Erlendir ferðamenn munu greiða fjörutíu prósent af vegatollum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. febrúar 2019 20:00 Erlendir ferðamenn munu greiða fjörutíu prósent af þeim vegatollum, sem settir verða á í landinu til að flýta mikilvægum samgöngubótum. Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar vill að allir bifreiðareigendur greiði vegatoll þar sem rukkaðir yrðu þrjár til fjórar krónur á hvern ekinn kílómetra. Þingmennirnir Jón Gunnarsson og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokksins, Oddný G. Harðardóttir frá Samfylkingunni og Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar mættu á opinn fund hjá Rafhjólaklúbbnum Skjaldbökum í Hveragerði í vikunni þar sem rætt var um vegatolla og framkvæmd þeirra sem er landsátak. Sérstaklega er treyst á ferðamenn í átakinu sem fara um vegi landsins. „Við höfum áætlað í okkar útreikningum að þetta geti orðið að minnsta kosti fjörutíu prósent sem greitt verði af þessum fjárfestingum, sem er í þessu verkefni eins og við höfum lagt það upp, sextíu til sextíu og fimm milljarðar, að það geti allt að fjörutíu prósent af því verið greitt af erlendum ferðamönnum“, segir Jón. Jón segir að með vegatollum yrði hægt að fara í hlutina einn, tveir og þrír,t.d. að byggja nýja brú yfir Ölfusá sem er í dag á fimm til tíu ára tímabili í samgönguáætlun. „Okkar hugmyndir ganga út á það að fara bara í hana strax“. Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar.HveragerðisbærEkki hefur verið ákveðið hvernig vegatollarnir verði innheimtir en forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar segir að eina sanngjarnaleiðin sé að rukka kílómetra gjald á alla bíla sem fara um vegi landsins, stóra sem smáa. „Þetta er sanngjarnasta leiðin vegna þess að þarna leggst þetta jafnt á alla miðað við hvað þeir keyra", segir Eyþór. Fram kom á fundinum að stofnað yrði sérstakt félag um vegatollana líkt og var gert með Spöl og Hvalfjarðargöngin. Ferðamennska á Íslandi Hveragerði Samgöngur Vegtollar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira
Erlendir ferðamenn munu greiða fjörutíu prósent af þeim vegatollum, sem settir verða á í landinu til að flýta mikilvægum samgöngubótum. Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar vill að allir bifreiðareigendur greiði vegatoll þar sem rukkaðir yrðu þrjár til fjórar krónur á hvern ekinn kílómetra. Þingmennirnir Jón Gunnarsson og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokksins, Oddný G. Harðardóttir frá Samfylkingunni og Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar mættu á opinn fund hjá Rafhjólaklúbbnum Skjaldbökum í Hveragerði í vikunni þar sem rætt var um vegatolla og framkvæmd þeirra sem er landsátak. Sérstaklega er treyst á ferðamenn í átakinu sem fara um vegi landsins. „Við höfum áætlað í okkar útreikningum að þetta geti orðið að minnsta kosti fjörutíu prósent sem greitt verði af þessum fjárfestingum, sem er í þessu verkefni eins og við höfum lagt það upp, sextíu til sextíu og fimm milljarðar, að það geti allt að fjörutíu prósent af því verið greitt af erlendum ferðamönnum“, segir Jón. Jón segir að með vegatollum yrði hægt að fara í hlutina einn, tveir og þrír,t.d. að byggja nýja brú yfir Ölfusá sem er í dag á fimm til tíu ára tímabili í samgönguáætlun. „Okkar hugmyndir ganga út á það að fara bara í hana strax“. Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar.HveragerðisbærEkki hefur verið ákveðið hvernig vegatollarnir verði innheimtir en forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar segir að eina sanngjarnaleiðin sé að rukka kílómetra gjald á alla bíla sem fara um vegi landsins, stóra sem smáa. „Þetta er sanngjarnasta leiðin vegna þess að þarna leggst þetta jafnt á alla miðað við hvað þeir keyra", segir Eyþór. Fram kom á fundinum að stofnað yrði sérstakt félag um vegatollana líkt og var gert með Spöl og Hvalfjarðargöngin.
Ferðamennska á Íslandi Hveragerði Samgöngur Vegtollar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira