Koenigsegg og NEVS í samstarf Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2019 09:00 Koenigsegg bíll á bílsýningu. Sænski ofurbílaframleiðandinn Koenigsegg hefur tilkynnt um samstarf við núverandi eiganda Saab, National Electric Vehicle Sweden (NEVS), svo hér er um að ræða ekta sænskt samstarf. NEVS er í eigu kínverskra og sænskra aðila. Samstarfið gengur út á þróun rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla í nokkuð meiri mæli en hin takmarkaða bílaframleiðsla Koenigsegg hefur hingað til verið í. Því verður þekking NEVS á rafmagnsvæðingu bíla notuð í bíla frá Koenigsegg og mun fjárfesting NEVS verða yfir 20 milljarðar króna til þessa samstarfs. Á móti mun NEVS eignast um 20% í Koenigsegg. Stofnuð verður sérstök eining kringum þetta samstarf þar sem NEVS mun eiga 65% hlut og Koenigsegg 35%. Framlag Koenigsegg til samstarfsins verður helst í formi hönnunar, tækni og þekkingar á smíði vandaðra bíla. Bílarnir verða smíðaðir í gömlu verksmiðjum Saab í Trollhättan í Svíþjóð. Spennandi verður að sjá afurðir þessa nýstofnaða fyrirtækis með ofurbílaþekkingu Koenigsegg og þekkingu á rafvæðingu bíla frá NEVS. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent
Sænski ofurbílaframleiðandinn Koenigsegg hefur tilkynnt um samstarf við núverandi eiganda Saab, National Electric Vehicle Sweden (NEVS), svo hér er um að ræða ekta sænskt samstarf. NEVS er í eigu kínverskra og sænskra aðila. Samstarfið gengur út á þróun rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla í nokkuð meiri mæli en hin takmarkaða bílaframleiðsla Koenigsegg hefur hingað til verið í. Því verður þekking NEVS á rafmagnsvæðingu bíla notuð í bíla frá Koenigsegg og mun fjárfesting NEVS verða yfir 20 milljarðar króna til þessa samstarfs. Á móti mun NEVS eignast um 20% í Koenigsegg. Stofnuð verður sérstök eining kringum þetta samstarf þar sem NEVS mun eiga 65% hlut og Koenigsegg 35%. Framlag Koenigsegg til samstarfsins verður helst í formi hönnunar, tækni og þekkingar á smíði vandaðra bíla. Bílarnir verða smíðaðir í gömlu verksmiðjum Saab í Trollhättan í Svíþjóð. Spennandi verður að sjá afurðir þessa nýstofnaða fyrirtækis með ofurbílaþekkingu Koenigsegg og þekkingu á rafvæðingu bíla frá NEVS.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent