Leit að Emiliano Sala og flugmanninum David Ibbotson hefur verið hafin á nýjan leik, um tveimur vikum síðan flugvél með þá tvo innanborðs hvarf af ratsjám.
Emiliano Sala var á leið frá Frakklandi til Cardiff er flugvélin að öllum líkindum hrapaði í Ermasundið.
Leit að Sala og flugmanninum Ibbotson var hætt þremur dögum eftir hvarf flugvélarinnar þar sem litlar líkur voru taldar á að þeir fyndust á lífi.
Fjölskylda Sala hélt úti söfnun til þess að fjármagna einkarekna leit og hefur verið leitað á vegum þeirra síðustu daga. Í dag var enn á ný byrjað að leita aftur og í þetta skipti neðansjávar. David Mearns, sjávarlíffræðingur og sérfræðingur í leit að skipsflökum, fer fyrir leitinni.
Leitin fer fram í nágrenni eyjarinnar Guernsey við Frakklandsstrendur, en í lok janúar fundust púðar á strönd Frakklands sem taldir eru hafa verið úr flugvélinni.
Leitin að Sala og Ibbotson heldur áfram

Tengdar fréttir

Nokkrir leikmenn Cardiff hræddir við að fljúga
Þó svo leikmenn Cardiff City hafi aldrei náð að spila með Argentínumanninum Emiliano Sala þá hefur hvarf hans haft djúpstæð áhrif á leikmenn félagsins.

Tilfinningaþrunginn sigur Cardiff í fyrsta heimaleiknum eftir flugslys Sala
Cardiff vann sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni í rúman mánuð er liðið vann 2-0 sigur á Bournemouth á heimavelli í dag.

Tár féllu er Sala var minnst í Nantes | Myndir
Nantes spilaði í gær sinn fyrsta leik eftir að fyrrum leikmaður félagsins, Emiliano Sala, hvarf yfir Ermarsundi í flugvél sem átti að flytja hann til Cardiff. Argentínumannsins var eðlilega minnst á vellinum.

Telja sig hafa fundið brak úr flugvél Sala
Sessur sem fundust við strendur Ermarsundsins eru taldar vera úr flugvélinni sem fótboltamaðurinn Emiliano Sala var í þegar hún hvarf yfir sundinu.