Sviptir lögræði en haldi þó völdum yfir lífi sínu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. febrúar 2019 07:15 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, mælir fyrir málinu á Alþingi á næstu dögum. Fréttablaðið/Ernir „Þetta er dulbúið stórmál þótt það varði fámennan valdalítinn hóp og feli ekki í sér mikil fjárútlát,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, sem mælir á næstu dögum fyrir frumvarpi á Alþingi um sjálfsákvörðunarrétt þeirra sem sviptir eru lögræði. Frumvarpið gerir ráð fyrir að farið verði að vilja þeirra sem sviptir eru lögræði hafi þeir áður lýst honum með svokallaðri fyrirframgefinni ákvarðanatöku. Í greinargerð kemur fram að fyrirkomulagið hafi verið lögfest í mörgum Evrópuríkjum. Úrræðið sé notað í tvenns konar aðstæðum. Annars vegar til að lýsa vilja einstaklinga með geðræna sjúkdóma um hvernig haga beri ákvarðanatöku, meðferð og öðrum þáttum í lífi þeirra fari svo að þeir missi getuna til að taka eigin ákvarðanir í alvarlegu sjúkdómsferli. Hins vegar til að lýsa vilja sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma um hversu lengi þeir vilji að heilbrigðisstarfsfólk leggi sig fram um að framlengja líf þeirra missi þeir getuna til að lýsa yfir vilja sínum. Hanna Katrín segir að þótt málið láti ekki mikið yfir sér skipti það gríðarlegu máli fyrir viðkomandi. „Málið snýst um sjálfan sjálfsákvörðunarrétt okkar og eðli málsins samkvæmt er fátt okkur dýrmætara heldur en völd okkar yfir eigin lífi,“ segir Hanna Katrín. Þingmaðurinn segir þessa leið hafa reynst vel í nágrannalöndunum, ekki bara fyrir þann sem í hlut á heldur einnig fyrir aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk sem annast viðkomandi. Þá sýni rannsóknir að þetta fyrirkomulag dragi úr óvissu og auki traust milli notenda heilbrigðisþjónustu og fagfólks. Leiðin ljái viðkomandi „rödd“ og dragi úr valdaójafnvægi gagnvart fagfólki. Þá dragi fyrirframgefin ákvarðanataka líka úr hættu á misskilningi og hjálpi aðstandendum að styðja við bakið á hinum veika. Frumvarpið lagði Hanna Katrín fram í haust ásamt öðrum þingmönnum Viðreisnar auk þingmanna úr Pírötum og Miðflokki. Þegar hún hefur mælt fyrir frumvarpinu á Alþingi fer það til nánari meðferðar í velferðarnefnd. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
„Þetta er dulbúið stórmál þótt það varði fámennan valdalítinn hóp og feli ekki í sér mikil fjárútlát,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, sem mælir á næstu dögum fyrir frumvarpi á Alþingi um sjálfsákvörðunarrétt þeirra sem sviptir eru lögræði. Frumvarpið gerir ráð fyrir að farið verði að vilja þeirra sem sviptir eru lögræði hafi þeir áður lýst honum með svokallaðri fyrirframgefinni ákvarðanatöku. Í greinargerð kemur fram að fyrirkomulagið hafi verið lögfest í mörgum Evrópuríkjum. Úrræðið sé notað í tvenns konar aðstæðum. Annars vegar til að lýsa vilja einstaklinga með geðræna sjúkdóma um hvernig haga beri ákvarðanatöku, meðferð og öðrum þáttum í lífi þeirra fari svo að þeir missi getuna til að taka eigin ákvarðanir í alvarlegu sjúkdómsferli. Hins vegar til að lýsa vilja sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma um hversu lengi þeir vilji að heilbrigðisstarfsfólk leggi sig fram um að framlengja líf þeirra missi þeir getuna til að lýsa yfir vilja sínum. Hanna Katrín segir að þótt málið láti ekki mikið yfir sér skipti það gríðarlegu máli fyrir viðkomandi. „Málið snýst um sjálfan sjálfsákvörðunarrétt okkar og eðli málsins samkvæmt er fátt okkur dýrmætara heldur en völd okkar yfir eigin lífi,“ segir Hanna Katrín. Þingmaðurinn segir þessa leið hafa reynst vel í nágrannalöndunum, ekki bara fyrir þann sem í hlut á heldur einnig fyrir aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk sem annast viðkomandi. Þá sýni rannsóknir að þetta fyrirkomulag dragi úr óvissu og auki traust milli notenda heilbrigðisþjónustu og fagfólks. Leiðin ljái viðkomandi „rödd“ og dragi úr valdaójafnvægi gagnvart fagfólki. Þá dragi fyrirframgefin ákvarðanataka líka úr hættu á misskilningi og hjálpi aðstandendum að styðja við bakið á hinum veika. Frumvarpið lagði Hanna Katrín fram í haust ásamt öðrum þingmönnum Viðreisnar auk þingmanna úr Pírötum og Miðflokki. Þegar hún hefur mælt fyrir frumvarpinu á Alþingi fer það til nánari meðferðar í velferðarnefnd.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira