Jón Baldvin svarar fyrir ásakanirnar í Silfrinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 18:32 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður í Silfrinu á morgun. FBL/Stefán Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra, sendiherra og formaður Alþýðuflokksins, mun á morgun mæta í viðtalsþáttinn Silfrið á RÚV til að svara fyrir ásakanir sem hafa verið settar fram á hendur honum um kynferðisbrot. Jón Baldvin hefur hingað til alfarið neitað sök fyrir utan að viðurkenna að hafa sent systurdóttur eiginkonu sinnar óviðeigandi bréf. Þetta verður í fyrsta sinn sem Jón Baldvin samþykkir að koma í viðtal til að ræða ásakanirnar en fyrir hálfum mánuði sendi hann frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í frétt Stundarinnar sem birtist 11. janúar voru birtar ásakanir fjögurra kvenna á hendur Jóni Baldvini. Frásagnirnar spanna yfir fimmtíu ár en nýjasta frásögnin hverfist um meinta kynferðislega áreitni sem á að hafa átt sér stað á Spáni síðasta sumar. Guðrún Harðardóttir systurdóttur Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins, steig fram árið 2012 í ítarlegu viðtali hjá Nýju lífi þar sem hún greinir frá því að Jón Baldvin hafi sent sér klámfengin bréf. Í yfirlýsingu sem Jón Baldvin birti í Fréttablaðinu 19. janúar viðurkenndi hann að bera þunga sök á því að hafa valdið langvarandi ósætti innan fjölskyldu eiginkonu sinnar með því að senda Guðrúnu óviðeigandi bréf. Guðrún stofnaði Facebook-hópinn #Me too Jón Baldvin Hannibalsson fyrir skömmu en í lýsingu á hópnum kemur fram að þar sé rætt um „upplifun kvenna af áreitni og/eða ofbeldi Jóns Baldvins Hannibalssonar.“ Í hópnum eru hátt í 700 manns. Fanney Birna Jónsdóttir blaðamaður og annar tveggja þáttastjórnanda tilkynnti um viðtalið á Facebook-síðu sinni en Jón Baldvin verður í Silfrinu á morgun klukkan 11:00. MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir Jón Baldvin hafa misnotað stöðu sína sem sendiherra við nauðungarvistun Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. 17. janúar 2019 09:36 Yfirlýsing frá Jóni Baldvin Hannibalssyni: Án dóms og laga Að undanförnu hefur mátt lesa í hefðbundnum fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum sögur nafngreindra kvenna um vítaverða hegðun undirritaðs gagnvart kvenþjóðinni, jafnvel hálfa öld aftur í tímann. 19. janúar 2019 06:00 Jón Baldvin segir frásagnir kvennanna ýmist uppspuna eða skrumskælingu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, ætlar hvorki að lögsækja dóttur sína né frænkur eiginkonu sinnar. 19. janúar 2019 02:30 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra, sendiherra og formaður Alþýðuflokksins, mun á morgun mæta í viðtalsþáttinn Silfrið á RÚV til að svara fyrir ásakanir sem hafa verið settar fram á hendur honum um kynferðisbrot. Jón Baldvin hefur hingað til alfarið neitað sök fyrir utan að viðurkenna að hafa sent systurdóttur eiginkonu sinnar óviðeigandi bréf. Þetta verður í fyrsta sinn sem Jón Baldvin samþykkir að koma í viðtal til að ræða ásakanirnar en fyrir hálfum mánuði sendi hann frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í frétt Stundarinnar sem birtist 11. janúar voru birtar ásakanir fjögurra kvenna á hendur Jóni Baldvini. Frásagnirnar spanna yfir fimmtíu ár en nýjasta frásögnin hverfist um meinta kynferðislega áreitni sem á að hafa átt sér stað á Spáni síðasta sumar. Guðrún Harðardóttir systurdóttur Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins, steig fram árið 2012 í ítarlegu viðtali hjá Nýju lífi þar sem hún greinir frá því að Jón Baldvin hafi sent sér klámfengin bréf. Í yfirlýsingu sem Jón Baldvin birti í Fréttablaðinu 19. janúar viðurkenndi hann að bera þunga sök á því að hafa valdið langvarandi ósætti innan fjölskyldu eiginkonu sinnar með því að senda Guðrúnu óviðeigandi bréf. Guðrún stofnaði Facebook-hópinn #Me too Jón Baldvin Hannibalsson fyrir skömmu en í lýsingu á hópnum kemur fram að þar sé rætt um „upplifun kvenna af áreitni og/eða ofbeldi Jóns Baldvins Hannibalssonar.“ Í hópnum eru hátt í 700 manns. Fanney Birna Jónsdóttir blaðamaður og annar tveggja þáttastjórnanda tilkynnti um viðtalið á Facebook-síðu sinni en Jón Baldvin verður í Silfrinu á morgun klukkan 11:00.
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir Jón Baldvin hafa misnotað stöðu sína sem sendiherra við nauðungarvistun Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. 17. janúar 2019 09:36 Yfirlýsing frá Jóni Baldvin Hannibalssyni: Án dóms og laga Að undanförnu hefur mátt lesa í hefðbundnum fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum sögur nafngreindra kvenna um vítaverða hegðun undirritaðs gagnvart kvenþjóðinni, jafnvel hálfa öld aftur í tímann. 19. janúar 2019 06:00 Jón Baldvin segir frásagnir kvennanna ýmist uppspuna eða skrumskælingu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, ætlar hvorki að lögsækja dóttur sína né frænkur eiginkonu sinnar. 19. janúar 2019 02:30 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Segir Jón Baldvin hafa misnotað stöðu sína sem sendiherra við nauðungarvistun Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. 17. janúar 2019 09:36
Yfirlýsing frá Jóni Baldvin Hannibalssyni: Án dóms og laga Að undanförnu hefur mátt lesa í hefðbundnum fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum sögur nafngreindra kvenna um vítaverða hegðun undirritaðs gagnvart kvenþjóðinni, jafnvel hálfa öld aftur í tímann. 19. janúar 2019 06:00
Jón Baldvin segir frásagnir kvennanna ýmist uppspuna eða skrumskælingu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, ætlar hvorki að lögsækja dóttur sína né frænkur eiginkonu sinnar. 19. janúar 2019 02:30
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum