Handbolti

Elvar Örn: Nokkur lið áhugasöm en Skjern stóð upp úr

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður, er spenntur fyrir komandi verkefni í Danmörku en tilkynnt var í dag að hann hefði skrifað undir tveggja ára samning við Skjern.

Skjern er ríkjandi danskur meistari en Patrekur Jóhannesson, sem nú þálfar Elvar á Selfossi, tekur við Skjern í sumar og verður því Patrekur áfram undir verndarvæng Patreks næstu árin.

„Ég var með nokkur lið sem voru áhugasöm en Skjern stóð upp úr að lokum,“ sagði Elvar Örn í samtali við Henry Birgi Gunnarsson fyrir leik Aftureldingu og Selfoss.

Var það Patrekur sem gerði gæfumuninn?

„Hann er inni í reikningnum en ég fór svo að hugsa út í alla hina hlutina. Skjern er frábært félag sem gerir mikið fyrir leikmennina sína. Að endingu stóðu þeir upp úr.“

„Ég tel þetta vera mjög gott fyrsta skref og vonandi verður það það. Ég hef talað við marga sem hafa spilað í Skjern og þeir segja allir að þetta sé frábært félag. Vonandi verður það þannig fyrir mig líka.“

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×