Þórhildur Sunna segist hafa fengið nóg af „viðvarandi meðvirkni með ofbeldisseggjum á Alþingi“ Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2019 21:08 Björn Leví Gunnarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmenn Pírata, stilltu sér upp við hlið Miðflokksmannsins Bergþórs Ólasonar þar sem hann stóð í ræðupúlti þingsins í gær. Alþingi Þingmaður Pírata segist hafa fengið nóg af „viðvarandi meðvirkni með ofbeldisseggjum á Alþingi“ og því ákveðið að stilla sér upp með „Fokk ofbeldi“-húfu á höfðinu, við hlið Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, þar sem hann stóð í ræðupúlti þingsins í gær. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir rökstyður gjörninginn, þöglu mótmælin, í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Samflokksmaður hennar, Björn Leví Gunnarsson, deilir færslunni, en hann stillti sér einnig upp á sama tíma með eins húfu hinu megin ræðupúltsins. Í færslunni segir Þórhildur Sunna að störf umhverfis- og samgöngunefndar, þar sem Bergþór gegnir formennsku, hafi verið í uppnámi vegna „afstöðuleysis meirihlutans“ gagnvart formennsku Bergþórs. Skýtur hún sérstaklega á þingmenn Vinstri grænna, sem „að eigin sögn [hafi] femínisma sem eina af sínum grunnstoðum“. Umhverfis- og samgöngunefnd er ein þriggja fastanefnda þar sem fulltrúar stjórnarandstöðu gegna formennsku. Bergþór hefur sætt mikilli gagnrýni vegna Klausturmálsins svokallaða, en hann sneri nýlega aftur á þing eftir að hafa tekið sér ótímabundið launalaust leyfi. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Stjórnarandstöðunni refsað vegna gjörða Miðflokksmanna Þórhildur Sunna segir að stjórnarmeirihlutinn hafi ekki þorað að taka afstöðu í málinu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir minnihlutans til þess að finna ásættanlega lausn varðandi formennsku í nefndinni. „Nú hefur meirihlutinn tekið ákvörðun um að hirða eitt þriggja formannembætta minnihlutans af honum til sín, í hendur skuggasamgöngumálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Jóns Gunnarssonar. Hér er verið að refsa stjórnarandstöðunni fyrir gjörðir Miðflokksmanna,“ segir Sunna. Sjá einnig: Bryndís skammaði Björn Leví og Þórhildi Sunnu vegna mótmæla þeirra Hún fer einnig hörðum orðum um Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem hún segir hafa fengið að „spúa kvenfyrirlitningartali“ án viðnáms frá stjórnarmeirihlutanum. „Katrín Jakobsdóttir, jafnréttismálaráðherra, samþykkir með þögn sinni að það sé í lagi að Brynjar Níelsson væni konurnar sem hafa sakað Jón Baldvin Hannibalsson um kynferðisbrot, um opinbera smánun. Að þær vilji bara meiða hann. Að þær fari offorsi. Brynjar smættar brotin gegn þessum hugrökku konum, gerir lítið úr þeim með þöglu samþykki stjórnarmeirihlutans,“ segir Þórhildur Sunna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Fréttablaðið/Ernir Áfram heldur þingmaðurinn. „Nú er komið í ljós að næstbesta staðan fyrir Miðflokkinn var valin af [stjórnarmeirihlutanum] sem ákveður að refsa okkur í stjórnarandstöðunni með því að setja sinn mann í formannstól nefndarinnar. Meirihlutinn notfærir sér óþol okkar fyrir Bergþóri [Ólasyni] í formannsstóli með því að taka til sín stólinn og setur þangað Jón Gunnarsson, skuggasamgöngumálaráðherra Íslands. Þannig græðir stjórnarmeirihlutinn á Klaustursmálinu. Þeim finnst líka ekkert mál að Bergþór sitji áfram í stjórn nefndarinnar og geti þannig stýrt fundum nefndarinnar forfallist Jón eða Ari Trausti. Ekkert mál. Mér ofbauð og við Björn gripum til okkar ráða. Lái okkur hver sem vill,“ segir þingmaðurinn að lokum. Sjá má færsluna í heild sinni að neðan. Alþingi Píratar Upptökur á Klaustur bar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Bryndís skammaði Björn Leví og Þórhildi Sunnu vegna mótmæla þeirra Stilltu sér upp með FO-húfur þegar Bergþór Ólason tók til máls. 5. febrúar 2019 20:49 Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með „Fokk ofbeldi“ húfur Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur. 5. febrúar 2019 18:20 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Þingmaður Pírata segist hafa fengið nóg af „viðvarandi meðvirkni með ofbeldisseggjum á Alþingi“ og því ákveðið að stilla sér upp með „Fokk ofbeldi“-húfu á höfðinu, við hlið Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, þar sem hann stóð í ræðupúlti þingsins í gær. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir rökstyður gjörninginn, þöglu mótmælin, í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Samflokksmaður hennar, Björn Leví Gunnarsson, deilir færslunni, en hann stillti sér einnig upp á sama tíma með eins húfu hinu megin ræðupúltsins. Í færslunni segir Þórhildur Sunna að störf umhverfis- og samgöngunefndar, þar sem Bergþór gegnir formennsku, hafi verið í uppnámi vegna „afstöðuleysis meirihlutans“ gagnvart formennsku Bergþórs. Skýtur hún sérstaklega á þingmenn Vinstri grænna, sem „að eigin sögn [hafi] femínisma sem eina af sínum grunnstoðum“. Umhverfis- og samgöngunefnd er ein þriggja fastanefnda þar sem fulltrúar stjórnarandstöðu gegna formennsku. Bergþór hefur sætt mikilli gagnrýni vegna Klausturmálsins svokallaða, en hann sneri nýlega aftur á þing eftir að hafa tekið sér ótímabundið launalaust leyfi. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Stjórnarandstöðunni refsað vegna gjörða Miðflokksmanna Þórhildur Sunna segir að stjórnarmeirihlutinn hafi ekki þorað að taka afstöðu í málinu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir minnihlutans til þess að finna ásættanlega lausn varðandi formennsku í nefndinni. „Nú hefur meirihlutinn tekið ákvörðun um að hirða eitt þriggja formannembætta minnihlutans af honum til sín, í hendur skuggasamgöngumálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Jóns Gunnarssonar. Hér er verið að refsa stjórnarandstöðunni fyrir gjörðir Miðflokksmanna,“ segir Sunna. Sjá einnig: Bryndís skammaði Björn Leví og Þórhildi Sunnu vegna mótmæla þeirra Hún fer einnig hörðum orðum um Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem hún segir hafa fengið að „spúa kvenfyrirlitningartali“ án viðnáms frá stjórnarmeirihlutanum. „Katrín Jakobsdóttir, jafnréttismálaráðherra, samþykkir með þögn sinni að það sé í lagi að Brynjar Níelsson væni konurnar sem hafa sakað Jón Baldvin Hannibalsson um kynferðisbrot, um opinbera smánun. Að þær vilji bara meiða hann. Að þær fari offorsi. Brynjar smættar brotin gegn þessum hugrökku konum, gerir lítið úr þeim með þöglu samþykki stjórnarmeirihlutans,“ segir Þórhildur Sunna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Fréttablaðið/Ernir Áfram heldur þingmaðurinn. „Nú er komið í ljós að næstbesta staðan fyrir Miðflokkinn var valin af [stjórnarmeirihlutanum] sem ákveður að refsa okkur í stjórnarandstöðunni með því að setja sinn mann í formannstól nefndarinnar. Meirihlutinn notfærir sér óþol okkar fyrir Bergþóri [Ólasyni] í formannsstóli með því að taka til sín stólinn og setur þangað Jón Gunnarsson, skuggasamgöngumálaráðherra Íslands. Þannig græðir stjórnarmeirihlutinn á Klaustursmálinu. Þeim finnst líka ekkert mál að Bergþór sitji áfram í stjórn nefndarinnar og geti þannig stýrt fundum nefndarinnar forfallist Jón eða Ari Trausti. Ekkert mál. Mér ofbauð og við Björn gripum til okkar ráða. Lái okkur hver sem vill,“ segir þingmaðurinn að lokum. Sjá má færsluna í heild sinni að neðan.
Alþingi Píratar Upptökur á Klaustur bar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Bryndís skammaði Björn Leví og Þórhildi Sunnu vegna mótmæla þeirra Stilltu sér upp með FO-húfur þegar Bergþór Ólason tók til máls. 5. febrúar 2019 20:49 Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með „Fokk ofbeldi“ húfur Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur. 5. febrúar 2019 18:20 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Bryndís skammaði Björn Leví og Þórhildi Sunnu vegna mótmæla þeirra Stilltu sér upp með FO-húfur þegar Bergþór Ólason tók til máls. 5. febrúar 2019 20:49
Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með „Fokk ofbeldi“ húfur Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur. 5. febrúar 2019 18:20