Hélt að hann yrði næsti Pablo Escobar Andri Eysteinsson skrifar 8. febrúar 2019 21:46 Veröld fíkniefnasala er ólík veröld venjulegs fólks. Miklir fjármunir geta komið inn á stuttum tíma og hægt er að lifa hátt. Fallið getur þó verið hátt. Í öðrum þætti Burðardýra sem sýndur var í vikunni var rætt við ungan mann sem hafði bæði upplifað það að finnast hann vera óstöðvandi rokkstjarna og hafði komið sér í andlegt þrot. Neysla mannsins, sem kom ekki fram undir nafni, hófst með fikti á unglingsárum. Fljótlega fór hann að rækta og selja kannabis og sér fram á að geta lifað á eiturlyfjasölu það sem eftir er. Maðurinn viðurkennir að neysla hans hafi versnað hratt á unglingsárunum og fór hann að nota Kókaín. Eftir að hafa komist í kynni við kókaínið komst það eitt að í huga hans. Að flytja inn og selja kókaín á Íslandi. Eftir að hafa skapað sér nafn komst hann yfir lyklavöldin að stórfelldu smygli með stórum fíkniefnalager. „Ég tók þessu bara fagnandi og keyrði bara fullt stím með þetta. Þetta stökkbreytti öllu.“Miklar fjárhæðir komu við sögu í lífi mannsins.Sá fram á að verða eins og Escobar „Þetta gerist rosalega fjótt, þetta eru rosalegar upphæðir sem eru að koma inn á rosalega stuttum tíma. Ég er að grafa fíkniefni í eina holu og fulla tunnu af peningum í hina. Þetta steig mér rosalega til höfuðs. Sjálfsblekkingin var orðin svo mikil að ég hélt ég yrði bara næsti Pablo Escobar“ Svo varð hins vegar ekki raunin, árið 2016 var mikill fjöldi sendinga varð haldlagður af Tollstjóra. „Það er alltaf að fara skila sér til mín sending sem kemur aldrei, svo fer ég bara að lesa um þær í blöðunum. Það er verið að handtaka alla í kringum mig, setja fólk í gæsluvarðhald hægri vinstri. Ég finn hvernig hringurinn þrengist í kringum mig,“ Vegna rekstrarerfiðleika fíkniefnasölubatterísins var hann búinn að láta frá sér mest allt reiðufé og fíkniefnalagerinn var orðinn lítill. Þá hóf hann að reykja kókaín. „Allt siðferði fer út um gluggann, það sem var eftir af mér sem manneskju. Það sem var eftir af sálinni minni fór einhvern veginn og brann í öskunni.“Fjara fór undan starfseminni árið 2016Neytti eiturlyfja að andvirði 200.000kr á hverjum degi. Fleiri áföll dynja yfir reksturinn og óöryggið eykst, hann lýsir því hvernig honum leið eins og allir væru á eftir honum, lausnin við þeirri líðan var meiri neysla. Á þeim tímapunkti er hann farinn að nota fíkniefni upp á um 200.000kr á degi hverjum. Eftir skyndilegt andlát yngri bróður mannsins fór hann og reykti sig í algleymi. Maðurinn lýsir því að hann hafi farið beint eftir jarðarförina og reykt kókaín í bílnum og keyrt heim. Mánuði á eftir hafi hann óskað þess að það hefði frekar verið hann sem lést frekar en bróðir hans. Tveimur mánuðum eftir jarðarförina var mikilvægur dagur í lífi hans. Lögreglan bankaði upp að beiðni móður hans, að auki var prestur meðferðis sem sannfærði hann um að leita aðstoðar. Maðurinn samþykkti að fara á geðdeild en sagðist ekki geta gert það edrú. Þar segist hann hafa í fyrsta skipti upplifað að einhver vildi hjálpa honum og ber hann mikla virðingu fyrir prestinum fyrir hans hlutverk. Ástand mannsins á þessum tíma var slæmt og sagðist hann hvorki hafa funkerað edrú né í vímu og lá bara í lamasessi. Að endingu var hann sannfærður um að fara í meðferð og sótti hann sína aðstoð erlendis. Maðurinn viðurkennir að hafa verið svo vímaður þegar hann hélt að stað að hann muni ekkert eftir ferðalaginu. Hann muni bara eftir að hafa rankað við sér kominn í meðferð. Fram kemur í þættinum að hann hafi nú farið í gegnum sporin og hafi snúið blaðinu við. Burðardýr Tengdar fréttir Hundelt af íslenskum lögregluþjónum í Hollandi Inga Lind Gunnarsdóttir segir sögu sína í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Burðardýra, sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. 28. janúar 2019 10:30 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir 100 þúsund færri kindur í dag en fyrir 10 árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Veröld fíkniefnasala er ólík veröld venjulegs fólks. Miklir fjármunir geta komið inn á stuttum tíma og hægt er að lifa hátt. Fallið getur þó verið hátt. Í öðrum þætti Burðardýra sem sýndur var í vikunni var rætt við ungan mann sem hafði bæði upplifað það að finnast hann vera óstöðvandi rokkstjarna og hafði komið sér í andlegt þrot. Neysla mannsins, sem kom ekki fram undir nafni, hófst með fikti á unglingsárum. Fljótlega fór hann að rækta og selja kannabis og sér fram á að geta lifað á eiturlyfjasölu það sem eftir er. Maðurinn viðurkennir að neysla hans hafi versnað hratt á unglingsárunum og fór hann að nota Kókaín. Eftir að hafa komist í kynni við kókaínið komst það eitt að í huga hans. Að flytja inn og selja kókaín á Íslandi. Eftir að hafa skapað sér nafn komst hann yfir lyklavöldin að stórfelldu smygli með stórum fíkniefnalager. „Ég tók þessu bara fagnandi og keyrði bara fullt stím með þetta. Þetta stökkbreytti öllu.“Miklar fjárhæðir komu við sögu í lífi mannsins.Sá fram á að verða eins og Escobar „Þetta gerist rosalega fjótt, þetta eru rosalegar upphæðir sem eru að koma inn á rosalega stuttum tíma. Ég er að grafa fíkniefni í eina holu og fulla tunnu af peningum í hina. Þetta steig mér rosalega til höfuðs. Sjálfsblekkingin var orðin svo mikil að ég hélt ég yrði bara næsti Pablo Escobar“ Svo varð hins vegar ekki raunin, árið 2016 var mikill fjöldi sendinga varð haldlagður af Tollstjóra. „Það er alltaf að fara skila sér til mín sending sem kemur aldrei, svo fer ég bara að lesa um þær í blöðunum. Það er verið að handtaka alla í kringum mig, setja fólk í gæsluvarðhald hægri vinstri. Ég finn hvernig hringurinn þrengist í kringum mig,“ Vegna rekstrarerfiðleika fíkniefnasölubatterísins var hann búinn að láta frá sér mest allt reiðufé og fíkniefnalagerinn var orðinn lítill. Þá hóf hann að reykja kókaín. „Allt siðferði fer út um gluggann, það sem var eftir af mér sem manneskju. Það sem var eftir af sálinni minni fór einhvern veginn og brann í öskunni.“Fjara fór undan starfseminni árið 2016Neytti eiturlyfja að andvirði 200.000kr á hverjum degi. Fleiri áföll dynja yfir reksturinn og óöryggið eykst, hann lýsir því hvernig honum leið eins og allir væru á eftir honum, lausnin við þeirri líðan var meiri neysla. Á þeim tímapunkti er hann farinn að nota fíkniefni upp á um 200.000kr á degi hverjum. Eftir skyndilegt andlát yngri bróður mannsins fór hann og reykti sig í algleymi. Maðurinn lýsir því að hann hafi farið beint eftir jarðarförina og reykt kókaín í bílnum og keyrt heim. Mánuði á eftir hafi hann óskað þess að það hefði frekar verið hann sem lést frekar en bróðir hans. Tveimur mánuðum eftir jarðarförina var mikilvægur dagur í lífi hans. Lögreglan bankaði upp að beiðni móður hans, að auki var prestur meðferðis sem sannfærði hann um að leita aðstoðar. Maðurinn samþykkti að fara á geðdeild en sagðist ekki geta gert það edrú. Þar segist hann hafa í fyrsta skipti upplifað að einhver vildi hjálpa honum og ber hann mikla virðingu fyrir prestinum fyrir hans hlutverk. Ástand mannsins á þessum tíma var slæmt og sagðist hann hvorki hafa funkerað edrú né í vímu og lá bara í lamasessi. Að endingu var hann sannfærður um að fara í meðferð og sótti hann sína aðstoð erlendis. Maðurinn viðurkennir að hafa verið svo vímaður þegar hann hélt að stað að hann muni ekkert eftir ferðalaginu. Hann muni bara eftir að hafa rankað við sér kominn í meðferð. Fram kemur í þættinum að hann hafi nú farið í gegnum sporin og hafi snúið blaðinu við.
Burðardýr Tengdar fréttir Hundelt af íslenskum lögregluþjónum í Hollandi Inga Lind Gunnarsdóttir segir sögu sína í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Burðardýra, sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. 28. janúar 2019 10:30 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir 100 þúsund færri kindur í dag en fyrir 10 árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Hundelt af íslenskum lögregluþjónum í Hollandi Inga Lind Gunnarsdóttir segir sögu sína í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Burðardýra, sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. 28. janúar 2019 10:30