Óvenjulegt framboð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. febrúar 2019 07:00 Ubolratana prinsessa er óvænt á leiðinni í framboð fyrir flokk Shinawatra-fjölskyldunnar. Nordicphotos/AFP Ubolratana, taílensk prinsessa og systir konungs, verður forsætisráðherraefni Þjóðbjörgunarflokks Taílands í þingkosningum sem fara fram þar í landi þann 24. mars næstkomandi. Þetta kom fram á skráningarpappírum flokksins sem fjölmiðlar víða um heim fjölluðu um í gær. Ákvörðun Ubolratana er fordæmalaus enda er rík hefð fyrir því að taílenska konungsfjölskyldan skipti sér hvorki af kosningum né þinginu. „Ég vil þakka ykkur fyrir allan kærleikann og öll hvatningarorðin. Ég vil koma því á framfæri að ég hef afsalað mér tign minni og lifi því sem almennur borgari. Ég hef gefið Þjóðbjörgunarflokki Taílands heimild til þess að gera mig að forsætisráðherraefni flokksins,“ sagði prinsessan í færslu á Instagram. Ubolratana afsalaði sér tign sinni þegar hún giftist Bandaríkjamanni er hún var við nám í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum. En þegar hún skildi við eiginmanninn árið 1998 sneri hún aftur til Taílands og tók aftur þátt í störfum og lífi konungsfjölskyldunnar. Ekki er ljóst hvort afar ströng löggjöf um meiðyrði gegn konungsfjölskyldunni nái yfir Ubolratana. Fréttablaðið fjallaði ítarlega um komandi kosningar í desember en stjórnarandstaðan hafði þá lýst áhyggjum af því að kosningunum, þeim fyrstu frá valdaráni taílenska hersins, yrði hagrætt. Kjörseðlar hafa verið gerðir flóknari og kjördæmamörkum breytt. Samkvæmt andstöðunni var það gert til þess að frambjóðendur herforingjastjórnarinnar fengju fleiri atkvæði.Sjá einnig: Konungur fordæmir stjórnmálaáform systur sinnar Jafnvel þótt herforingjastjórnin tryggi sér ekki áframhaldandi meirihluta á þingi mun hún áfram hafa völd á hinu pólitíska sviði. Samkvæmt AFP var það tryggt með nýrri stjórnarskrá sem herforingjastjórnin kom í gegn. Prayut Chan-O-Cha, leiðtogi herforingjastjórnarinnar, leiðir flokkinn Phalang Pracharat. Flokkurinn var stofnaður í mars á síðasta ári, í raun utan um verðandi frambjóðendur herforingjastjórnarinnar. Prayut tilkynnti þó ekki formlega um að hann yrði forsætisráðherraefni flokksins fyrr en í gær, stuttu eftir að ljóst var að Ubolratana væri á leið í framboð. „Ég samþykki boð Phalang Pracharat um að ég verði forsætisráðherraefni flokksins. Ég vil einnig taka fram að ég er ekki að því einvörðungu til þess að halda völdum. Þetta var ekki auðveld ákvörðun enda stendur Taíland á mikilvægum tímamótum,“ sagði leiðtoginn. Tíðindi gærdagsins eru merkingarþrungin og hafa mörg lög, líkt og laukur. Fyrst ber að nefna að herinn framdi valdarán sitt árið 2014 til þess að koma ríkisstjórn Yingluck Shinawatra og Flokksins fyrir Taílendinga frá völdum. Sá flokkur er undir stjórn Shinawatra-fjölskyldunnar en það er Þjóðbjörgunarflokkurinn einnig. Sá flokkur hefur jafnvel verið uppnefndur „varaflokkur“ Flokksins fyrir Taílendinga. Ef Ubolratana nær kjöri er Shinawatra-fjölskyldan því aftur komin í valdastöðu. Einnig ber að nefna þá staðreynd að taílenska herforingjastjórnin hefur málað þá mynd af sér að hún sé til þess gerð að standa vörð um konungsfjölskylduna. Nú er hún komin í beina andstöðu við prinsessu, systur konungs. Síðast en ekki síst þarf að taka fram að Shinawatra-fjölskyldan hefur alltaf gert út á popúlisma, andstöðu við „elítuna“ og þar með konungsfjölskylduna. Stuðningsmenn fjölskyldunnar hafa ítrekað lent í átökum við konungssinna á götum úti. Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Taíland Tengdar fréttir Prinsessa vill verða forsætisráðherra Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. 8. febrúar 2019 09:05 Konungur fordæmir stjórnmálaáform systur sinnar Vajiralongkorn Taílandskonungur hefur fordæmt það sem hann kallar "óviðeigandi“ áform systur sinnar um að sækjast eftir forsætisráðherraembætti í landinu. 8. febrúar 2019 16:14 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Fleiri fréttir Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Sjá meira
