Guðni: Ég er ánægður og stoltur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2019 16:44 Guðni þakkar fyrir sig eftir kjörið í dag. Vísir/Daníel Guðni Bergsson fékk yfirburðakosningu til formanns KSÍ í dag. Hann var stoltur af stuðningnum sem hann fékk. „Ég er ánægður og stoltur. Ég hlakka til komandi tveggja ára í starfi,“ sagði Guðni ánægður með niðurstöðuna. Hann neitar því ekki að hann hafi fengið mjög sterk skilaboð í dag og sterka staðfestingu á hans störfum fyrir KSÍ. „Bæði fyrir mín störf og störf okkar allra innan KSÍ. Þetta er bara samvinna. Við erum heild og ég held að starfið okkar hafi verið markvisst og gott undanfarin tvö ár,“ sagði Guðni. „En á sama tíma vil ég horfa fram veginn, hvernig við getum gert enn betur fyrir okkar aðildarfélög.“ Hann segir að það muni margt bíða nýrrar stjórnar KSÍ og hans sjálfs. „Það er ýmislegt sem er fram undan, til dæmis frumvarp um endurgreiðslur vegna íþróttamannvirkja, jöfnun ferðakostnaðar, sjálfboðaliðastarfið sem á undir högg að sækja. Það þarf að passa upp á þátttöku kvenna. “ „En ekki síst hvernig við getum saman bætt rekstrarumhverfi aðildarfélaganna okkar og í raun og veru bætt fótboltann almennt í landinu. Þetta er langur listi verkefna sem bíður okkar.“ Mikið hefur verið rætt um hugmyndir Guðna um að ráða yfirmann knattspyrnumála, sem komu fyrst fram í framboði hans fyrir tveimur árum. „Við förum núna yfir það mál með stjórninni á næstunni og tökum jákvæð skref í því sambandi. Eins og ég hef sagt áður, ég held að það verði framfaraspor fyrir okkur og ég er mjög spenntur fyrir því verkefni.“ Að síðustu spurði ég Guðna út í ummæli Jóns Rúnars Halldórssonar um frægt viðtal íþróttadeildar við forseta UEFA, sem Jón Rúnar gagnrýndi mjög. „Hann verður að svara fyrir. Eitt er að taka þessa röksemd og fara með hana. En það er spurning um hvar eða hvernig þú ferð með hana. Ég er ekki að hugsa út í það.“ KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni kjörinn með yfirburðum Guðni Bergsson verður áfram formaður KSÍ. Hann hafði betur gegn Geir Þorsteinssyni. 9. febrúar 2019 15:58 Í beinni: Ársþing KSÍ Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins. 9. febrúar 2019 17:00 Jón Rúnar gagnrýnir stjórn KSÍ: Heigulsháttur að mótmæla ekki afskiptum Ceferin Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, var ekki sáttur með stjórn KSÍ. 9. febrúar 2019 15:15 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Guðni Bergsson fékk yfirburðakosningu til formanns KSÍ í dag. Hann var stoltur af stuðningnum sem hann fékk. „Ég er ánægður og stoltur. Ég hlakka til komandi tveggja ára í starfi,“ sagði Guðni ánægður með niðurstöðuna. Hann neitar því ekki að hann hafi fengið mjög sterk skilaboð í dag og sterka staðfestingu á hans störfum fyrir KSÍ. „Bæði fyrir mín störf og störf okkar allra innan KSÍ. Þetta er bara samvinna. Við erum heild og ég held að starfið okkar hafi verið markvisst og gott undanfarin tvö ár,“ sagði Guðni. „En á sama tíma vil ég horfa fram veginn, hvernig við getum gert enn betur fyrir okkar aðildarfélög.“ Hann segir að það muni margt bíða nýrrar stjórnar KSÍ og hans sjálfs. „Það er ýmislegt sem er fram undan, til dæmis frumvarp um endurgreiðslur vegna íþróttamannvirkja, jöfnun ferðakostnaðar, sjálfboðaliðastarfið sem á undir högg að sækja. Það þarf að passa upp á þátttöku kvenna. “ „En ekki síst hvernig við getum saman bætt rekstrarumhverfi aðildarfélaganna okkar og í raun og veru bætt fótboltann almennt í landinu. Þetta er langur listi verkefna sem bíður okkar.“ Mikið hefur verið rætt um hugmyndir Guðna um að ráða yfirmann knattspyrnumála, sem komu fyrst fram í framboði hans fyrir tveimur árum. „Við förum núna yfir það mál með stjórninni á næstunni og tökum jákvæð skref í því sambandi. Eins og ég hef sagt áður, ég held að það verði framfaraspor fyrir okkur og ég er mjög spenntur fyrir því verkefni.“ Að síðustu spurði ég Guðna út í ummæli Jóns Rúnars Halldórssonar um frægt viðtal íþróttadeildar við forseta UEFA, sem Jón Rúnar gagnrýndi mjög. „Hann verður að svara fyrir. Eitt er að taka þessa röksemd og fara með hana. En það er spurning um hvar eða hvernig þú ferð með hana. Ég er ekki að hugsa út í það.“
KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni kjörinn með yfirburðum Guðni Bergsson verður áfram formaður KSÍ. Hann hafði betur gegn Geir Þorsteinssyni. 9. febrúar 2019 15:58 Í beinni: Ársþing KSÍ Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins. 9. febrúar 2019 17:00 Jón Rúnar gagnrýnir stjórn KSÍ: Heigulsháttur að mótmæla ekki afskiptum Ceferin Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, var ekki sáttur með stjórn KSÍ. 9. febrúar 2019 15:15 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Guðni kjörinn með yfirburðum Guðni Bergsson verður áfram formaður KSÍ. Hann hafði betur gegn Geir Þorsteinssyni. 9. febrúar 2019 15:58
Í beinni: Ársþing KSÍ Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins. 9. febrúar 2019 17:00
Jón Rúnar gagnrýnir stjórn KSÍ: Heigulsháttur að mótmæla ekki afskiptum Ceferin Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, var ekki sáttur með stjórn KSÍ. 9. febrúar 2019 15:15