Ágústa Eva segir bólfélagaumfjöllun DV ósmekklega Sylvía Hall skrifar 2. febrúar 2019 11:27 Ágústa Eva er ekki sátt við umfjöllun DV. Vísir/Valli Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir tjáir sig á Facebook-síðu sinni um umfjöllun DV þar sem endurbirtur var tæplega fjögurra ára gamall listi yfir „eftirsóttustu bólfélaga Íslands.“ Umfjöllunin vakti mikla athygli en Ágústa Eva var þar efst á lista. „Rauðhærð, glæsileg og sterk eins og Lína langsokkur. Bæði karlar og konur nefndu hana oftar en nokkra aðra konu sem komst á blað. Ágústa vinnur slaginn og er eftirsóttasti kvenkyns bólfélagi Íslands,“ stóð við mynd af Ágústu Evu sem er allt annað en sátt við skrifin. Á myndinni sem fylgir umfjöllun DV má sjá marga þekkta einstaklinga, suma fáklædda en á listanum má meðal annars finna leikara, áhrifavalda og stjórnmálamenn. „Ósmekklegt með öllu, stilla upp fólki á nærfötunum, það sett í kynferðislegt samhengi og í ofan á lag það listað upp eins og á útsölubæklingi og dreift manna á milli,“ skrifar Ágústa Eva í færslunni. Snærós Sindradóttir, fjölmiðlakona á RÚV, deilir umfjölluninni.Uuu... ég þakka traustið? https://t.co/FQ18rnQvJQ — Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) January 31, 2019 Hún segir vald fjölmiðla mikið en því fylgi einnig ábyrgð og það hafi verið misnotað og notað á annarlegan hátt í umræddri umfjöllun. Þá á hún bágt með að trúa því að svona hugsun viðgangist enn í dag. „Tilgangurinn er ofar mínum skilning. Það virðist sem "blaðamaður" hafi verið í einhverskonar annarlegu ástandi við þessi skrif eða jafnvel lyfjaður, trúi ekki að svona hugsun og yfirlýsingar séu viðteknar eða eðlilegar á okkar tímum.“ Athygli vekur að umfjöllunin er tæplega fjögurra ára gömul en DV endurbirti hana á dögunum. Ágústa Eva deildi sjálf umfjölluninni í júlí árið 2015 en linkurinn á hana er óvirkur.Fréttin var uppfærð þegar í ljós kom að umfjöllunin var frá því í júlí 2015 en DV endurbirti á dögunum. Fjölmiðlar Kynlíf Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir tjáir sig á Facebook-síðu sinni um umfjöllun DV þar sem endurbirtur var tæplega fjögurra ára gamall listi yfir „eftirsóttustu bólfélaga Íslands.“ Umfjöllunin vakti mikla athygli en Ágústa Eva var þar efst á lista. „Rauðhærð, glæsileg og sterk eins og Lína langsokkur. Bæði karlar og konur nefndu hana oftar en nokkra aðra konu sem komst á blað. Ágústa vinnur slaginn og er eftirsóttasti kvenkyns bólfélagi Íslands,“ stóð við mynd af Ágústu Evu sem er allt annað en sátt við skrifin. Á myndinni sem fylgir umfjöllun DV má sjá marga þekkta einstaklinga, suma fáklædda en á listanum má meðal annars finna leikara, áhrifavalda og stjórnmálamenn. „Ósmekklegt með öllu, stilla upp fólki á nærfötunum, það sett í kynferðislegt samhengi og í ofan á lag það listað upp eins og á útsölubæklingi og dreift manna á milli,“ skrifar Ágústa Eva í færslunni. Snærós Sindradóttir, fjölmiðlakona á RÚV, deilir umfjölluninni.Uuu... ég þakka traustið? https://t.co/FQ18rnQvJQ — Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) January 31, 2019 Hún segir vald fjölmiðla mikið en því fylgi einnig ábyrgð og það hafi verið misnotað og notað á annarlegan hátt í umræddri umfjöllun. Þá á hún bágt með að trúa því að svona hugsun viðgangist enn í dag. „Tilgangurinn er ofar mínum skilning. Það virðist sem "blaðamaður" hafi verið í einhverskonar annarlegu ástandi við þessi skrif eða jafnvel lyfjaður, trúi ekki að svona hugsun og yfirlýsingar séu viðteknar eða eðlilegar á okkar tímum.“ Athygli vekur að umfjöllunin er tæplega fjögurra ára gömul en DV endurbirti hana á dögunum. Ágústa Eva deildi sjálf umfjölluninni í júlí árið 2015 en linkurinn á hana er óvirkur.Fréttin var uppfærð þegar í ljós kom að umfjöllunin var frá því í júlí 2015 en DV endurbirti á dögunum.
Fjölmiðlar Kynlíf Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira