Fiskistofnar ná sér á strik í Úganda Heimsljós kynnir 4. febrúar 2019 16:30 Fiskimenn við Viktoríuvatn Wikimedia Commons Aukinn afli vegna batnandi ástands fiskistofna í stöðuvötnum Úganda hefur haft í för með sér að fleiri fiskverkunarstöðvar eru nú starfræktar þar en mörg undanfarin ár. Þróunin er rakin til aðgerða stjórnvalda gegn veiðum með ólöglegum veiðarfærum. 21 fiskverkunarstöð var starfrækt í Úganda árið 2005. Aflasamdráttur varð hins vegar til þess að þeim var lokað einni af annarri. Árið 2017 voru aðeins sjö eftir og þær störfuðu ekki einu sinni á fullum afköstum. Stjórnvöld í landinu gripu í taumana, bönnuðu innflutning á ólöglegum veiðarfærategundum og hertu eftirlit með veiðum. Herinn sér meðal annars um að framfylgja reglum um möskvastærðir til að sporna við veiðum á undirmálsfiski. Aðgerðirnar virðast hafa skilað árangri því afli hefur aukist á ný. Aukið framboð þýðir að fleiri fiskverkunarstöðvar eru í rekstri. Að því er fram kemur í dagblaðinu New Vision eru þrettán fiskverkunarstöðvar nú starfræktar í landinu og vinna þær allar á fullum afköstum. Íslendingar byggðu upp úr aldamótum upp fiskgæðakerfi með Fiskimálastofnuninni í Úganda en það gerði þeim kleift að gefa út gæðavottorð sem höfðu til dæmis gildi á Evrópumarkaði. Einnig voru um tuttugu löndunarstaðir byggðir upp við Albertsvatn, Kyogavatn og við Viktoríuvatn í Kalangala, sem uppfylla skilyrði um móttöku á fiski inn á kröfuharða erlenda markaði. Miðað við uppganginn í veiðunum nú má leiða líkur að því að útflutningur á fiski á Evrópumarkað aukist á ný og þá er ljóst að uppbyggingin sem Íslendingar stóðu að á sínum tíma, í samvinnu við heimamenn nýtist vel. Bættar hreinlætisaðstæður og hreint vatn í fiskiþorpum í Buikwe og Kalangala hafa einnig sitt að segja í þeim efnum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent
Aukinn afli vegna batnandi ástands fiskistofna í stöðuvötnum Úganda hefur haft í för með sér að fleiri fiskverkunarstöðvar eru nú starfræktar þar en mörg undanfarin ár. Þróunin er rakin til aðgerða stjórnvalda gegn veiðum með ólöglegum veiðarfærum. 21 fiskverkunarstöð var starfrækt í Úganda árið 2005. Aflasamdráttur varð hins vegar til þess að þeim var lokað einni af annarri. Árið 2017 voru aðeins sjö eftir og þær störfuðu ekki einu sinni á fullum afköstum. Stjórnvöld í landinu gripu í taumana, bönnuðu innflutning á ólöglegum veiðarfærategundum og hertu eftirlit með veiðum. Herinn sér meðal annars um að framfylgja reglum um möskvastærðir til að sporna við veiðum á undirmálsfiski. Aðgerðirnar virðast hafa skilað árangri því afli hefur aukist á ný. Aukið framboð þýðir að fleiri fiskverkunarstöðvar eru í rekstri. Að því er fram kemur í dagblaðinu New Vision eru þrettán fiskverkunarstöðvar nú starfræktar í landinu og vinna þær allar á fullum afköstum. Íslendingar byggðu upp úr aldamótum upp fiskgæðakerfi með Fiskimálastofnuninni í Úganda en það gerði þeim kleift að gefa út gæðavottorð sem höfðu til dæmis gildi á Evrópumarkaði. Einnig voru um tuttugu löndunarstaðir byggðir upp við Albertsvatn, Kyogavatn og við Viktoríuvatn í Kalangala, sem uppfylla skilyrði um móttöku á fiski inn á kröfuharða erlenda markaði. Miðað við uppganginn í veiðunum nú má leiða líkur að því að útflutningur á fiski á Evrópumarkað aukist á ný og þá er ljóst að uppbyggingin sem Íslendingar stóðu að á sínum tíma, í samvinnu við heimamenn nýtist vel. Bættar hreinlætisaðstæður og hreint vatn í fiskiþorpum í Buikwe og Kalangala hafa einnig sitt að segja í þeim efnum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent