Boða rómantíska stemmningu á sundlaugarbakkanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2019 14:01 Sundlaug Kópavogs nýtur mikilla vinsælda hjá íbúm í bænum og víðar á höfuðborgarsvæðinu. Kópavogur.is Vetrarhátíð fer fram í Kópavogi dagana 8. og 9. febrúar. Safnanótt er haldin föstudaginn 8. febrúar og laugardaginn 9. febrúar er komið að sundlauganótt. Að vanda er metnaðarfull dagskrá í Kópavogi bæði kvöldin. Menningarhúsin í Kópavogi, Kópavogskirkja og Midpunkt gallerí taka þátt í Safnanótt og hefst dagskrá klukkan 18.00 og stendur til 23.00. Pure Deli í Gerðarsafni verður þó opið til miðnættis en þar verður hamingjustund og tónlist. Sundlauganótt fer fram í Salalaug að þessu sinni. Ókeypis er inn í laugina frá klukkan 18 og opið til 22.00. Viðburðir, rómantísk stemning á bakknum og ókeypis ís fyrir börnin, að því er segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. „Dagskrá Vetrarhátíðar í Kópavogi hefur aldrei verið glæsilegri en núna. Viðburðir eru fjölmargir og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi. Kópavogskirkja er eitt af þekktari kennileitum Kópavogs.Kópavogur.is Kirkjan tekur á sig óvenjulega mynd Ævar Þór Benediktsson er sérstakur gestur á Bókasafni Kópavogs á Safnanótt en hann er höfundur bókaflokksins góðkunna. Ratleikur í anda bókanna fer fram á öllum hæðum og Ævar Þór leiðir áheyrendur á vit ævintýranna með skemmtilegum viðburðum. Þar fyrir utan verða ýmsir fróðlegir og fjörugir viðburðir á Bókasafninu. Kópavogskirkja og Borgarholtið taka á sig óvenjulega mynd með vörpun á vídeóverki Hrundar Atladóttur . Inni í kirkjunni verður raftónlistarupplifun undir stjórn Arnljóts Sigurðssonar og Sr. Sigurður Arnarson veitir leiðsögn um nýuppgerða glugga Gerðar Helgadóttur. Í Náttúrufræðistofu verða lífverur í vötnum, sýnatökur og rannsóknir til umfjöllunar, sérfræðingar sýna aðferðir og svara spurningum forvitinna gesta. Í Gerðarsafni verður boðið upp á hefðbundna og dansleiðsögn um sýninguna Ó, hve hljótt. Þá leiðir Curver Thoroddsen viðburð þar sem gestir varpa eigin vídeóverki á veggi. Midpunkt gallerí tekur þátt og sýnir einnig brot af verkum frá síðustu sýningum. Í Salnum verða tvennir tónleikar með Gissuri Páli Gissurarsyni. Loks má þess geta að í Héraðsskjalasafni Kópavogs verða sýndar kvikmyndir frá ýmsum tímum undir leiðsögn valinkunnra sagnaþula bæjarins. Frítt í Salalaug á Sundlauganótt Salalaug tekur þátt í Sundlauganótt sem fram fer næsta laugardag, 9. febrúar. Frítt verður í laugina frá klukkan 18.00 og opið til 22.00. Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá, aqua zumba, jóga, samflot og þá verður töframaður og uppistand. Rómantísk stemning og tónlist verður við útilaugina, og lýst upp með kyndlum. Ókeypis ís verður á boðstólum fyrir börnin. Vetrarhátíð í Kópavogi er hluti af Vetrarhátíð á höfuðborgarsvæðinu. Kópavogur Sundlaugar Vetrarhátíð Tengdar fréttir Dalur dauðans, miðbæjarflot og ljósaganga á Vetrarhátíð 2019 Vetrarhátíð verður haldin dagana 7. – 9. febrúar næstkomandi. Hátíðin er nú haldin í 18. sinn og fer fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. 