Tímamót á Seltjarnarnesi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. febrúar 2019 09:00 Nýja hjúkrunarheimilið er hið glæsilegasta. Fréttablaðið/Seltjarnarnesbær Fjórum árum og átta mánuðum eftir að fyrsta skóflustungan var tekin að nýju hjúkrunarheimili við Safnatröð 1 á Seltjarnarnesi er heimilið nú fullklárað. Velferðarráðuneytið og Seltjarnarnesbær stóðu saman að framkvæmdunum. „Með stolti og gleði afhendir Seltjarnarnesbær húsnæðið nú í byrjun febrúar 2019, fullfrágengið til rekstraraðila heimilisins,“ segir í fréttatilkynningu frá bænum. Í dag klukkan 13.00 verður vígsluathöfn hjúkrunarheimilisins við Safnatröð þar sem boðið verður upp á sérstaka hátíðardagskrá auk þess sem klippt verður á borða og húsið blessað. Við það tækifæri verður nafn hjúkrunarheimilisins jafnframt kynnt. Samkvæmt upplýsingum frá Seltjarnarnesbæ er hjúkrunarheimilið hið glæsilegasta. Það samanstendur af fjórum heimilum, hvert og eitt með tíu herbergjum. Alls eru þetta því 40 hjúkrunarrými ásamt kjarna fyrir dagdvöl, sjúkraþjálfun, iðju og þjónustu. „Ákvörðun um byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi hefur markað tímamót í byggingarsögu stofnana fyrir aldraða hér á Nesinu,“ segir í fréttatilkynningunni. „Þetta heimili hefur verið skipulagt og hannað frá grunni með það fyrir augum að vera raunverulegt heimili fólks sem heilsu sinnar vegna er ekki lengur fært um að búa á eigin vegum.“ Hjúkrunarheimilið verður rekið eftir nýrri hugmyndafræði í öldrunarþjónustu sem felur í sér sameiningu á helstu kostum sjálfstæðrar búsetu og þess öryggis sem hjúkrunarheimili hafa upp á að bjóða. „Þessi hugmyndafræði byggir á þátttöku íbúanna sjálfra og aðstandenda þeirra í hinu daglega lífi á heimilinu, þar sem starfsfólk og íbúar vinna saman að því að skapa virkt og hlýlegt samfélag.“ Heilbrigðisráðuneytið hefur falið Vigdísarholti, einkahlutafélagi í eigu ríkisins, að annast rekstur hjúkrunarheimilisins og er gert ráð fyrir því að starfsemi hefjist í húsinu á allra næstu vikum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Seltjarnarnes Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira
Fjórum árum og átta mánuðum eftir að fyrsta skóflustungan var tekin að nýju hjúkrunarheimili við Safnatröð 1 á Seltjarnarnesi er heimilið nú fullklárað. Velferðarráðuneytið og Seltjarnarnesbær stóðu saman að framkvæmdunum. „Með stolti og gleði afhendir Seltjarnarnesbær húsnæðið nú í byrjun febrúar 2019, fullfrágengið til rekstraraðila heimilisins,“ segir í fréttatilkynningu frá bænum. Í dag klukkan 13.00 verður vígsluathöfn hjúkrunarheimilisins við Safnatröð þar sem boðið verður upp á sérstaka hátíðardagskrá auk þess sem klippt verður á borða og húsið blessað. Við það tækifæri verður nafn hjúkrunarheimilisins jafnframt kynnt. Samkvæmt upplýsingum frá Seltjarnarnesbæ er hjúkrunarheimilið hið glæsilegasta. Það samanstendur af fjórum heimilum, hvert og eitt með tíu herbergjum. Alls eru þetta því 40 hjúkrunarrými ásamt kjarna fyrir dagdvöl, sjúkraþjálfun, iðju og þjónustu. „Ákvörðun um byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi hefur markað tímamót í byggingarsögu stofnana fyrir aldraða hér á Nesinu,“ segir í fréttatilkynningunni. „Þetta heimili hefur verið skipulagt og hannað frá grunni með það fyrir augum að vera raunverulegt heimili fólks sem heilsu sinnar vegna er ekki lengur fært um að búa á eigin vegum.“ Hjúkrunarheimilið verður rekið eftir nýrri hugmyndafræði í öldrunarþjónustu sem felur í sér sameiningu á helstu kostum sjálfstæðrar búsetu og þess öryggis sem hjúkrunarheimili hafa upp á að bjóða. „Þessi hugmyndafræði byggir á þátttöku íbúanna sjálfra og aðstandenda þeirra í hinu daglega lífi á heimilinu, þar sem starfsfólk og íbúar vinna saman að því að skapa virkt og hlýlegt samfélag.“ Heilbrigðisráðuneytið hefur falið Vigdísarholti, einkahlutafélagi í eigu ríkisins, að annast rekstur hjúkrunarheimilisins og er gert ráð fyrir því að starfsemi hefjist í húsinu á allra næstu vikum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Seltjarnarnes Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira