Stefnir í val milli Jóns og Hönnu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. febrúar 2019 08:00 Jón Gunnarsson og Hanna Katrín Friðriksson. Mynd/Samsett Enn hefur ekki verið leyst úr formannskrísu umhverfis- og samgöngunefndar en tvívegis hefur orðið fundarfall í nefndinni síðan upp úr sauð á fundi nefndarinnar fyrir rúmri viku. Uppnámið varð vegna endurkomu Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, á formannsstól í nefndinni eftir fjarveru frá því fyrir jól í kjölfar Klausturshneykslisins. Heimildir Fréttablaðsins herma að málið sé í algerum hnút og ekkert samkomulag í sjónmáli milli þingflokksformanna flokkanna sem hafa haft málið til umfjöllunar síðan upp úr sauð. Allir eru sagðir sammála um að Bergþóri sé ekki sætt á formannsstóli en þingflokksformenn stjórnarmeirihlutans hafa lagt áherslu á að stjórnarandstöðuflokkarnir þurfi að leysa málið sín á milli enda umrædd nefnd ein af þremur sem flokkar stjórnarandstöðunnar skipti með sér formennsku í, á grundvelli samkomulags milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna, að Miðflokki frátöldum, hafi hins vegar bent á að þeir þurfi meirihluta til að knýja fram breytingar í nefndinni og stjórnarflokkarnir þurfi því að styðja lausn á málinu. Miðflokknum stendur til boða að setja annan mann í nefndina í stað Bergþórs en að öðrum kosti verði að kjósa annan formann úr röðum fulltrúa í umhverfis- og samgöngunefnd. Eigi samkomulag flokkanna um formann úr minnihluta að halda, koma þrír þingmenn þar til greina; Karl Gauti Hjaltason sem er utan þingflokka, Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, en hún gegnir formennsku í annarri þingnefnd, og Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. Nú ræðir meirihlutinn hins vegar um að tefla Jóni Gunnarssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins, fram sem formannsefni gegn þeim fulltrúa sem minnihlutinn mun bjóða fram. Að óbreyttu stefnir því í að boðað verði til fundar í nefndinni í fyrramálið og tillögur, bæði meirihluta og minnihluta, um nýjan formann bornar upp til atkvæða. Ekki liggur hins vegar beint við að atkvæði falli eftir línum stjórnar og stjórnarandstöðu. Rósa Björk Brynjólfsdóttir studdi til dæmis tillögu minnihlutans í nefndinni um að Bergþór Ólason viki sæti á hinum stormasama fundi í síðustu viku. Þá er einnig ólíklegt að Bergþór sjálfur styðji tillögu minnihlutans um nýjan formann og ekki gefið að Karl Gauti Hjaltason, sem er utan þingflokka, fylgi stjórnarandstöðuflokkunum að máli, enda sterklega orðaður við Miðflokkinn. Píratar eiga ekki fulltrúa með atkvæðisrétt í nefndinni og ekki Flokkur fólksins heldur eftir að Karl Gauti var rekinn úr flokknum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Þetta kemur fram í bréfi sem Reimar Pétursson lögmaður þingmannanna hefur sent Persónuvernd og fréttastofa hefur undir höndum. 5. febrúar 2019 07:44 Sirkus að tjaldabaki á Alþingi Viðkvæmt andrúmsloft er á Alþingi vegna endurkomu tveggja þingmanna Miðflokksins. Klaustursmálið er sagt farið að þvælast fyrir meirihlutaflokkunum. Óvissa er er um formennsku minnihlutans í nefndum. 30. janúar 2019 06:00 Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með "Fokk ofbeldi“ húfur Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur. 5. febrúar 2019 18:20 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Sjá meira
Enn hefur ekki verið leyst úr formannskrísu umhverfis- og samgöngunefndar en tvívegis hefur orðið fundarfall í nefndinni síðan upp úr sauð á fundi nefndarinnar fyrir rúmri viku. Uppnámið varð vegna endurkomu Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, á formannsstól í nefndinni eftir fjarveru frá því fyrir jól í kjölfar Klausturshneykslisins. Heimildir Fréttablaðsins herma að málið sé í algerum hnút og ekkert samkomulag í sjónmáli milli þingflokksformanna flokkanna sem hafa haft málið til umfjöllunar síðan upp úr sauð. Allir eru sagðir sammála um að Bergþóri sé ekki sætt á formannsstóli en þingflokksformenn stjórnarmeirihlutans hafa lagt áherslu á að stjórnarandstöðuflokkarnir þurfi að leysa málið sín á milli enda umrædd nefnd ein af þremur sem flokkar stjórnarandstöðunnar skipti með sér formennsku í, á grundvelli samkomulags milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna, að Miðflokki frátöldum, hafi hins vegar bent á að þeir þurfi meirihluta til að knýja fram breytingar í nefndinni og stjórnarflokkarnir þurfi því að styðja lausn á málinu. Miðflokknum stendur til boða að setja annan mann í nefndina í stað Bergþórs en að öðrum kosti verði að kjósa annan formann úr röðum fulltrúa í umhverfis- og samgöngunefnd. Eigi samkomulag flokkanna um formann úr minnihluta að halda, koma þrír þingmenn þar til greina; Karl Gauti Hjaltason sem er utan þingflokka, Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, en hún gegnir formennsku í annarri þingnefnd, og Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. Nú ræðir meirihlutinn hins vegar um að tefla Jóni Gunnarssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins, fram sem formannsefni gegn þeim fulltrúa sem minnihlutinn mun bjóða fram. Að óbreyttu stefnir því í að boðað verði til fundar í nefndinni í fyrramálið og tillögur, bæði meirihluta og minnihluta, um nýjan formann bornar upp til atkvæða. Ekki liggur hins vegar beint við að atkvæði falli eftir línum stjórnar og stjórnarandstöðu. Rósa Björk Brynjólfsdóttir studdi til dæmis tillögu minnihlutans í nefndinni um að Bergþór Ólason viki sæti á hinum stormasama fundi í síðustu viku. Þá er einnig ólíklegt að Bergþór sjálfur styðji tillögu minnihlutans um nýjan formann og ekki gefið að Karl Gauti Hjaltason, sem er utan þingflokka, fylgi stjórnarandstöðuflokkunum að máli, enda sterklega orðaður við Miðflokkinn. Píratar eiga ekki fulltrúa með atkvæðisrétt í nefndinni og ekki Flokkur fólksins heldur eftir að Karl Gauti var rekinn úr flokknum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Þetta kemur fram í bréfi sem Reimar Pétursson lögmaður þingmannanna hefur sent Persónuvernd og fréttastofa hefur undir höndum. 5. febrúar 2019 07:44 Sirkus að tjaldabaki á Alþingi Viðkvæmt andrúmsloft er á Alþingi vegna endurkomu tveggja þingmanna Miðflokksins. Klaustursmálið er sagt farið að þvælast fyrir meirihlutaflokkunum. Óvissa er er um formennsku minnihlutans í nefndum. 30. janúar 2019 06:00 Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með "Fokk ofbeldi“ húfur Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur. 5. febrúar 2019 18:20 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Sjá meira
Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Þetta kemur fram í bréfi sem Reimar Pétursson lögmaður þingmannanna hefur sent Persónuvernd og fréttastofa hefur undir höndum. 5. febrúar 2019 07:44
Sirkus að tjaldabaki á Alþingi Viðkvæmt andrúmsloft er á Alþingi vegna endurkomu tveggja þingmanna Miðflokksins. Klaustursmálið er sagt farið að þvælast fyrir meirihlutaflokkunum. Óvissa er er um formennsku minnihlutans í nefndum. 30. janúar 2019 06:00
Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með "Fokk ofbeldi“ húfur Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur. 5. febrúar 2019 18:20
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent