Volvo ætlar að tvöfalda sölu XC40 Finnur Thorlacius skrifar 7. febrúar 2019 13:00 Volvo XC40 jepplingurinn. Í áætlunum Volvo kveður á um tvöföldun á sölu jepplingsins XC40 á þessu ári og með því yrði sala hans 150.000 bílar í ár. Árið í ár verður fyrsta heila árið sem bíllinn er í sölu og því eðlilegt að búast við aukinni sölu og því eðlilegt að búast við aukinni sölu hans, en í fyrra hafði Volvo ekki undan að afgreiða bílinn upp í pantanir. Til að þetta sé nú gerlegt hefur Volvo aukið mjög framleiðslugetuna í verksmiðju sinni í Ghent í Belgíu, þar sem XC40 er smíðaður. Þessi áætlaða aukna sala í XC40 bílnum er liður í því að færa árssölu Volvo upp í 800.000 bíla á ári, en heildarsalan í fyrra nam tæplega 650.000 bílum og jókst um 12,4% á milli ára. Hafa skal í huga að sala bíla í heiminum jókst ekki í fyrra frá árinu 2017. Sala Volvo í Kína í fyrra jókst um 14,1% og seldust þar 130.000 bílar, en Evrópa er enn stærsti markaður Volvo og seldust þar 318.000 bílar í fyrra. Hvort tekst á þessu ári að ná 800.000 bíla heildarsölu er fremur ólíklegt, en þó er það raunhæft á allra næstu árum. Söluhæsta bílgerð Volvo í fyrra var XC60 jepplingurinn en af honum seldust 189.459 bílar og af XC90 seldust 94.182 eintök og varð hann næstsöluhæstur. Þar á eftir kom Volvo V40/V40 Cross Country með 77.587 bíla selda og þá S90 með 57.142 eintök. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent
Í áætlunum Volvo kveður á um tvöföldun á sölu jepplingsins XC40 á þessu ári og með því yrði sala hans 150.000 bílar í ár. Árið í ár verður fyrsta heila árið sem bíllinn er í sölu og því eðlilegt að búast við aukinni sölu og því eðlilegt að búast við aukinni sölu hans, en í fyrra hafði Volvo ekki undan að afgreiða bílinn upp í pantanir. Til að þetta sé nú gerlegt hefur Volvo aukið mjög framleiðslugetuna í verksmiðju sinni í Ghent í Belgíu, þar sem XC40 er smíðaður. Þessi áætlaða aukna sala í XC40 bílnum er liður í því að færa árssölu Volvo upp í 800.000 bíla á ári, en heildarsalan í fyrra nam tæplega 650.000 bílum og jókst um 12,4% á milli ára. Hafa skal í huga að sala bíla í heiminum jókst ekki í fyrra frá árinu 2017. Sala Volvo í Kína í fyrra jókst um 14,1% og seldust þar 130.000 bílar, en Evrópa er enn stærsti markaður Volvo og seldust þar 318.000 bílar í fyrra. Hvort tekst á þessu ári að ná 800.000 bíla heildarsölu er fremur ólíklegt, en þó er það raunhæft á allra næstu árum. Söluhæsta bílgerð Volvo í fyrra var XC60 jepplingurinn en af honum seldust 189.459 bílar og af XC90 seldust 94.182 eintök og varð hann næstsöluhæstur. Þar á eftir kom Volvo V40/V40 Cross Country með 77.587 bíla selda og þá S90 með 57.142 eintök.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent