Cardiff City keypti Emiliano Sala frá Nantes fyrir fimmtán milljónir punda en argentínski sóknarmaðurinn náði ekki einu sinni að æfa með velska liðinu því hann fórst með lítilli tveggja manna flugvél á leið frá Nantes til Cardiff.
Cardiff City hefur aldrei borgað meira fyrir leikmann en fyrir hinn 28 ára gamla Emiliano Sala sem átti að lífga upp á sóknarleik liðsins. Emiliano Sala stóðst læknisskoðun og gekk frá félagsskipunum áður en hann fór aftur til Nantes til að kveðja liðsfélaga sína. Vélin fórst síðan á leiðinni til baka til Cardiff.
BREAKING: Nantes demand £15million Emiliano Sala transfer fee is paid by Cardiff City https://t.co/Mzug8W7zJdpic.twitter.com/wKY3AEZ9hQ
— Mirror Football (@MirrorFootball) February 6, 2019
Cardiff City ætlaði að greiða kaupverðið fyrir Sala á þremur árum en hafa ekki enn gengið frá fyrstu greiðslu sem er upp á 5,27 milljónir dollara. Nantes hefur þegar sent þeim reikning og pressað á greiðslu.
Mehmet Dalman, stjórnarformaður Cardiff City, bendir á það í viðtali við franska blaðið L'Equipe að það er enn þá verið að vinna við að ná flugvélinni upp úr sjónum. Nú síðast bárust fréttir af því að búið sé að taka lík úr vélinni og upp á yfirborðið. Cardiff segist hissa á kröfu Nantes á meðan aðgerðir eru enn í gangi.
'It is understood Nantes are threatening legal action if they do not receive a payment within 10 days.'
More on the story that Nantes have demanded payment from Cardiff over the transfer of Emiliano Sala https://t.co/ITKvtRazXUpic.twitter.com/kbBRZ6ipuc
— BBC Sport (@BBCSport) February 6, 2019
Pressa Nantes á greiðslu kom löngu fyrr og franska félagið hefur hótað því að fara með málið fyrir dómstóla. Það er ljóst að Frakkarnir ætla í hart að það strax á mjög viðkvæmum tíma fyrir alla ekki síst fjölskyldu Emiliano Sala og flugmannsins.
Heimildarmaður BBC hjá Cardiff City segir að velska félagið ætli að virða sínar skuldbindingar í málinu en það sé enn óljóst hvað félagið fær út úr tryggingunum.
Nantes fær ekki allt kaupverðið fyrir Emiliano Sala því Bordeaux fær helminginn. Sala var hjá Bordeaux frá 2012 til 2015 og Bordeaux voru með það í samningnum að fá svo stóran skammt af framtíðarsölu á honum.
Last night, Nantes fans paid tribute to Emiliano Sala... pic.twitter.com/zlZIfB1Hpt
— COPA90 (@COPA90) January 31, 2019