Ég er ennþá að læra Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 08:43 Ný verkefni bíða Rögnu sem segist samt ekki ætla að fylla líf sitt af vinnu. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Ragna Fossberg förðunarmeistari er nýhætt á Ríkisútvarpinu eftir nær hálfrar aldar starf þar. Hún hættir vegna aldurs en hún verður sjötug 27. febrúar. „Ég er mjög sátt af því alls kyns verkefni bíða mín. Hins vegar eru þessar reglur fáránlegar, þingmenn mega vinna áttræðir og þeir setja lögin, en ríkisstarfsmenn verða að víkja sjötugir þótt þeir hafi fulla heilsu,“ segir hún. Sjálf er Ragna einstaklega heilsuhraust. Hún segir að á þeim 47 árum sem hún hafi unnið á RÚV hafi hún einungis tekið fjóra veikindadaga. Spurð hvort hún sé vinnuþjarkur svarar hún: „Ég held að ég megi kallast það. Ég get ekki farið í frí og legið á sólbekk, ég þarf alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni.“Hvenær fékkstu fyrst áhuga á förðun?„Þetta var bara tilfallandi. Ég lærði hárgreiðslu og greiddi sjónvarpsþulunum. Ég kynntist starfsfólki í húsinu og var reyndar gift einum sem vann þar. Auðbjörg Ögmundsdóttir sem var yfirsminka og dönsk sminka fengu mig til að hjálpa til við förðun í uppfærslu á Skálholti eftir Guðmund Kamban. Eftir það var mér bent á að sækja um starf sminku og Auðbjörg kenndi mér síðan undirstöðuatriðin í förðun. Þannig byrjaði boltinn að rúlla. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt starf og ég segi alltaf að ég sé enn að læra. Ef ég hefði einhvern tímann fundið að ég væri ekki lengur að læra þá hefði ég hætt.“ Á þessum árum hafa fjölmargir sest í stólinn hjá Rögnu og fengið smink. Spurð hvort hún hafi farðað fólk sem hafi verið skjálfandi af stressi fyrir upptöku svarar hún því játandi: „Það gerist oft þegar fólk er að koma í fyrsta skiptið og oftar hjá konum, allavega viðurkenna þær frekar að þær séu stressaðar. Þá er það mitt að afstressa fólk og það gengur oft mjög vel.“ Hún segir að það hafi komið fyrir að fólk hafi neitað að láta sminka sig. „Thor Vilhjálmsson neitaði alltaf og þá var það bara í góðu lagi. David Attenborough sagðist alltaf hafa neitað að láta sminka sig. Við sminkurnar erum ekki að breyta fólki með því að farða það, við erum að láta fólki líða vel. Við erum iðnaðarmenn.“Himneskir íslenskir leikarar Ragna hefur gert alls kyns gervi fyrir ýmsa þætti eins og Spaugstofuna og Áramótaskaup. Hún er spurð hvort hún sé sérstaklega stolt af einhverju sérstöku gervi sem hún hafi gert. „Já, það sem mér hefur fundist takast best er Halldór Laxness sem Pálmi Gestsson lék. Hann var það líkur Laxness að Dunu dóttur hans fannst óþægilegt að horfa á hann.“ Hún hefur séð um förðun í tuga kvikmynda og hefur sjö sinnum unnið til Edduverðlauna. Hún hefur unnið með Baltasar Kormáki í flestum mynda hans. „Hann er stórkostlegur leikstjóri, er fylginn sér og það sem hann segir stenst. Hann er með fasta mynd í huganum og er ekki stöðugt að umbylta henni. Það getur verið erfitt að vinna með leikstjórum sem eru alltaf að breyta hlutunum og ætlast svo til að maður viti af breytingunum án þess að þeir hafi sagt manni frá þeim.“ Hún hefur farðað fjölda erlendra stórstjarna en segir skemmtilegra að vinna með íslenskum leikurum en þeim erlendu. „Sumum erlendum stórleikurum finnst að það eigi að vera vesen í kringum þá og þeir komast upp með mikla tilætlunarsemi. Upp til hópa er þetta samt ágætis fólk. Ég kynntist Forrest Whittaker sem er afskaplega geðugur eins og Julie Christie, og Julia Stiles er yndisleg ung manneskja. Þetta er fólk sem fellur inn í það umhverfi sem það er í. Íslenskir leikarar eru himneskir, það er aldrei neitt vesen í kringum þá. Nýlega var ég að vinna með Elmu Lísu Gunnarsdóttur sem leikur aðalhlutverkið í Tryggð, og hún er yndisleg manneskja. Í myndinni er hún í hverri einustu senu og það kostar mikið átak fyrir leikara að túlka gleði og sorg allan tímann. Hún gerir það frábærlega.“Jóhann Fossberg, amman sem hún kallaði alltaf mömmu.Amma var mamma Blaðamaður snýr talinu að uppvexti Rögnu og í ljós kemur fjölskyldusaga sem er sneisafull af dramatík og þar er líka mikill harmur. „Æskuheimili mitt var Barmahlíð 7 þar sem ég bjó til tvítugs. Þar voru bæði amma mín, Jóhanna, og blóðmóðir mín, Helga. Ömmu mína kallaði ég móður og blóðmóður mína kallaði ég systur. Ég veit ekki hver faðir minn er, hef aldrei reynt að komast að því og mér stendur svo innilega á sama,“ segir Ragna.Spurðir þú aldrei blóðmóður þína hver væri faðir þinn?„Jú, ég gerði það en það gekk ekki þannig að ég hætti að spyrja. Það skipti heldur ekki máli. Ég fékk gott og heilbrigt uppeldi hjá þeirri konu sem ól mig upp.“Hvenær vissirðu að hún væri ekki mamma þín? „Í barnaskóla átti ég að skrifa fæðingarártal móður minnar og þá setti ég höndina fyrir til að fela blaðið því enginn mátti sjá að móðir mín var fædd 1889. Fyrir fermingu þurfti ég svo að ná í fæðingarvottorð mitt sem var í opnu umslagi og þá sá ég skrifað svart á hvítu: Ættleidd af ömmu sinni, Jóhönnu Fossberg. Innst inni hafði ég vitað þetta en talaði aldrei um það. Í þá daga var svo lítið talað um óþægilega hluti. Blóðmóðir mín var 28 ára þegar hún eignaðist mig. Hún var ekki alveg andlega heil, hafði fengið barnaveiki þegar hún var lítil. Í þá daga hefði hún hugsanlega verið sett á stofnun en amma mín tók það ekki í mál og þær bjuggu saman þar til amma lést. Eftir það bjó blóðmóðir mín ein, hún lifði til 92 ára aldurs. Hún átti gott líf.“Hvernig kona var amma þín? „Hún var ströng kona en yndisleg. Sem krakki átti ég að vera komin heim á ákveðnum tíma á kvöldin og þá mátti ekki muna fimm mínútum. Ef ég kom seint heim eftir hafa verið úti að leika mér þá var búið að læsa útidyrahurðinni. Þá lá ég á bréfalúgunni og blóðmóðir mín hleypti mér inn. Þannig lærði ég á klukku. Eitt af því sem skiptir hvað mestu máli í kvikmyndabransanum er að vera stundvís. Það er skelfilegt ef fólk er ekki stundvíst því þá eru tugir manns að bíða eftir viðkomandi. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á það.“Ekki sendur sem pakki Ragna er fædd árið 1949 og ólst upp með bróður sínum, Cyril Edward, sem fæddist árið 1940. Hann er þó ekki skyldur henni, en Jóhanna amma hennar og eiginmaður hennar, Gunnlaugur Fossberg, tóku hann í fóstur átta mánaða gamlan. Fjölskyldusaga Cyrils Edward er merkileg. Foreldrar hans voru George Edward Hoblyn, vararæðismaður Breta á Íslandi, og Margaret Reid Hoblyn. Örfáum dögum eftir fæðingu hans hernámu Bretar Ísland og þar sem Hoblyn átti þýska konu var hann talinn vera njósnari Þjóðverja. Hjónin voru handtekin og send á eyjuna Mön en drengurinn skilinn eftir. Hann átti að vera tímabundið í fóstri hjá Jóhönnu og eiginmanni hennar. „Eftir að hafa verið í haldi á Mön fluttu foreldrar hans til Egyptalands og til stóð að senda hann þangað til þeirra. Amma sagði: Þið getið náð í hann, hann verður aldrei sendur sem pakki. Hann varð áfram hjá okkur og við sögðum oft að hann hefði verið skilinn eftir í burðarrúmi á borðstofuborðinu. Hann bjó hér á landi til dauðadags, lengst af á Ísafirði, giftist og eignaðist börn og lést árið 2017,“ segir Ragna. Spurð hvort Cyril Edward hafi einhvern tímann hitt blóðforeldra sína segir Ragna svo ekki hafa verið. „Foreldrar hans skildu og móðir hans giftist aftur. Þegar hann var orðinn stálpaður komst hann í samband við móður sína, þá var pabbi hans nýdáinn, en hún guggnaði á því að hitta hann.“Cyril Edward, bróðir Rögnu, en samt alls óskyldur henni.Fjölskulduharmleikur Árið 1951, þegar Ragna var rúmlega tveggja ára, varð mikill harmleikur í fjölskyldunni. Eftir að hafa nýlega misst mann sinn létust dóttir Jóhönnu, Ragna Fossberg Craven, Geoffrey Craven, enskur eiginmaður hennar, sem var listmálari, og ung dóttir þeirra í fellibyl á Jamaíka. „Það hafði staðið til að Ragna ættleiddi mig og ég færi út til fjölskyldunnar. Á Jamaíka bjuggu þau í litlu hlöðnu steinhúsi, þeim var boðið að flytja sig yfir í aðra byggingu en töldu húsið sitt vera sterkt og urðu þar kyrr. Húsið hrundi í fellibylnum og þau dóu öll,“ segir Ragna. Árið 2000 fór Ragna með blóðmóður sinni og vinkonu, Guðrúnu Ólafsdóttur, til Jamaíka. „Þetta var eins konar pílagrímsferð. Ég pantaði herbergi fyrir okkur á hóteli og við komumst svo að því að hótelið var reist á grunni þar sem Ragna og maður hennar höfðu rekið fyrirtæki með bátaleigu og sporthúsi. Við hittum barþjón sem var sonur garðyrkjumannsins þeirra. Þarna komumst við í kynni við fólk sem gat leitt okkur áfram, en við vitum ekki enn hvar gröf fjölskyldunnar er. Það veit enginn.“Móðursystirin og alnafna, Ragna Fossberg Craven, með ungri dóttur sinni Freyju, en þær létust í fellibyl á Jamaíka árið 1951 ásamt eiginmanni Rögnu.Engin gifting Blaðamaður forvitnast um einkalíf Rögnu en hún á einn son, Ívar Örn Helgason, með fyrri manni sínum, Helga Sveinbjörnssyni. Hún hefur í rúm 30 ár verið í sambúð með Birni Emilssyni dagskrárgerðarmanni. Þau eru ekki gift og Ragna segir að það standi ekki til. „Ég er búin að vera gift einu sinni. Það hefur ekkert upp á sig að gifta sig.“Hefur Björn beðið þín? „Nei, hann þorir það ekki, enda veit hann hversu ákveðin ég er í þessu máli.“Þú ert greinilega mjög ákveðin kona. „Sennilega er ég bara mjög lík henni ömmu minni.“ Þótt Ragna hætti störfum hjá Ríkisútvarpinu eru næg verkefni fram undan. Hún er að hefja vinnu við átta þátta seríu sem tekur þrjá mánuði í upptökum. Þetta er Ráðherrann sem Sagafilm framleiðir fyrir RÚV og leikstjórar eru Arnór Pálmi Arnarson og Nanna Kristín Magnúsdóttir. „Þetta verður skemmtilegt verkefni. Ég ætla samt að gæta þess vel að fylla líf mitt ekki af vinnu,“ segir Ragna. „Það er gott að geta dundað við eitt og annað á morgnana og þurfa ekki að rífa sig upp til að mæta einhvers staðar.“Á myndinni er Ragna Fossberg Craven með dóttur sinni Freyju. Til stóða að Ragna Fossberg yngri færi í fóstur til þessarar móðursystur sinnar og alnöfnu. Harmleikur kom í veg fyrir það en árið 2000 fór Ragna til Jamaíka í pílagrímsferð eins og hún kallar það sjálf. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Sjá meira
Ragna Fossberg förðunarmeistari er nýhætt á Ríkisútvarpinu eftir nær hálfrar aldar starf þar. Hún hættir vegna aldurs en hún verður sjötug 27. febrúar. „Ég er mjög sátt af því alls kyns verkefni bíða mín. Hins vegar eru þessar reglur fáránlegar, þingmenn mega vinna áttræðir og þeir setja lögin, en ríkisstarfsmenn verða að víkja sjötugir þótt þeir hafi fulla heilsu,“ segir hún. Sjálf er Ragna einstaklega heilsuhraust. Hún segir að á þeim 47 árum sem hún hafi unnið á RÚV hafi hún einungis tekið fjóra veikindadaga. Spurð hvort hún sé vinnuþjarkur svarar hún: „Ég held að ég megi kallast það. Ég get ekki farið í frí og legið á sólbekk, ég þarf alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni.“Hvenær fékkstu fyrst áhuga á förðun?„Þetta var bara tilfallandi. Ég lærði hárgreiðslu og greiddi sjónvarpsþulunum. Ég kynntist starfsfólki í húsinu og var reyndar gift einum sem vann þar. Auðbjörg Ögmundsdóttir sem var yfirsminka og dönsk sminka fengu mig til að hjálpa til við förðun í uppfærslu á Skálholti eftir Guðmund Kamban. Eftir það var mér bent á að sækja um starf sminku og Auðbjörg kenndi mér síðan undirstöðuatriðin í förðun. Þannig byrjaði boltinn að rúlla. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt starf og ég segi alltaf að ég sé enn að læra. Ef ég hefði einhvern tímann fundið að ég væri ekki lengur að læra þá hefði ég hætt.“ Á þessum árum hafa fjölmargir sest í stólinn hjá Rögnu og fengið smink. Spurð hvort hún hafi farðað fólk sem hafi verið skjálfandi af stressi fyrir upptöku svarar hún því játandi: „Það gerist oft þegar fólk er að koma í fyrsta skiptið og oftar hjá konum, allavega viðurkenna þær frekar að þær séu stressaðar. Þá er það mitt að afstressa fólk og það gengur oft mjög vel.“ Hún segir að það hafi komið fyrir að fólk hafi neitað að láta sminka sig. „Thor Vilhjálmsson neitaði alltaf og þá var það bara í góðu lagi. David Attenborough sagðist alltaf hafa neitað að láta sminka sig. Við sminkurnar erum ekki að breyta fólki með því að farða það, við erum að láta fólki líða vel. Við erum iðnaðarmenn.“Himneskir íslenskir leikarar Ragna hefur gert alls kyns gervi fyrir ýmsa þætti eins og Spaugstofuna og Áramótaskaup. Hún er spurð hvort hún sé sérstaklega stolt af einhverju sérstöku gervi sem hún hafi gert. „Já, það sem mér hefur fundist takast best er Halldór Laxness sem Pálmi Gestsson lék. Hann var það líkur Laxness að Dunu dóttur hans fannst óþægilegt að horfa á hann.“ Hún hefur séð um förðun í tuga kvikmynda og hefur sjö sinnum unnið til Edduverðlauna. Hún hefur unnið með Baltasar Kormáki í flestum mynda hans. „Hann er stórkostlegur leikstjóri, er fylginn sér og það sem hann segir stenst. Hann er með fasta mynd í huganum og er ekki stöðugt að umbylta henni. Það getur verið erfitt að vinna með leikstjórum sem eru alltaf að breyta hlutunum og ætlast svo til að maður viti af breytingunum án þess að þeir hafi sagt manni frá þeim.“ Hún hefur farðað fjölda erlendra stórstjarna en segir skemmtilegra að vinna með íslenskum leikurum en þeim erlendu. „Sumum erlendum stórleikurum finnst að það eigi að vera vesen í kringum þá og þeir komast upp með mikla tilætlunarsemi. Upp til hópa er þetta samt ágætis fólk. Ég kynntist Forrest Whittaker sem er afskaplega geðugur eins og Julie Christie, og Julia Stiles er yndisleg ung manneskja. Þetta er fólk sem fellur inn í það umhverfi sem það er í. Íslenskir leikarar eru himneskir, það er aldrei neitt vesen í kringum þá. Nýlega var ég að vinna með Elmu Lísu Gunnarsdóttur sem leikur aðalhlutverkið í Tryggð, og hún er yndisleg manneskja. Í myndinni er hún í hverri einustu senu og það kostar mikið átak fyrir leikara að túlka gleði og sorg allan tímann. Hún gerir það frábærlega.“Jóhann Fossberg, amman sem hún kallaði alltaf mömmu.Amma var mamma Blaðamaður snýr talinu að uppvexti Rögnu og í ljós kemur fjölskyldusaga sem er sneisafull af dramatík og þar er líka mikill harmur. „Æskuheimili mitt var Barmahlíð 7 þar sem ég bjó til tvítugs. Þar voru bæði amma mín, Jóhanna, og blóðmóðir mín, Helga. Ömmu mína kallaði ég móður og blóðmóður mína kallaði ég systur. Ég veit ekki hver faðir minn er, hef aldrei reynt að komast að því og mér stendur svo innilega á sama,“ segir Ragna.Spurðir þú aldrei blóðmóður þína hver væri faðir þinn?„Jú, ég gerði það en það gekk ekki þannig að ég hætti að spyrja. Það skipti heldur ekki máli. Ég fékk gott og heilbrigt uppeldi hjá þeirri konu sem ól mig upp.“Hvenær vissirðu að hún væri ekki mamma þín? „Í barnaskóla átti ég að skrifa fæðingarártal móður minnar og þá setti ég höndina fyrir til að fela blaðið því enginn mátti sjá að móðir mín var fædd 1889. Fyrir fermingu þurfti ég svo að ná í fæðingarvottorð mitt sem var í opnu umslagi og þá sá ég skrifað svart á hvítu: Ættleidd af ömmu sinni, Jóhönnu Fossberg. Innst inni hafði ég vitað þetta en talaði aldrei um það. Í þá daga var svo lítið talað um óþægilega hluti. Blóðmóðir mín var 28 ára þegar hún eignaðist mig. Hún var ekki alveg andlega heil, hafði fengið barnaveiki þegar hún var lítil. Í þá daga hefði hún hugsanlega verið sett á stofnun en amma mín tók það ekki í mál og þær bjuggu saman þar til amma lést. Eftir það bjó blóðmóðir mín ein, hún lifði til 92 ára aldurs. Hún átti gott líf.“Hvernig kona var amma þín? „Hún var ströng kona en yndisleg. Sem krakki átti ég að vera komin heim á ákveðnum tíma á kvöldin og þá mátti ekki muna fimm mínútum. Ef ég kom seint heim eftir hafa verið úti að leika mér þá var búið að læsa útidyrahurðinni. Þá lá ég á bréfalúgunni og blóðmóðir mín hleypti mér inn. Þannig lærði ég á klukku. Eitt af því sem skiptir hvað mestu máli í kvikmyndabransanum er að vera stundvís. Það er skelfilegt ef fólk er ekki stundvíst því þá eru tugir manns að bíða eftir viðkomandi. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á það.“Ekki sendur sem pakki Ragna er fædd árið 1949 og ólst upp með bróður sínum, Cyril Edward, sem fæddist árið 1940. Hann er þó ekki skyldur henni, en Jóhanna amma hennar og eiginmaður hennar, Gunnlaugur Fossberg, tóku hann í fóstur átta mánaða gamlan. Fjölskyldusaga Cyrils Edward er merkileg. Foreldrar hans voru George Edward Hoblyn, vararæðismaður Breta á Íslandi, og Margaret Reid Hoblyn. Örfáum dögum eftir fæðingu hans hernámu Bretar Ísland og þar sem Hoblyn átti þýska konu var hann talinn vera njósnari Þjóðverja. Hjónin voru handtekin og send á eyjuna Mön en drengurinn skilinn eftir. Hann átti að vera tímabundið í fóstri hjá Jóhönnu og eiginmanni hennar. „Eftir að hafa verið í haldi á Mön fluttu foreldrar hans til Egyptalands og til stóð að senda hann þangað til þeirra. Amma sagði: Þið getið náð í hann, hann verður aldrei sendur sem pakki. Hann varð áfram hjá okkur og við sögðum oft að hann hefði verið skilinn eftir í burðarrúmi á borðstofuborðinu. Hann bjó hér á landi til dauðadags, lengst af á Ísafirði, giftist og eignaðist börn og lést árið 2017,“ segir Ragna. Spurð hvort Cyril Edward hafi einhvern tímann hitt blóðforeldra sína segir Ragna svo ekki hafa verið. „Foreldrar hans skildu og móðir hans giftist aftur. Þegar hann var orðinn stálpaður komst hann í samband við móður sína, þá var pabbi hans nýdáinn, en hún guggnaði á því að hitta hann.“Cyril Edward, bróðir Rögnu, en samt alls óskyldur henni.Fjölskulduharmleikur Árið 1951, þegar Ragna var rúmlega tveggja ára, varð mikill harmleikur í fjölskyldunni. Eftir að hafa nýlega misst mann sinn létust dóttir Jóhönnu, Ragna Fossberg Craven, Geoffrey Craven, enskur eiginmaður hennar, sem var listmálari, og ung dóttir þeirra í fellibyl á Jamaíka. „Það hafði staðið til að Ragna ættleiddi mig og ég færi út til fjölskyldunnar. Á Jamaíka bjuggu þau í litlu hlöðnu steinhúsi, þeim var boðið að flytja sig yfir í aðra byggingu en töldu húsið sitt vera sterkt og urðu þar kyrr. Húsið hrundi í fellibylnum og þau dóu öll,“ segir Ragna. Árið 2000 fór Ragna með blóðmóður sinni og vinkonu, Guðrúnu Ólafsdóttur, til Jamaíka. „Þetta var eins konar pílagrímsferð. Ég pantaði herbergi fyrir okkur á hóteli og við komumst svo að því að hótelið var reist á grunni þar sem Ragna og maður hennar höfðu rekið fyrirtæki með bátaleigu og sporthúsi. Við hittum barþjón sem var sonur garðyrkjumannsins þeirra. Þarna komumst við í kynni við fólk sem gat leitt okkur áfram, en við vitum ekki enn hvar gröf fjölskyldunnar er. Það veit enginn.“Móðursystirin og alnafna, Ragna Fossberg Craven, með ungri dóttur sinni Freyju, en þær létust í fellibyl á Jamaíka árið 1951 ásamt eiginmanni Rögnu.Engin gifting Blaðamaður forvitnast um einkalíf Rögnu en hún á einn son, Ívar Örn Helgason, með fyrri manni sínum, Helga Sveinbjörnssyni. Hún hefur í rúm 30 ár verið í sambúð með Birni Emilssyni dagskrárgerðarmanni. Þau eru ekki gift og Ragna segir að það standi ekki til. „Ég er búin að vera gift einu sinni. Það hefur ekkert upp á sig að gifta sig.“Hefur Björn beðið þín? „Nei, hann þorir það ekki, enda veit hann hversu ákveðin ég er í þessu máli.“Þú ert greinilega mjög ákveðin kona. „Sennilega er ég bara mjög lík henni ömmu minni.“ Þótt Ragna hætti störfum hjá Ríkisútvarpinu eru næg verkefni fram undan. Hún er að hefja vinnu við átta þátta seríu sem tekur þrjá mánuði í upptökum. Þetta er Ráðherrann sem Sagafilm framleiðir fyrir RÚV og leikstjórar eru Arnór Pálmi Arnarson og Nanna Kristín Magnúsdóttir. „Þetta verður skemmtilegt verkefni. Ég ætla samt að gæta þess vel að fylla líf mitt ekki af vinnu,“ segir Ragna. „Það er gott að geta dundað við eitt og annað á morgnana og þurfa ekki að rífa sig upp til að mæta einhvers staðar.“Á myndinni er Ragna Fossberg Craven með dóttur sinni Freyju. Til stóða að Ragna Fossberg yngri færi í fóstur til þessarar móðursystur sinnar og alnöfnu. Harmleikur kom í veg fyrir það en árið 2000 fór Ragna til Jamaíka í pílagrímsferð eins og hún kallar það sjálf.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Sjá meira