Eftir tap gegn KA um helgina er Fram í fallsæti með sjö. Þeir eru einu stigi frá Akureyri sem er í níunda sætinu en fimm sigum frá Stjörnunni, ÍR og KA sem eru í 7.- 9. sæti.
„Fram er í fallsæti með sjö stig. Ég hef miklar áhyggjur af Fram. Það eru átta leikir eftir og þeir eru ekki búnir að vinna einn útileik á tímabilinu,“ sagði Jóhann Gunnar í Seinni bylgjunni í gær áður en hann reifaði vandamál Fram.
„Er þjálfarinn ekki að ná til þeirra? Ég veit að það var mikið lagt í þetta tímabil hjá Fram. Þeir eru með stóra stjórn og töluðu við mikið af leikmönnum. Mér finnst þetta alls ekki líta vel út.“
„Það er svartur mánudagar hjá mér,“ sagði Jóhann áður en Logi Geirsson tók við boltanum og ræddi um hvort að Fram hafi átt að taka einn útlending í janúar.
Innslagið má sjá hér að neðan.