Seildist eftir handsprengju sem sprakk í höndunum á honum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. febrúar 2019 19:57 Ljósmyndarinn var í óða önn að taka ljósmyndir af óeirðunum sem voru fyrir fram franska þinghúsið þegar atvikið gerðist. Vísir/ap Ljósmyndari sem myndaði laugardagsmótmælin í París sem kennd eru við gul öryggisvesti tók upp handsprengju til að forða því að hún myndi springa inn í mannmergðinni en við það sprakk hún í höndunum á honum með þeim afleiðingum að hann missti aðra höndina. Þetta kemur fram í frönskum fjölmiðlum. Ljósmyndarinn var í óða önn að taka ljósmyndir af óeirðunum sem voru fyrir fram franska þinghúsið þegar atvikið gerðist. Þegar lögreglan reyndi að brjóta mótmælin á bak aftur fékk ljósmyndarinn handsprengju í fótinn, sagði einn af sjónvarvottum í samtali við fréttastofu AFP. Ljósmyndarinn hafi þá samstundis tekið þá ákvörðun að ná handsprengjunni og kasta henni í burtu til að forða sjálfum sér og fólki í kringum hann frá sprengingu en hún sprakk í höndunum á honum um leið og hann tók hana upp. „Við tókum hann afsíðis og kölluðum eftir lækni. Þetta var ekki fögur sjón; hann æpti upp yfir sig af sársauka, hann hafði enga fingur og í raun var ekki mikið fyrir neðan úlnlið hans.“Eldur borinn að heimili þingforsetans Þúsundir fylktu liði í Frakklandi í dag til að mótmæla efnahagsstefnu yfirvalda en þetta er þrettánda helgin í röð sem mótmælendur þramma um götur Frakklands klæddir gulum öryggisvestum til að knýja á um breytingar. Auk sprengingarinnar var borinn eldur að heimili Richards Ferrands forseta franska þjóðþingsins. Hann birti ljósmynd af stofunni sinni á Twitter sem voru brunarústir einar eftir íkveikjuna. „Það er ekkert sem réttlætir ógnanir og ofbeldi í garð þjóðkjörins fulltrúa lýðveldisisins,“ segir Ferrand."Rien ne justifie les intimidations, rien ne justifie les violences et les dégradations."https://t.co/xGaQYvxXPa pic.twitter.com/oGA4DlifRD— Richard Ferrand (@RichardFerrand) February 8, 2019 Frakkland Tengdar fréttir Macron ávarpar þjóðina: Lofar að hækka lágmarkslaun og gera breytingar á skattkerfinu Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann hætta við ætlaða skattahækkun á eftirlaunaþega. 10. desember 2018 19:50 „Gulu vestin“ hyggjast bjóða fram til Evrópuþingsins Hreyfingin hefur tilkynnt um tíu frambjóðendur og að vonir standi til að 79 verði á framboðslistanum þegar upp er staðið. 24. janúar 2019 23:54 Gulstakkar mættu í sendiráð Íslands í París Óskuðu eftir áliti íslenskra stjórnvalda á aðgerðum þeirra. 30. janúar 2019 11:35 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Ljósmyndari sem myndaði laugardagsmótmælin í París sem kennd eru við gul öryggisvesti tók upp handsprengju til að forða því að hún myndi springa inn í mannmergðinni en við það sprakk hún í höndunum á honum með þeim afleiðingum að hann missti aðra höndina. Þetta kemur fram í frönskum fjölmiðlum. Ljósmyndarinn var í óða önn að taka ljósmyndir af óeirðunum sem voru fyrir fram franska þinghúsið þegar atvikið gerðist. Þegar lögreglan reyndi að brjóta mótmælin á bak aftur fékk ljósmyndarinn handsprengju í fótinn, sagði einn af sjónvarvottum í samtali við fréttastofu AFP. Ljósmyndarinn hafi þá samstundis tekið þá ákvörðun að ná handsprengjunni og kasta henni í burtu til að forða sjálfum sér og fólki í kringum hann frá sprengingu en hún sprakk í höndunum á honum um leið og hann tók hana upp. „Við tókum hann afsíðis og kölluðum eftir lækni. Þetta var ekki fögur sjón; hann æpti upp yfir sig af sársauka, hann hafði enga fingur og í raun var ekki mikið fyrir neðan úlnlið hans.“Eldur borinn að heimili þingforsetans Þúsundir fylktu liði í Frakklandi í dag til að mótmæla efnahagsstefnu yfirvalda en þetta er þrettánda helgin í röð sem mótmælendur þramma um götur Frakklands klæddir gulum öryggisvestum til að knýja á um breytingar. Auk sprengingarinnar var borinn eldur að heimili Richards Ferrands forseta franska þjóðþingsins. Hann birti ljósmynd af stofunni sinni á Twitter sem voru brunarústir einar eftir íkveikjuna. „Það er ekkert sem réttlætir ógnanir og ofbeldi í garð þjóðkjörins fulltrúa lýðveldisisins,“ segir Ferrand."Rien ne justifie les intimidations, rien ne justifie les violences et les dégradations."https://t.co/xGaQYvxXPa pic.twitter.com/oGA4DlifRD— Richard Ferrand (@RichardFerrand) February 8, 2019
Frakkland Tengdar fréttir Macron ávarpar þjóðina: Lofar að hækka lágmarkslaun og gera breytingar á skattkerfinu Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann hætta við ætlaða skattahækkun á eftirlaunaþega. 10. desember 2018 19:50 „Gulu vestin“ hyggjast bjóða fram til Evrópuþingsins Hreyfingin hefur tilkynnt um tíu frambjóðendur og að vonir standi til að 79 verði á framboðslistanum þegar upp er staðið. 24. janúar 2019 23:54 Gulstakkar mættu í sendiráð Íslands í París Óskuðu eftir áliti íslenskra stjórnvalda á aðgerðum þeirra. 30. janúar 2019 11:35 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Macron ávarpar þjóðina: Lofar að hækka lágmarkslaun og gera breytingar á skattkerfinu Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann hætta við ætlaða skattahækkun á eftirlaunaþega. 10. desember 2018 19:50
„Gulu vestin“ hyggjast bjóða fram til Evrópuþingsins Hreyfingin hefur tilkynnt um tíu frambjóðendur og að vonir standi til að 79 verði á framboðslistanum þegar upp er staðið. 24. janúar 2019 23:54
Gulstakkar mættu í sendiráð Íslands í París Óskuðu eftir áliti íslenskra stjórnvalda á aðgerðum þeirra. 30. janúar 2019 11:35