1. febrúar 2019 13:50 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Vetrarhátíð fer fram í Kópavogi dagana 8. og 9. febrúar. Safnanótt er haldin föstudaginn 8. febrúar og laugardaginn 9. febrúar er komið að sundlauganótt. Að vanda er metnaðarfull dagskrá í Kópavogi bæði kvöldin. Menningarhúsin í Kópavogi, Kópavogskirkja og Midpunkt gallerí taka þátt í Safnanótt og hefst dagskrá klukkan 18.00 og stendur til 23.00. Pure Deli í Gerðarsafni verður þó opið til miðnættis en þar verður hamingjustund og tónlist. Sundlauganótt fer fram í Salalaug að þessu sinni. Ókeypis er inn í laugina frá klukkan 18 og opið til 22.00. Viðburðir, rómantísk stemning á bakknum og ókeypis ís fyrir börnin, að því er segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. „Dagskrá Vetrarhátíðar í Kópavogi hefur aldrei verið glæsilegri en núna. Viðburðir eru fjölmargir og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi. Kópavogskirkja er eitt af þekktari kennileitum Kópavogs.Kópavogur.is Kirkjan tekur á sig óvenjulega mynd Ævar Þór Benediktsson er sérstakur gestur á Bókasafni Kópavogs á Safnanótt en hann er höfundur bókaflokksins góðkunna. Ratleikur í anda bókanna fer fram á öllum hæðum og Ævar Þór leiðir áheyrendur á vit ævintýranna með skemmtilegum viðburðum. Þar fyrir utan verða ýmsir fróðlegir og fjörugir viðburðir á Bókasafninu. Kópavogskirkja og Borgarholtið taka á sig óvenjulega mynd með vörpun á vídeóverki Hrundar Atladóttur . Inni í kirkjunni verður raftónlistarupplifun undir stjórn Arnljóts Sigurðssonar og Sr. Sigurður Arnarson veitir leiðsögn um nýuppgerða glugga Gerðar Helgadóttur. Í Náttúrufræðistofu verða lífverur í vötnum, sýnatökur og rannsóknir til umfjöllunar, sérfræðingar sýna aðferðir og svara spurningum forvitinna gesta. Í Gerðarsafni verður boðið upp á hefðbundna og dansleiðsögn um sýninguna Ó, hve hljótt. Þá leiðir Curver Thoroddsen viðburð þar sem gestir varpa eigin vídeóverki á veggi. Midpunkt gallerí tekur þátt og sýnir einnig brot af verkum frá síðustu sýningum. Í Salnum verða tvennir tónleikar með Gissuri Páli Gissurarsyni. Loks má þess geta að í Héraðsskjalasafni Kópavogs verða sýndar kvikmyndir frá ýmsum tímum undir leiðsögn valinkunnra sagnaþula bæjarins. Frítt í Salalaug á Sundlauganótt Salalaug tekur þátt í Sundlauganótt sem fram fer næsta laugardag, 9. febrúar. Frítt verður í laugina frá klukkan 18.00 og opið til 22.00. Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá, aqua zumba, jóga, samflot og þá verður töframaður og uppistand. Rómantísk stemning og tónlist verður við útilaugina, og lýst upp með kyndlum. Ókeypis ís verður á boðstólum fyrir börnin. Vetrarhátíð í Kópavogi er hluti af Vetrarhátíð á höfuðborgarsvæðinu.
Kópavogur Sundlaugar Vetrarhátíð Tengdar fréttir Dalur dauðans, miðbæjarflot og ljósaganga á Vetrarhátíð 2019 Vetrarhátíð verður haldin dagana 7. – 9. febrúar næstkomandi. Hátíðin er nú haldin í 18. sinn og fer fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. 1. febrúar 2019 13:50 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Dalur dauðans, miðbæjarflot og ljósaganga á Vetrarhátíð 2019 Vetrarhátíð verður haldin dagana 7. – 9. febrúar næstkomandi. Hátíðin er nú haldin í 18. sinn og fer fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. 1. febrúar 2019 13:50