Í stað þess að aka Gömlu Hringbraut til og frá Hlemmi munu leiðirnar fara um Hringbraut og Vatnsmýrarveg. Vegkaflinn á Vatnsmýrarveg milli BSÍ og Gömlu Hringbrautar lokast fyrir almenna bílaumferð og aðeins Strætó mun geta ekið þar í gegn.
Upphaflega áttu breytingarnar í kringum Gömlu Hringbraut að vera með öðru sniði. Sérstakur strætóvegur átti að vera tilbúinn og leiðir 5 og 15 áttu að aka um Barónsstíg. Framkvæmdir við Gömlu Hringbraut hafa hins vegar dregist á langinn og Barónsstígur var ekki tilbúinn fyrir strætisvagna miðað við núverandi aðstæður.
Áætlað er að breytingar á leiðakerfi í kringum Gömlu Hringbraut munu því ekki ná að taka gildi að fullu fyrr en 26.mars.
Nánari upplýsingar um breytingar á akstri Næturstrætó og lokun Gömlu Hringbrautar má lesa á vef Strætó.