Ubolratana, taílensk prinsessa og systir konungs, verður forsætisráðherraefni Þjóðbjörgunarflokks Taílands í þingkosningum sem fara fram þar í landi þann 24. mars næstkomandi. Þetta kom fram á skráningarpappírum flokksins sem fjölmiðlar víða um heim fjölluðu um í gær. Ákvörðun Ubolratana er fordæmalaus enda er rík hefð fyrir því að taílenska konungsfjölskyldan skipti sér hvorki af kosningum né þinginu. „Ég vil þakka ykkur fyrir allan kærleikann og öll hvatningarorðin. Ég vil koma því á framfæri að ég hef afsalað mér tign minni og lifi því sem almennur borgari. Ég hef gefið Þjóðbjörgunarflokki Taílands heimild til þess að gera mig að forsætisráðherraefni flokksins,“ sagði prinsessan í færslu á Instagram. Ubolratana afsalaði sér tign sinni þegar hún giftist Bandaríkjamanni er hún var við nám í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum. En þegar hún skildi við eiginmanninn árið 1998 sneri hún aftur til Taílands og tók aftur þátt í störfum og lífi konungsfjölskyldunnar. Ekki er ljóst hvort afar ströng löggjöf um meiðyrði gegn konungsfjölskyldunni nái yfir Ubolratana. Fréttablaðið fjallaði ítarlega um komandi kosningar í desember en stjórnarandstaðan hafði þá lýst áhyggjum af því að kosningunum, þeim fyrstu frá valdaráni taílenska hersins, yrði hagrætt. Kjörseðlar hafa verið gerðir flóknari og kjördæmamörkum breytt. Samkvæmt andstöðunni var það gert til þess að frambjóðendur herforingjastjórnarinnar fengju fleiri atkvæði.Sjá einnig: Konungur fordæmir stjórnmálaáform systur sinnar Jafnvel þótt herforingjastjórnin tryggi sér ekki áframhaldandi meirihluta á þingi mun hún áfram hafa völd á hinu pólitíska sviði. Samkvæmt AFP var það tryggt með nýrri stjórnarskrá sem herforingjastjórnin kom í gegn. Prayut Chan-O-Cha, leiðtogi herforingjastjórnarinnar, leiðir flokkinn Phalang Pracharat. Flokkurinn var stofnaður í mars á síðasta ári, í raun utan um verðandi frambjóðendur herforingjastjórnarinnar. Prayut tilkynnti þó ekki formlega um að hann yrði forsætisráðherraefni flokksins fyrr en í gær, stuttu eftir að ljóst var að Ubolratana væri á leið í framboð. „Ég samþykki boð Phalang Pracharat um að ég verði forsætisráðherraefni flokksins. Ég vil einnig taka fram að ég er ekki að því einvörðungu til þess að halda völdum. Þetta var ekki auðveld ákvörðun enda stendur Taíland á mikilvægum tímamótum,“ sagði leiðtoginn. Tíðindi gærdagsins eru merkingarþrungin og hafa mörg lög, líkt og laukur. Fyrst ber að nefna að herinn framdi valdarán sitt árið 2014 til þess að koma ríkisstjórn Yingluck Shinawatra og Flokksins fyrir Taílendinga frá völdum. Sá flokkur er undir stjórn Shinawatra-fjölskyldunnar en það er Þjóðbjörgunarflokkurinn einnig. Sá flokkur hefur jafnvel verið uppnefndur „varaflokkur“ Flokksins fyrir Taílendinga. Ef Ubolratana nær kjöri er Shinawatra-fjölskyldan því aftur komin í valdastöðu. Einnig ber að nefna þá staðreynd að taílenska herforingjastjórnin hefur málað þá mynd af sér að hún sé til þess gerð að standa vörð um konungsfjölskylduna. Nú er hún komin í beina andstöðu við prinsessu, systur konungs. Síðast en ekki síst þarf að taka fram að Shinawatra-fjölskyldan hefur alltaf gert út á popúlisma, andstöðu við „elítuna“ og þar með konungsfjölskylduna. Stuðningsmenn fjölskyldunnar hafa ítrekað lent í átökum við konungssinna á götum úti.
Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Taíland Tengdar fréttir Prinsessa vill verða forsætisráðherra Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. 8. febrúar 2019 09:05 Konungur fordæmir stjórnmálaáform systur sinnar Vajiralongkorn Taílandskonungur hefur fordæmt það sem hann kallar "óviðeigandi“ áform systur sinnar um að sækjast eftir forsætisráðherraembætti í landinu. 8. febrúar 2019 16:14 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Fleiri fréttir Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Sjá meira
Prinsessa vill verða forsætisráðherra Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. 8. febrúar 2019 09:05
Konungur fordæmir stjórnmálaáform systur sinnar Vajiralongkorn Taílandskonungur hefur fordæmt það sem hann kallar "óviðeigandi“ áform systur sinnar um að sækjast eftir forsætisráðherraembætti í landinu. 8. febrúar 2019 16:14