Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. febrúar 2019 06:45 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir frumvarpið vel unnið og hefur ekki heyrt af óánægju innan samstarfsflokks síns. Fréttablaðið/ernir Talsverðrar óánægju gætir meðal þingmanna Sjálfstæðisflokks með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeim sem blaðið ræddi við úr röðum flokksins kom einnig saman um að sérkennilegt hefði verið hvernig staðið var að kynningu þess, en frumvarpið var ekki kynnt fyrir ríkisstjórn áður en blaðamannafundur um málið var haldinn á fimmtudag. Eftir fundinn lét Lilja þó hafa eftir sér í fjölmiðlum að einhugur væri innan ríkisstjórnarinnar um frumvarpið. Minnisblað um áform ráðherrans í málefnum einkarekinna fjölmiðla var til umræðu á ríkisstjórnarfundi daginn eftir, á föstudag. Lilja segir sjálf að málinu hafi verið vel tekið innan ríkisstjórnarinnar. „Það er mikill stuðningur frá Framsókn og VG. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar sagðist sáttur við frumvarpið þó að mætti gera meira í samtali við fjölmiðla,“ segir Lilja og á þar við Pál Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóra og þingmann Sjálfstæðisflokks, sem tjáði sig um málið í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. Lilja hafði aðspurð að öðru leyti ekki heyrt af óánægjuröddum innan Sjálfstæðisflokksins, en nefndi að fulltrúi frá fjármálaráðuneytinu hefði komið að vinnu frumvarpsins. Lilja kynnti efni frumvarpsins í menntamálaráðuneytinu þann 31. janúar síðastliðinn. Þar segir að einkareknir fjölmiðlar geti sótt um styrki í formi endurgreiðslu á allt að 25 prósentum við rekstur ritstjórnar. Fyrir styrkveitingunni eru sett ýmis skilyrði svo sem að efni fjölmiðils sé fjölbreytt og fyrir allan almenning, það byggist á fréttum, fréttatengdu efni og samfélagsumræðu í víðum skilningi. 50 milljóna króna þak verður sett á hámarksfjárhæð styrkja til fjölmiðlanna. Málið var rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í gær. Þeim sem Fréttablaðið ræddi við kom meðal annars saman um að ef ekkert væri gert í fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, sem skekkti samkeppni á fjölmiðlamarkaði, væri stuðningurinn sem leggja ætti til í frumvarpi ráðherrans við einkarekna fjölmiðla til lítils. Frumvarpið er nú í samráðsgátt stjórnvalda og samráð stendur yfir til 15. þessa mánaðar. „Frumvarpið er í samráðsgáttinni til þess að umsagnir og athugasemdir berist. Að öðru leyti er þetta tímamótafrumvarp, sem er almennt og nær yfir mikilvægi þess hvaða hlutverki fjölmiðlar gegna,“ segir Lilja en segir aðspurð, að fullsnemmt sé að segja til um hvort frumvarpið fari í gegnum þingið óbreytt. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hvergi vikið að samkeppni í fjölmiðlafrumvarpinu „Þrátt fyrir að frumvarpið feli í sér heildarlöggjöf á sviði fjölmiðla þá er þannig hvergi vikið að samkeppnissjónarmiðum né heldur er tækifærið nýtt til að takmarka verulega aðkomu RÚV að auglýsingamarkaði." 30. apríl 2010 13:07 Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. 17. janúar 2019 06:15 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira
Talsverðrar óánægju gætir meðal þingmanna Sjálfstæðisflokks með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeim sem blaðið ræddi við úr röðum flokksins kom einnig saman um að sérkennilegt hefði verið hvernig staðið var að kynningu þess, en frumvarpið var ekki kynnt fyrir ríkisstjórn áður en blaðamannafundur um málið var haldinn á fimmtudag. Eftir fundinn lét Lilja þó hafa eftir sér í fjölmiðlum að einhugur væri innan ríkisstjórnarinnar um frumvarpið. Minnisblað um áform ráðherrans í málefnum einkarekinna fjölmiðla var til umræðu á ríkisstjórnarfundi daginn eftir, á föstudag. Lilja segir sjálf að málinu hafi verið vel tekið innan ríkisstjórnarinnar. „Það er mikill stuðningur frá Framsókn og VG. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar sagðist sáttur við frumvarpið þó að mætti gera meira í samtali við fjölmiðla,“ segir Lilja og á þar við Pál Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóra og þingmann Sjálfstæðisflokks, sem tjáði sig um málið í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. Lilja hafði aðspurð að öðru leyti ekki heyrt af óánægjuröddum innan Sjálfstæðisflokksins, en nefndi að fulltrúi frá fjármálaráðuneytinu hefði komið að vinnu frumvarpsins. Lilja kynnti efni frumvarpsins í menntamálaráðuneytinu þann 31. janúar síðastliðinn. Þar segir að einkareknir fjölmiðlar geti sótt um styrki í formi endurgreiðslu á allt að 25 prósentum við rekstur ritstjórnar. Fyrir styrkveitingunni eru sett ýmis skilyrði svo sem að efni fjölmiðils sé fjölbreytt og fyrir allan almenning, það byggist á fréttum, fréttatengdu efni og samfélagsumræðu í víðum skilningi. 50 milljóna króna þak verður sett á hámarksfjárhæð styrkja til fjölmiðlanna. Málið var rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í gær. Þeim sem Fréttablaðið ræddi við kom meðal annars saman um að ef ekkert væri gert í fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, sem skekkti samkeppni á fjölmiðlamarkaði, væri stuðningurinn sem leggja ætti til í frumvarpi ráðherrans við einkarekna fjölmiðla til lítils. Frumvarpið er nú í samráðsgátt stjórnvalda og samráð stendur yfir til 15. þessa mánaðar. „Frumvarpið er í samráðsgáttinni til þess að umsagnir og athugasemdir berist. Að öðru leyti er þetta tímamótafrumvarp, sem er almennt og nær yfir mikilvægi þess hvaða hlutverki fjölmiðlar gegna,“ segir Lilja en segir aðspurð, að fullsnemmt sé að segja til um hvort frumvarpið fari í gegnum þingið óbreytt.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hvergi vikið að samkeppni í fjölmiðlafrumvarpinu „Þrátt fyrir að frumvarpið feli í sér heildarlöggjöf á sviði fjölmiðla þá er þannig hvergi vikið að samkeppnissjónarmiðum né heldur er tækifærið nýtt til að takmarka verulega aðkomu RÚV að auglýsingamarkaði." 30. apríl 2010 13:07 Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. 17. janúar 2019 06:15 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira
Hvergi vikið að samkeppni í fjölmiðlafrumvarpinu „Þrátt fyrir að frumvarpið feli í sér heildarlöggjöf á sviði fjölmiðla þá er þannig hvergi vikið að samkeppnissjónarmiðum né heldur er tækifærið nýtt til að takmarka verulega aðkomu RÚV að auglýsingamarkaði." 30. apríl 2010 13:07
Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. 17. janúar 2019 06:15