Hratt versnandi veður fram á kvöld Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 5. febrúar 2019 16:22 Frá lokun þjóðvegar 1 við Vík. Veður fer hratt versnandi fram á kvöld, einkum sunnan til á landinu, að því er fram kemur í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Víða er spáð stormi eða roki og má búast við að hviður geti farið allt upp í 40 metra á sekúndu á Kjalarnesi, við Hvalfjörð og í Öræfum. Þá má jafnvel búast við staðbundnu ofsaveðri með hviðum allt upp undir 50 metra á sekúndu undir Eyjafjöllum og í Landeyjum. Í nótt á svo að draga úr veðurhæðinni. Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að veðrið nái hámarki um kvöldmatarleytið og verði svo í hámarki fram eftir kvöldi, nánast alveg til miðnættis. „Síðan fer þetta nú að laga til muna í nótt þó að það lægi nú ekki alveg, þá er áfram hvassviðri eða stormur í þessu í nótt. Svo á morgun er nú skaplegra veður en svo má nefna að það er leiðindaveður á Vestfjörðum einnig þó að það sé ekki eins hvasst og hérna sunnan til,“ segir Hrafn. Á vef Vegagerðarinnar er einmitt ábending frá veðurfræðingi um að mikill skafrenningi verði á fjallvegum á Vestfjörðum. Þá verður einnig mikill skafrenningur á Hellisheiði og Mosfellsheiði en mögulegt er að Hellisheiði og Þrengslum verði lokað vegna veðurs. Þá er búið að loka veginum á milli Hvolsvallar og Víkur og einnig er möguleiki á því að veginum um Skeiðarársand frá Núpsstað, um Öræfi og að Höfn verði lokað. Þá er óvissustig frá klukkan 18 á veginum um Kjalarnes. Veður Tengdar fréttir Lokað á milli Hvolsvallar og Víkur vegna veðurs Búið er að loka þjóðvegi 1 á milli Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal. 5. febrúar 2019 13:54 Ferðamennirnir spyrja hvers vegna þeir fá ekki að fara á næsta hótel Baldur Ólafsson, hjá björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli, segir að það sé verulega slæmt veður á þjóðvegi 1 milli Hvolsvallar og Víkur en Vegagerðin lokaði veginum klukkan hálftvö í dag vegna veðurs. 5. febrúar 2019 15:44 Hviður allt að 40 metrum á sekúndu við Kjalarnes og í efri byggðum Enn er varað við slæmu veðri á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Suðausturlandi og hálendinu. 5. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Veður fer hratt versnandi fram á kvöld, einkum sunnan til á landinu, að því er fram kemur í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Víða er spáð stormi eða roki og má búast við að hviður geti farið allt upp í 40 metra á sekúndu á Kjalarnesi, við Hvalfjörð og í Öræfum. Þá má jafnvel búast við staðbundnu ofsaveðri með hviðum allt upp undir 50 metra á sekúndu undir Eyjafjöllum og í Landeyjum. Í nótt á svo að draga úr veðurhæðinni. Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að veðrið nái hámarki um kvöldmatarleytið og verði svo í hámarki fram eftir kvöldi, nánast alveg til miðnættis. „Síðan fer þetta nú að laga til muna í nótt þó að það lægi nú ekki alveg, þá er áfram hvassviðri eða stormur í þessu í nótt. Svo á morgun er nú skaplegra veður en svo má nefna að það er leiðindaveður á Vestfjörðum einnig þó að það sé ekki eins hvasst og hérna sunnan til,“ segir Hrafn. Á vef Vegagerðarinnar er einmitt ábending frá veðurfræðingi um að mikill skafrenningi verði á fjallvegum á Vestfjörðum. Þá verður einnig mikill skafrenningur á Hellisheiði og Mosfellsheiði en mögulegt er að Hellisheiði og Þrengslum verði lokað vegna veðurs. Þá er búið að loka veginum á milli Hvolsvallar og Víkur og einnig er möguleiki á því að veginum um Skeiðarársand frá Núpsstað, um Öræfi og að Höfn verði lokað. Þá er óvissustig frá klukkan 18 á veginum um Kjalarnes.
Veður Tengdar fréttir Lokað á milli Hvolsvallar og Víkur vegna veðurs Búið er að loka þjóðvegi 1 á milli Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal. 5. febrúar 2019 13:54 Ferðamennirnir spyrja hvers vegna þeir fá ekki að fara á næsta hótel Baldur Ólafsson, hjá björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli, segir að það sé verulega slæmt veður á þjóðvegi 1 milli Hvolsvallar og Víkur en Vegagerðin lokaði veginum klukkan hálftvö í dag vegna veðurs. 5. febrúar 2019 15:44 Hviður allt að 40 metrum á sekúndu við Kjalarnes og í efri byggðum Enn er varað við slæmu veðri á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Suðausturlandi og hálendinu. 5. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Lokað á milli Hvolsvallar og Víkur vegna veðurs Búið er að loka þjóðvegi 1 á milli Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal. 5. febrúar 2019 13:54
Ferðamennirnir spyrja hvers vegna þeir fá ekki að fara á næsta hótel Baldur Ólafsson, hjá björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli, segir að það sé verulega slæmt veður á þjóðvegi 1 milli Hvolsvallar og Víkur en Vegagerðin lokaði veginum klukkan hálftvö í dag vegna veðurs. 5. febrúar 2019 15:44
Hviður allt að 40 metrum á sekúndu við Kjalarnes og í efri byggðum Enn er varað við slæmu veðri á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Suðausturlandi og hálendinu. 5. febrúar 2019 12:15