Guðni: Ég er ánægður og stoltur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2019 16:44 Guðni þakkar fyrir sig eftir kjörið í dag. Vísir/Daníel Guðni Bergsson fékk yfirburðakosningu til formanns KSÍ í dag. Hann var stoltur af stuðningnum sem hann fékk. „Ég er ánægður og stoltur. Ég hlakka til komandi tveggja ára í starfi,“ sagði Guðni ánægður með niðurstöðuna. Hann neitar því ekki að hann hafi fengið mjög sterk skilaboð í dag og sterka staðfestingu á hans störfum fyrir KSÍ. „Bæði fyrir mín störf og störf okkar allra innan KSÍ. Þetta er bara samvinna. Við erum heild og ég held að starfið okkar hafi verið markvisst og gott undanfarin tvö ár,“ sagði Guðni. „En á sama tíma vil ég horfa fram veginn, hvernig við getum gert enn betur fyrir okkar aðildarfélög.“ Hann segir að það muni margt bíða nýrrar stjórnar KSÍ og hans sjálfs. „Það er ýmislegt sem er fram undan, til dæmis frumvarp um endurgreiðslur vegna íþróttamannvirkja, jöfnun ferðakostnaðar, sjálfboðaliðastarfið sem á undir högg að sækja. Það þarf að passa upp á þátttöku kvenna. “ „En ekki síst hvernig við getum saman bætt rekstrarumhverfi aðildarfélaganna okkar og í raun og veru bætt fótboltann almennt í landinu. Þetta er langur listi verkefna sem bíður okkar.“ Mikið hefur verið rætt um hugmyndir Guðna um að ráða yfirmann knattspyrnumála, sem komu fyrst fram í framboði hans fyrir tveimur árum. „Við förum núna yfir það mál með stjórninni á næstunni og tökum jákvæð skref í því sambandi. Eins og ég hef sagt áður, ég held að það verði framfaraspor fyrir okkur og ég er mjög spenntur fyrir því verkefni.“ Að síðustu spurði ég Guðna út í ummæli Jóns Rúnars Halldórssonar um frægt viðtal íþróttadeildar við forseta UEFA, sem Jón Rúnar gagnrýndi mjög. „Hann verður að svara fyrir. Eitt er að taka þessa röksemd og fara með hana. En það er spurning um hvar eða hvernig þú ferð með hana. Ég er ekki að hugsa út í það.“ KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni kjörinn með yfirburðum Guðni Bergsson verður áfram formaður KSÍ. Hann hafði betur gegn Geir Þorsteinssyni. 9. febrúar 2019 15:58 Í beinni: Ársþing KSÍ Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins. 9. febrúar 2019 17:00 Jón Rúnar gagnrýnir stjórn KSÍ: Heigulsháttur að mótmæla ekki afskiptum Ceferin Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, var ekki sáttur með stjórn KSÍ. 9. febrúar 2019 15:15 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
Guðni Bergsson fékk yfirburðakosningu til formanns KSÍ í dag. Hann var stoltur af stuðningnum sem hann fékk. „Ég er ánægður og stoltur. Ég hlakka til komandi tveggja ára í starfi,“ sagði Guðni ánægður með niðurstöðuna. Hann neitar því ekki að hann hafi fengið mjög sterk skilaboð í dag og sterka staðfestingu á hans störfum fyrir KSÍ. „Bæði fyrir mín störf og störf okkar allra innan KSÍ. Þetta er bara samvinna. Við erum heild og ég held að starfið okkar hafi verið markvisst og gott undanfarin tvö ár,“ sagði Guðni. „En á sama tíma vil ég horfa fram veginn, hvernig við getum gert enn betur fyrir okkar aðildarfélög.“ Hann segir að það muni margt bíða nýrrar stjórnar KSÍ og hans sjálfs. „Það er ýmislegt sem er fram undan, til dæmis frumvarp um endurgreiðslur vegna íþróttamannvirkja, jöfnun ferðakostnaðar, sjálfboðaliðastarfið sem á undir högg að sækja. Það þarf að passa upp á þátttöku kvenna. “ „En ekki síst hvernig við getum saman bætt rekstrarumhverfi aðildarfélaganna okkar og í raun og veru bætt fótboltann almennt í landinu. Þetta er langur listi verkefna sem bíður okkar.“ Mikið hefur verið rætt um hugmyndir Guðna um að ráða yfirmann knattspyrnumála, sem komu fyrst fram í framboði hans fyrir tveimur árum. „Við förum núna yfir það mál með stjórninni á næstunni og tökum jákvæð skref í því sambandi. Eins og ég hef sagt áður, ég held að það verði framfaraspor fyrir okkur og ég er mjög spenntur fyrir því verkefni.“ Að síðustu spurði ég Guðna út í ummæli Jóns Rúnars Halldórssonar um frægt viðtal íþróttadeildar við forseta UEFA, sem Jón Rúnar gagnrýndi mjög. „Hann verður að svara fyrir. Eitt er að taka þessa röksemd og fara með hana. En það er spurning um hvar eða hvernig þú ferð með hana. Ég er ekki að hugsa út í það.“
KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni kjörinn með yfirburðum Guðni Bergsson verður áfram formaður KSÍ. Hann hafði betur gegn Geir Þorsteinssyni. 9. febrúar 2019 15:58 Í beinni: Ársþing KSÍ Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins. 9. febrúar 2019 17:00 Jón Rúnar gagnrýnir stjórn KSÍ: Heigulsháttur að mótmæla ekki afskiptum Ceferin Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, var ekki sáttur með stjórn KSÍ. 9. febrúar 2019 15:15 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
Guðni kjörinn með yfirburðum Guðni Bergsson verður áfram formaður KSÍ. Hann hafði betur gegn Geir Þorsteinssyni. 9. febrúar 2019 15:58
Í beinni: Ársþing KSÍ Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins. 9. febrúar 2019 17:00
Jón Rúnar gagnrýnir stjórn KSÍ: Heigulsháttur að mótmæla ekki afskiptum Ceferin Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, var ekki sáttur með stjórn KSÍ. 9. febrúar 2019 15:15