Hægt að hindra þriðjung dauðsfalla af krabbameini Sveinn Arnarsson skrifar 4. febrúar 2019 06:00 Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins sem hefur herferð í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Í fyrra létust tæplega 700 manns á Íslandi af völdum krabbameina. Krabbameinsfélagið telur að hægt væri að koma í veg fyrir að minnsta kosti þriðjung þessara dauðsfalla með auknum forvörnum, þekkingu á einkennum, snemmgreiningu og meðferð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í tilefni þess að í dag er alþjóðlegi krabbameinsdagurinn. Vinnuvikan sem er að hefjast verður tileinkuð fræðslu tengdri krabbameinum og forvörnum gegn þeim. Þá hefst í dag þriggja ára herferð krabbameinsfélaga um allan heim. Hefur Krabbameinsfélagið fengið fyrirtæki til liðs við sig sem skuldbinda sig til að láta til sín taka í baráttunni gegn krabbameinum. Þessi fyrirtæki munu miðla upplýsingum til starfsmanna sinna og stuðla að heilsusamlegu vinnuumhverfi. Þá eru önnur fyrirtæki hvött til að skrá sig til leiks og verður boðið upp á fyrirlestra í fyrirtæki, ráðgjöf og fjölbreytt námskeið. Haft er eftir Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins, að allir þurfi að vera meðvitaðir um lífsstílsþætti sem eru fyrirbyggjandi gegn krabbameinum. Fyrirtæki geti stutt við starfsmenn sína með því að auðvelda þeim að velja heilbrigða lifnaðarhætti og um leið unnið gegn krabbameinum. „Aukin þekking hjálpar okkur að vera vakandi fyrir einkennum, taka upplýstar ákvarðanir um heilsu okkar og takast á við ótta og misskilning um krabbamein,“ segir Halla. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Virkja krabbameinsáætlun í fyrsta sinn Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir nýsamþykkta krabbameinsáætlun tímamótaplagg enda í fyrsta sinn sem slík áætlun er virkjuð hér á landi. Hún vonast til að stjórnvöld dragi ekki lappirnar í úrvinnslu hennar. 31. janúar 2019 21:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Í fyrra létust tæplega 700 manns á Íslandi af völdum krabbameina. Krabbameinsfélagið telur að hægt væri að koma í veg fyrir að minnsta kosti þriðjung þessara dauðsfalla með auknum forvörnum, þekkingu á einkennum, snemmgreiningu og meðferð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í tilefni þess að í dag er alþjóðlegi krabbameinsdagurinn. Vinnuvikan sem er að hefjast verður tileinkuð fræðslu tengdri krabbameinum og forvörnum gegn þeim. Þá hefst í dag þriggja ára herferð krabbameinsfélaga um allan heim. Hefur Krabbameinsfélagið fengið fyrirtæki til liðs við sig sem skuldbinda sig til að láta til sín taka í baráttunni gegn krabbameinum. Þessi fyrirtæki munu miðla upplýsingum til starfsmanna sinna og stuðla að heilsusamlegu vinnuumhverfi. Þá eru önnur fyrirtæki hvött til að skrá sig til leiks og verður boðið upp á fyrirlestra í fyrirtæki, ráðgjöf og fjölbreytt námskeið. Haft er eftir Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins, að allir þurfi að vera meðvitaðir um lífsstílsþætti sem eru fyrirbyggjandi gegn krabbameinum. Fyrirtæki geti stutt við starfsmenn sína með því að auðvelda þeim að velja heilbrigða lifnaðarhætti og um leið unnið gegn krabbameinum. „Aukin þekking hjálpar okkur að vera vakandi fyrir einkennum, taka upplýstar ákvarðanir um heilsu okkar og takast á við ótta og misskilning um krabbamein,“ segir Halla.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Virkja krabbameinsáætlun í fyrsta sinn Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir nýsamþykkta krabbameinsáætlun tímamótaplagg enda í fyrsta sinn sem slík áætlun er virkjuð hér á landi. Hún vonast til að stjórnvöld dragi ekki lappirnar í úrvinnslu hennar. 31. janúar 2019 21:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Virkja krabbameinsáætlun í fyrsta sinn Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir nýsamþykkta krabbameinsáætlun tímamótaplagg enda í fyrsta sinn sem slík áætlun er virkjuð hér á landi. Hún vonast til að stjórnvöld dragi ekki lappirnar í úrvinnslu hennar. 31. janúar 2019 21:00