Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 20-28 | Máttlausir Stjörnumenn engin fyrirstaða Eiríkur Stefán Ásgeirsson í TM-höllinni í Garðabæ skrifar 10. febrúar 2019 22:30 vísir/daníel Stjörnumenn virðast í frjálsu falli þessa dagana í Olísdeild karla. Liðið hefur tapað fjórum leikjum í röð og fimm leikja sigurhrina liðsins fyrr á tímabilinu virðist vera fjarlæg minning. Í kvöld tapaði Stjarnan fjórða leik sínum í röð, nú gegn FH á heimavelli sínum. Heimamenn afrekuðu aðeins að skora 20 mörk í leiknum, gegn 28 frá FH sem þurfti lítið að hafa fyrir sigrinum í dag. Eftir jafnan fyrri hálfleik skelltu FH-ingar í lás í byrjun síðari hálfleiks. Munurinn var aðeins eitt mark að loknum fyrri hálfleiks, 11-10, en FH skoraði tíu af fyrstu fjórtán mörkum þess síðari sem gerði út um leikinn. Varnarleikur FH var frábær á þeim kafla og Kristófer Fannar Guðmundsson átti þar að auki góðan leik í marki gestanna. Stjörnumenn spiluðu síðasta korterið aðeins betur en úrslit leiksins voru þá ráðin og ljóst að heimamenn ættu ekki möguleika á endurkomu. Leikurinn fjaraði út og sigur FH öruggur. Með sigrinum komst FH upp í 22 stig og jafnaði vel sem á leik til góða gegn ÍR annað kvöld. FH er í þriðja sæti, einu stigi á eftir toppliði Hauka. Stjarnan er enn í sjöunda sætinu með tólf stig.Af hverju vann FH? Stjörnumenn réðu ekki við vörn FH og Kristófer Fannar reyndist heimamönnum einnig erfiður á löngum köflum í kvöld. FH spilaði af mikilli skynsemi, nýtti hraðaupphlaupin sín vel og eftir að sóknarleikur liðsins hrökk í gang í seinni hálfleik var munurinn á liðunum allt of mikill.Hverjir stóðu upp úr? Bjarni Ófeigur Valdimarsson var afar öflugur í sterku liði FH í kvöld, sem og Ásbjörn Friðriksson sem endranær. FH-ingar fengu framlag frá mörgum í kvöld, ekki síst í vörninni. Til marks um það fékk Jakob Martin Ásgeirsson rautt spjald í fyrri hálfleik en það kom ekki að sök.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Stjörnunnar var mjög slakur í kvöld. Hann var afar máttlaus og sama hvert er litið. Egill Magnússon nýtti aðeins fjögur af fjórtán skotum sínum í kvöld sem segir sitt. Leó Snær Pétursson sneri til baka úr meiðslum og byrjaði vel en það fjaraði fljótt undan honum. Þeir, eins og aðrir Stjörnumenn, voru fjarri sínu besta í dag.Hvað gerist næst? Nú tekur við tveggja vikna frí í deildinni vegna bikarkeppninnar. FH er á leið í Höllina og mætir Aftureldingu í undanúrslitum, en næsti deildarleikur FH verður gegn ÍR á heimavelli. Stjörnumenn fara til Akureyrar eftir tvær vikur og mæta KA.Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH.Vísir/DaníelHalldór: Varnarleikurinn lykilatriði Halldór Jóhann þakkaði varnarleiknum fyrir sigurinn á Stjörnumönnum í dag. „Við fengum á okkur tíu mörk í hvorum hálfleiknum. Ég er mjög sáttur við það, gegn mjög sterku sóknarliði Stjörnunnar,“ sagði hann. „Fyrri hlutinn af seinni hálfleik var mjög öflugur hjá okkur. Þá náum við þessu forskoti og höldum ótrauðir áfram. Kristófer ver góða bolta í markinu og við náðum góðum hraðaupphlaupsmörkum í kjölfarið. Það er það sem skilur á milli liðanna í dag.“ Halldór segir hann hafi fyrst og fremst verið ósáttur við það hversu fá mörk FH-ingar skoruðu í fyrri hálfleik. Það vildi hann laga í síðari hálfleik. „Við fengum mjög mörg tækifæri til að sækja hratt á þá, bæði vorum við með fría menn frammi og menn í seinni bylgju sem við hefðum átt að nýta betur. Við náðum að skerpa á nokkrum hlutum og strákarnir tóku vel á móti því,“ sagði Halldór.Bjarni Ófeigur í leiknum í kvöld.Vísir/DaníelBjarni Ófeigur: Þetta er bara FH „Ég er mjög sáttur við þessi tvö stig,“ sagði Bjarni Ófeigur Valdimarsson sem skoraði sjö mörk fyrir FH í dag og var öflugur í sóknarleik liðsins. „Við fengum bara fjögur mörk á okkur fyrsta korterið í seinni hálfleik og náðum að spila hörkuvörn. Við mættum þeim og brutum á þeim í hvert skipti sem við fengum tækifæri til þess,“ sagði hann. „Þeir áttu ekki roð í okkur á löppunum og við náðum algerlega að loka á þá.“ Bjarni var ánægður með sóknarleik FH í dag en það var yfirvegun yfir honum, sérstaklega í seinni hálfleik. „Við vorum að spila kerfin alveg til enda í stað þess að taka fyrsta sénsinn. Síðan erum við svo vel spilandi lið að það opnast alltaf glufur í sókninni,“ sagði Bjarni sem sagði að það væri styrkleiki FH að spila svona vel eins og liðið gerði í dag þrátt fyrir að margir væru fjarverandi vegna meiðsla og leikbanns. „Þetta er bara FH. Það er nóg af leikmönnum til að koma inn. Tölfræðin lýgur ekki.“Rúnar Þór Sigtryggsson.Vísir/DaníelRúnar: Þurfum að gyrða okkur í brók Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að sínir menn séu að spila allt of hægan sóknarleik. Það hafi orðið liðinu að falli gegn FH í dag. „Þetta var nokkuð sannfærandi tap. Við vorum alltof hægir og fellur allt í sundur hjá okkur, eitt af öðru. Varnarleikurinn var ágætur í fyrri hálfleik en það fjaraði undan honum líka,“ sagði Rúnar. „Við gerum líka allt of mörg mistök í seinni hálfleik sem gefur FH færi á að skora mörk úr hraðaupphlaupum sem er þeirra sterkasta vopn. Þeir stjórnuðu leiknum frá a til ö.“ Rúnar segir að það sé sérstakt áhyggjuefni hversu lítill hraði það er í leik Stjörnumanna. „Við spilum boltanum illa á milli okkar, viljinn til að hlaupa er nánast enginn, allt er gert á hálfum hraða og menn reikna frekar með því að einhver annar geri hlutina fyrir þá. Þetta er í grunninn of hægt og of lélegt.“ Fram undan er bikarhlé á deildinni og Rúnar fagnar því. „Einhvern tímann hefði maður blótað því en það er ágætt að fá það núna. Strákarnir hafa sýnt að þeir geta spilað hraðan bolta og þeir þurfa að gera það aftur. Við þurfum að laga það í þessari pásu.“ Stjarnan hefur nú tapað fjórum leikjum í röð og Rúnar segir ljóst að það er fallbarátta framundan, nema að eitthvað breytist verulega hjá hans mönnum. „Mér varð ljóst eftir tapið gegn ÍBV fyrir jól að þetta væri ekki bara spurning um að komast í úrslitakeppnina, heldur að losna við fallbaráttu. Nú höfum við ekki verið að spila vel í nokkuð langan tíma og við þurfum að gyrða okkur í brók ef ekki á illa að fara.“ Olís-deild karla
Stjörnumenn virðast í frjálsu falli þessa dagana í Olísdeild karla. Liðið hefur tapað fjórum leikjum í röð og fimm leikja sigurhrina liðsins fyrr á tímabilinu virðist vera fjarlæg minning. Í kvöld tapaði Stjarnan fjórða leik sínum í röð, nú gegn FH á heimavelli sínum. Heimamenn afrekuðu aðeins að skora 20 mörk í leiknum, gegn 28 frá FH sem þurfti lítið að hafa fyrir sigrinum í dag. Eftir jafnan fyrri hálfleik skelltu FH-ingar í lás í byrjun síðari hálfleiks. Munurinn var aðeins eitt mark að loknum fyrri hálfleiks, 11-10, en FH skoraði tíu af fyrstu fjórtán mörkum þess síðari sem gerði út um leikinn. Varnarleikur FH var frábær á þeim kafla og Kristófer Fannar Guðmundsson átti þar að auki góðan leik í marki gestanna. Stjörnumenn spiluðu síðasta korterið aðeins betur en úrslit leiksins voru þá ráðin og ljóst að heimamenn ættu ekki möguleika á endurkomu. Leikurinn fjaraði út og sigur FH öruggur. Með sigrinum komst FH upp í 22 stig og jafnaði vel sem á leik til góða gegn ÍR annað kvöld. FH er í þriðja sæti, einu stigi á eftir toppliði Hauka. Stjarnan er enn í sjöunda sætinu með tólf stig.Af hverju vann FH? Stjörnumenn réðu ekki við vörn FH og Kristófer Fannar reyndist heimamönnum einnig erfiður á löngum köflum í kvöld. FH spilaði af mikilli skynsemi, nýtti hraðaupphlaupin sín vel og eftir að sóknarleikur liðsins hrökk í gang í seinni hálfleik var munurinn á liðunum allt of mikill.Hverjir stóðu upp úr? Bjarni Ófeigur Valdimarsson var afar öflugur í sterku liði FH í kvöld, sem og Ásbjörn Friðriksson sem endranær. FH-ingar fengu framlag frá mörgum í kvöld, ekki síst í vörninni. Til marks um það fékk Jakob Martin Ásgeirsson rautt spjald í fyrri hálfleik en það kom ekki að sök.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Stjörnunnar var mjög slakur í kvöld. Hann var afar máttlaus og sama hvert er litið. Egill Magnússon nýtti aðeins fjögur af fjórtán skotum sínum í kvöld sem segir sitt. Leó Snær Pétursson sneri til baka úr meiðslum og byrjaði vel en það fjaraði fljótt undan honum. Þeir, eins og aðrir Stjörnumenn, voru fjarri sínu besta í dag.Hvað gerist næst? Nú tekur við tveggja vikna frí í deildinni vegna bikarkeppninnar. FH er á leið í Höllina og mætir Aftureldingu í undanúrslitum, en næsti deildarleikur FH verður gegn ÍR á heimavelli. Stjörnumenn fara til Akureyrar eftir tvær vikur og mæta KA.Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH.Vísir/DaníelHalldór: Varnarleikurinn lykilatriði Halldór Jóhann þakkaði varnarleiknum fyrir sigurinn á Stjörnumönnum í dag. „Við fengum á okkur tíu mörk í hvorum hálfleiknum. Ég er mjög sáttur við það, gegn mjög sterku sóknarliði Stjörnunnar,“ sagði hann. „Fyrri hlutinn af seinni hálfleik var mjög öflugur hjá okkur. Þá náum við þessu forskoti og höldum ótrauðir áfram. Kristófer ver góða bolta í markinu og við náðum góðum hraðaupphlaupsmörkum í kjölfarið. Það er það sem skilur á milli liðanna í dag.“ Halldór segir hann hafi fyrst og fremst verið ósáttur við það hversu fá mörk FH-ingar skoruðu í fyrri hálfleik. Það vildi hann laga í síðari hálfleik. „Við fengum mjög mörg tækifæri til að sækja hratt á þá, bæði vorum við með fría menn frammi og menn í seinni bylgju sem við hefðum átt að nýta betur. Við náðum að skerpa á nokkrum hlutum og strákarnir tóku vel á móti því,“ sagði Halldór.Bjarni Ófeigur í leiknum í kvöld.Vísir/DaníelBjarni Ófeigur: Þetta er bara FH „Ég er mjög sáttur við þessi tvö stig,“ sagði Bjarni Ófeigur Valdimarsson sem skoraði sjö mörk fyrir FH í dag og var öflugur í sóknarleik liðsins. „Við fengum bara fjögur mörk á okkur fyrsta korterið í seinni hálfleik og náðum að spila hörkuvörn. Við mættum þeim og brutum á þeim í hvert skipti sem við fengum tækifæri til þess,“ sagði hann. „Þeir áttu ekki roð í okkur á löppunum og við náðum algerlega að loka á þá.“ Bjarni var ánægður með sóknarleik FH í dag en það var yfirvegun yfir honum, sérstaklega í seinni hálfleik. „Við vorum að spila kerfin alveg til enda í stað þess að taka fyrsta sénsinn. Síðan erum við svo vel spilandi lið að það opnast alltaf glufur í sókninni,“ sagði Bjarni sem sagði að það væri styrkleiki FH að spila svona vel eins og liðið gerði í dag þrátt fyrir að margir væru fjarverandi vegna meiðsla og leikbanns. „Þetta er bara FH. Það er nóg af leikmönnum til að koma inn. Tölfræðin lýgur ekki.“Rúnar Þór Sigtryggsson.Vísir/DaníelRúnar: Þurfum að gyrða okkur í brók Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að sínir menn séu að spila allt of hægan sóknarleik. Það hafi orðið liðinu að falli gegn FH í dag. „Þetta var nokkuð sannfærandi tap. Við vorum alltof hægir og fellur allt í sundur hjá okkur, eitt af öðru. Varnarleikurinn var ágætur í fyrri hálfleik en það fjaraði undan honum líka,“ sagði Rúnar. „Við gerum líka allt of mörg mistök í seinni hálfleik sem gefur FH færi á að skora mörk úr hraðaupphlaupum sem er þeirra sterkasta vopn. Þeir stjórnuðu leiknum frá a til ö.“ Rúnar segir að það sé sérstakt áhyggjuefni hversu lítill hraði það er í leik Stjörnumanna. „Við spilum boltanum illa á milli okkar, viljinn til að hlaupa er nánast enginn, allt er gert á hálfum hraða og menn reikna frekar með því að einhver annar geri hlutina fyrir þá. Þetta er í grunninn of hægt og of lélegt.“ Fram undan er bikarhlé á deildinni og Rúnar fagnar því. „Einhvern tímann hefði maður blótað því en það er ágætt að fá það núna. Strákarnir hafa sýnt að þeir geta spilað hraðan bolta og þeir þurfa að gera það aftur. Við þurfum að laga það í þessari pásu.“ Stjarnan hefur nú tapað fjórum leikjum í röð og Rúnar segir ljóst að það er fallbarátta framundan, nema að eitthvað breytist verulega hjá hans mönnum. „Mér varð ljóst eftir tapið gegn ÍBV fyrir jól að þetta væri ekki bara spurning um að komast í úrslitakeppnina, heldur að losna við fallbaráttu. Nú höfum við ekki verið að spila vel í nokkuð langan tíma og við þurfum að gyrða okkur í brók ef ekki á illa að fara.“