Fengu ekki vinnu en urðu hamingjusamari á borgaralaunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2019 00:01 Verkefnið gekk út á það að 2000 atvinnulausir Finnar fengu borgaralaun, eða það sem líka hefur verið óskilyrt framfærsla, og nam upphæðin 560 evrum á mánuði. Markmiðið var að kanna hvort að örugg framfærsla gæti hjálpað fólki í atvinnuleit. vísir/epa Atvinnulausir Finnar sem tóku þátt í tilraunaverkefni með borgaralaun urðu hamingjusamari á laununum en fengu ekki endilega vinnu. Þetta sýna fyrstu niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar á verkefninu en það hófst í janúar 2017 og lauk í desember síðastliðnum. Verkefnið gekk út á það að 2000 atvinnulausir Finnar fengu borgaralaun, eða það sem líka hefur verið óskilyrt framfærsla, og nam upphæðin 560 evrum á mánuði. Markmiðið var að kanna hvort að örugg framfærsla gæti hjálpað fólki í atvinnuleit. Fyrstu niðurstöður rannsóknar á áhrifum borgaralauna sýna að fólk sem fékk framfærsluna var ekki líklegra til þess að finna sér vinnu heldur en þeir sem fengu enga framfærslu. Þeir sem voru á borgaralaunum voru hins vegar hamingjusamari og ekki eins stressaðir. Að því er fram kemur í frétt BBC um málið eru rannsakendur nú að kanna hvers vegna þetta er niðurstaðan en áætlað er að rannsókninni ljúki á næsta ári. BBC ræddi við einn af þeim sem fengu borgaralaun, fyrrverandi ritstjóra sem heitir Tuomas. „Ég er enn án vinnu. Ég get ekki sagt að borgaralaunin hafi breytt miklu í lífi mínu. Andlega, jú, en ekki fjárhagslega,“ segir Tuomas. Miska Simanainen er einn af vísindamönnum sem stendur að rannsókninni á áhrifum borgaralauna. Hann segist ekki vilja líta svo á að verkefninu hafi mistekist vegna þess að fólk fékk ekkert endilega vinnu. „Þetta er hvorki eitthvað sem misheppnaðist eða tókst vel. Þetta eru staðreyndirnar og þær veita okkur nýjar upplýsingar sem við höfðum ekki áður en ráðist var í þetta verkefni,“ segir Simanainen. Félagsmál Finnland Tengdar fréttir Vill kanna áhrif borgaralauna á íslenskt samfélag Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun. 21. apríl 2018 16:00 Segir „krónu á móti krónu“-kerfið algjörlega gjaldþrota Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að núverandi kerfi sé algjörlega gjaldþrota hvað varðar örorkulífeyri, þá gagnrýnir hann einnig heilbrigðiskerfið vegna fordóma gagnvart geðrænum kvillum. Þorsteinn og Inga Sæland voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. 10. febrúar 2018 15:30 Forsætisráðherra vill setja borgaralaun í framtíðarnefnd Forsætisráðherra segir mögulegt að skoða hugmyndir um borgaralaun á vettvangi framtíðarnefndar en fyrri skoðun hafi leitt í ljós að þetta væri dýr leið sem ekki lægi fyrir hvernig ætti að fjármagna. 9. maí 2018 20:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Atvinnulausir Finnar sem tóku þátt í tilraunaverkefni með borgaralaun urðu hamingjusamari á laununum en fengu ekki endilega vinnu. Þetta sýna fyrstu niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar á verkefninu en það hófst í janúar 2017 og lauk í desember síðastliðnum. Verkefnið gekk út á það að 2000 atvinnulausir Finnar fengu borgaralaun, eða það sem líka hefur verið óskilyrt framfærsla, og nam upphæðin 560 evrum á mánuði. Markmiðið var að kanna hvort að örugg framfærsla gæti hjálpað fólki í atvinnuleit. Fyrstu niðurstöður rannsóknar á áhrifum borgaralauna sýna að fólk sem fékk framfærsluna var ekki líklegra til þess að finna sér vinnu heldur en þeir sem fengu enga framfærslu. Þeir sem voru á borgaralaunum voru hins vegar hamingjusamari og ekki eins stressaðir. Að því er fram kemur í frétt BBC um málið eru rannsakendur nú að kanna hvers vegna þetta er niðurstaðan en áætlað er að rannsókninni ljúki á næsta ári. BBC ræddi við einn af þeim sem fengu borgaralaun, fyrrverandi ritstjóra sem heitir Tuomas. „Ég er enn án vinnu. Ég get ekki sagt að borgaralaunin hafi breytt miklu í lífi mínu. Andlega, jú, en ekki fjárhagslega,“ segir Tuomas. Miska Simanainen er einn af vísindamönnum sem stendur að rannsókninni á áhrifum borgaralauna. Hann segist ekki vilja líta svo á að verkefninu hafi mistekist vegna þess að fólk fékk ekkert endilega vinnu. „Þetta er hvorki eitthvað sem misheppnaðist eða tókst vel. Þetta eru staðreyndirnar og þær veita okkur nýjar upplýsingar sem við höfðum ekki áður en ráðist var í þetta verkefni,“ segir Simanainen.
Félagsmál Finnland Tengdar fréttir Vill kanna áhrif borgaralauna á íslenskt samfélag Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun. 21. apríl 2018 16:00 Segir „krónu á móti krónu“-kerfið algjörlega gjaldþrota Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að núverandi kerfi sé algjörlega gjaldþrota hvað varðar örorkulífeyri, þá gagnrýnir hann einnig heilbrigðiskerfið vegna fordóma gagnvart geðrænum kvillum. Þorsteinn og Inga Sæland voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. 10. febrúar 2018 15:30 Forsætisráðherra vill setja borgaralaun í framtíðarnefnd Forsætisráðherra segir mögulegt að skoða hugmyndir um borgaralaun á vettvangi framtíðarnefndar en fyrri skoðun hafi leitt í ljós að þetta væri dýr leið sem ekki lægi fyrir hvernig ætti að fjármagna. 9. maí 2018 20:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Vill kanna áhrif borgaralauna á íslenskt samfélag Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun. 21. apríl 2018 16:00
Segir „krónu á móti krónu“-kerfið algjörlega gjaldþrota Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að núverandi kerfi sé algjörlega gjaldþrota hvað varðar örorkulífeyri, þá gagnrýnir hann einnig heilbrigðiskerfið vegna fordóma gagnvart geðrænum kvillum. Þorsteinn og Inga Sæland voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. 10. febrúar 2018 15:30
Forsætisráðherra vill setja borgaralaun í framtíðarnefnd Forsætisráðherra segir mögulegt að skoða hugmyndir um borgaralaun á vettvangi framtíðarnefndar en fyrri skoðun hafi leitt í ljós að þetta væri dýr leið sem ekki lægi fyrir hvernig ætti að fjármagna. 9. maí 2018 20:30