli þjóð. „Það er styrkur rannsóknarinnar og gerir það að verkum að við fáum hana birta. Við erum með litla rannsóknarstofu sem er allt þýðið á Íslandi. Við náum í hvert einasta tilfelli og getum fylgt öllum sjúklingum eftir.“ Tómas segir að á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans hafi árangur af bráðaaðgerðum vegna skot- og hnífaáverka verið rannsakaður. „Svona mál hafa verið svolítið í fréttum en við Brynjólfur vildum vita hvort það hefði orðið raunveruleg aukning á þessum áverkum eða hvort þessi mál fái meiri umfjöllun í fjölmiðlum. Það er erfitt að átta sig á því jafnvel þótt maður sé læknir og starfi á gólfinu.“ Meðalaldur sjúklinganna 73 sem lagðir voru inn með alvarlega stunguáverka var tæp 33 ár og voru karlar um 90 prósent þeirra. 47 af sjúklingunum eða rúm 64 prósent þurftu að gangast undir aðgerð en fjórtán sjúklingar töldust vera með lífshættulega áverka. Algengast var að stunguáverkar væru á brjóstholi, kviðarholi og efri útlimum. Langflestir áverkarnir komu til vegna árásar eða í 70 tilfellum en í þremur tilfellum var um sjálfsskaða að ræða. Meirihluti árása eða um 55 prósent átti sér stað í heimahúsi, tæpur þriðjungur úti á götu, rúm átta prósent á skemmtistöðum og um fjögur prósent á vinnustað
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira