Fótbolti

Rúrik með stoðsendingu í mikilvægum sigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rúrik Gíslason í leik með Sandhausen
Rúrik Gíslason í leik með Sandhausen vísir/getty
Rúrik Gíslason lagði upp fyrsta mark Sandhausen í bráðnauðsynlegum sigri á Bochum í þýsku B-deildinni í knattspyrnu.

Sandhausen er í fallsæti í B-deildinni en Bochum er í þægilegum málum um miðja deild.

Staðan var markalaus í fyrri hálfleik en á 54. mínútu tók íslenski landsliðsmaðurinn hornspyrnu sem Tim Knipping skoraði úr með góðum skalla.

Andrew Wooten skoraði annað mark Sandhausen þegar um korter var eftir af leiknum og á lokamínútunum bætti Fabian Schleusener við loka högginu, niðurstaðan 3-0 sigur.

Sandhausen er enn í fallsæti en lyfti sér upp fyrir Duisburg á markatölu með sigrinum og er nú aðeins einu stigi frá Magdeburg í öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×