Snyrtivörumarkaðurinn eins og villta vestrið Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 09:30 Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar. Fréttablaðið/GVA Síðustu ár hefur orðið vakning hvað varðar heilsuspillandi og skaðleg efni í snyrtivörum. Sumar þeirra innihalda efni sem fara í blóðrásina og teljast til krabbameinsvaldandi efna en síðustu ár hefur efnum sem eru bönnuð í snyrtivörum fjölgað og snyrtivörufyrirtæki laga sig að nýjum tímum. Neytendur eru kröfuharðari en áður. Ný reglugerð nr. 577/2013 um snyrtivörur tók gildi 11. júlí 2013 en með henni var reglugerð Evrópusambandsins nr. 1223/2009 innleidd hér á landi. Með henni er meðal annars komið á samræmdu tilkynningarferli og gagnagrunni yfir allar snyrtivörur á markaði innan Evrópska efnahagssvæðisins. Reglugerðin gerir auknar kröfur til framleiðenda og innflytjenda um að sýna fram á öryggi snyrtivara og tilkynna um óæskileg áhrif af völdum þeirra. Nafngreindur ábyrgðaraðili á Evrópska efnahagssvæðinu skal uppfylla skyldur framleiðanda eða innflytjanda.Neytandinn þarf að vara sig Með breytingunum er ætlunin að stuðla að öruggari snyrtivörum á markaði, auka rekjanleika þeirra og einfalda stjórnsýslu. Umhverfisstofnun fer með framkvæmd snyrtivörureglugerðar hér á landi. „Neytandinn þarf samt sem áður að vara sig,“ segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, um innihald snyrtivara. „Við þurfum að nota minna af efnum. Nota bara það nauðsynlegasta. Við mælum með umhverfis- og ofnæmismerktum vörum sem uppfylla strangari kröfur um efnainnihald og lágmörkun á notkun hættulegra efna. Við bendum sérstaklega á ofnæmisvaldandi ilmefni. Svo höfum við einnig lagt ríka áherslu á að vara fólk við fölsuðum vörum. Þegar þú kaupir falsaða vöru þá veistu ekki hvað þú ert að kaupa og nota á líkamann,“ segir Kristín Linda um stefnu Umhverfisstofnunar þegar kemur að snyrtivörum. „Varðandi eftirlit með snyrtivörum þá erum við í samevrópsku kerfi sem gengur út á það að þegar varan er komin á markað í Evrópu þá geti hún farið frjálst á milli. Það er gerð krafa um að varan sé rétt merkt og með ábyrgðaraðila í Evrópu. Efnastofnun Evrópu er í sífellu að fara yfir efni og hættulega eiginleika þeirra. En það er ekki nóg,“ segir Kristín Linda sem segir samspil efna geta orðið varasamt. „Það er ástæðan fyrir því að við segjum við fólk að það sé best að nota minna. Færri efni með stuttar innihaldslýsingar. Því hvað þýðir það þegar innihaldslisti snyrtivöru er með meira en 20 mismunandi innihaldsefni? Það geta orðið svokölluð kokteiláhrif. Og svo er það þannig að það sem þú notar það endar einhvers staðar. Því er þessi gullna regla góð neytendum. Nota minna.“Eru leikreglurnar að breytast með meiri kröfum og vitneskju um skaðleg áhrif? „Já, það er mikil þróun og neytendur hafa meiri völd en áður. Það er minna framleitt af vörum með örplasti. Hormónaverkandi efni, neytandinn forðast þær vörur. Þess vegna er mikil þróunarvinna og snyrtivöruframleiðendur búa til ný efni sem það er svo verkefni evrópsku stofnananna að kanna. Ef við horfum á alþjóðavettvang þá er evrópska kerfið hvað strangast, en að því sögðu þá er meginreglan samt að neytendur þurfa að vara sig. Vera skynsamir og nota minna,“ segir Kristín Linda.Dr. Guðrún Marteinsdóttir framleiðir snyrtivörulínuna Taramar úr þörungum. Fréttablaðið/VilhelmHvaða brjálæði er í gangi? „Íslenskir snyrtivöruframleiðendur eru greinilega að stíla inn á kröfuharða neytendur og hafa lagt áherslu á hreinleika og nota efni úr íslenskri náttúru,“ segir Kristín Linda. Fjölmörg ný frumkvöðlafyrirtæki hafa haslað sér völl og hafa þróað lífrænar snyrtivörur úr náttúrlegum innihaldsefnum. Einn af þeim frumkvöðlum sem hafa náð langt er Guðrún Marteinsdóttir, prófessor í líffræði, sem hefur þróað snyrtivörulínu úr þörungum, línan kallast Taramar. „Ef þú getur ekki borðað það, þá ættir þú ekki að setja það á þig,“ segir Guðrún um kveikjuna að því að hún hóf þróunarvinnu við snyrtivörurnar sem eru unnar úr þörungum. Guðrún vann í áratug á Hafrannsóknastofnun og velti þá fyrir sér hvernig mætti nýta sjávarfangið betur. „Ég vann þá mikið úti á sjó. Sat stundum á kvöldin og ræddi við sjómenn um hvernig þeir voru að nýta sjávarfangið. Ég hafði alltaf þennan áhuga á að nýta eiginleika sjávarfangs með einhverjum hætti. Árið 2005 lenti ég svo í miklum í vandræðum með húðina á mér. Ég fór að skoða innihaldsefni í snyrtivörum sem ég var að nota með augum vísindamannsins og fékk áfall. Ég hugsaði með mér: Hvaða brjálæði er eiginlega í gangi? Neytendur eru smám saman að vakna til meðvitundar. Það eru þeir sem hafa þrýst mörgum skaðlegum efnum út af markaði. Það eru þeir sem neituðu að kaupa vörur með parabeni. Það er ekki af því að eftirlitsstofnanir bönnuðu efnin. Þeir hafa leyft þau í öll þessi ár. Leyft þessu að viðgangast,“ segir Guðrún sem segir að framleiðendur þrói ný efni sem erfitt sé að fylgjast með. „Nýlega var gerð rannsókn á einu af þessum nýju rotvarnarefnum sem mátti aðeins nota í 1% af innihaldi snyrtivöru. Magnið var mælt og það kom í ljós að í meirihluta þeirra vara sem voru rannsakaðar var innihaldið 8%,“ segir Guðrún. „Neytandinn verður því miður að reikna með því að eftirlitið sé lítið sem ekkert. Það eru til vörur með parabenefnum sem eru ætluð ungbörnum og snyrtivörur sem innihalda sömu efni og húsamálning. Þetta bara gengur ekki,“ segir Guðrún. „Hugmyndin varð til út frá því hvað ég þoldi sjálf að setja á húðina. Árið 2010 var Taramar skráð á markað og til ársins 2104 vorum við í þróunarvinnu. Snyrtivörurnar komu svo á markað árið 2015 og hefur verið tekið vel af neytendum,“ segir Guðrún frá. „Við fengum fyrsta rannsóknarstyrkinn okkar inn í félagið árið 2012, þá dró ég inn í þróunarvinnuna eiginmann minn, Kristberg Kristbergsson, prófessor í matvælafræði, og nemendur hans. Þetta er ein ástæðan fyrir því að Taramar snyrtivörurnar eru líkari matvælum en húðvörum. Hefðbundnar snyrtivörur eru vanalega þróaðar af lyfjafræðingum. Þróunin tók langan tíma, og það tók tvö ár að þróa aðferðir til að að ná hámarks hreinleika í formúlunum,“ segir Guðrún. Engin eiginleg eða manngerð rotvarnarefni eru notuð í vörunum. „Auðveldasta leiðin til að búa til krem er að nota mikið af efnum sem auka stöðugleika og til að ná fram skemmtilegri áferð. Því miður eru þetta efnin sem við þurfum að forðast og erfitt getur verið að finna vörur án þessara efna á markaði. Við lögðum því mikla vinnu í þennan þátt þróunarinnar. Það borgaði sig. Neytendur gera síaukna kröfu um gæði. Það er gefandi að reka fyrirtæki sem er með sterkan tilgang og neytendur eru þakklátir fyrir. Þetta er ástríða og því fylgir gleði að sjá fólk nota snyrtivörurnar. Fólk sem hefur kannski ekki getað notað snyrtivörur í langan tíma án þess að verða fyrir vandræðum,“ segir Guðrún.Og hún sjálf? Er heilsan betri? „Ég er miklu betri. Eins og gerist hjá flestum þegar við eldumst þá var ég með uppsöfnuð eiturefni í húðfrumunum en hef nú náð að hreinsa húðina vel og koma aftur af stað eðlilegum efnaskiptum. Það eru þó mjög fáar snyrtivörur sem ég þoli. Það er mikilvægt að fólk viti að það getur skaðað heilsuna og húðina með notkun á snyrtivörum með eiturefnum. Ég er ennþá að sjá góðar breytingar á húðinni og er auðvitað ekki að skaða hana lengur,“ segir hún.Think Dirty appið sem Ebba mælir með fyrir neytendur í verslunarleiðangur nýtur mikilla vinsælda. Með því er hægt að skanna inn strikamerki á pakkningum á snyrtivörum. Sé varan á skrá hjá appinu fær það einkunn á skalanum 1-10. Því hærri einkunn, því skaðlegri er varan. Ekki eru margar vörur á skrá á Íslandi.Sneiðir hjá ilmefnum Ebba Guðný Guðmundsdóttir er mjög meðvituð um skaðleg efni í snyrtivörum og segir erfitt fyrir neytendur að átta sig á því hversu heilsuspillandi þær geta verið. Það sé enda ekki einfalt mál að lesa innihaldslýsingarnar sem geta verið langur listi framandi efna í smáu letri. „Snyrtivörumarkaðurinn er eins og villta vestrið finnst mér. Stútfullur af slæmum efnum fyrir okkur og það er oft erfitt að átta sig á innihaldslýsingum,“ segir Ebba Guðný sem segir úrval af skaðlausum snyrtivörum þó hafa aukist síðustu ár. „Úrvalið hefur aukist mikið frá því ég byrjaði að reyna að sneiða hjá óæskilegum efnum fyrir um 20 árum. Þá var ég í vandræðum, það er ég ekki lengur. En við eigum mjög langt í land,“ segir hún. „Ég sneiði alfarið hjá öllum ilmefnum (perfume), vil bara, ef það er ilmur, að það sé úr ilmkjarnaolíum (essential oils). Ég sneiði hjá öllum parabenefnum sem eru talin hormónatruflandi, sodium lauryl sulfate vil ég ekki en það er það sem lætur sápur og annað freyða. Ég forðast formaldehýð og ég held að þetta séu allt nöfn yfir það: -DMDM hydantoin -Imidazolidinyl urea -Diazolidinyl urea -Quaternium-15 -Bronopol (2-bromo-2-nitropropane-1,3-diol ) -5-Bromo-5-nitro-1,3-dioxane - Hydroxymethylglycinate Formaldehýð getur valdið ertingu í augum og húð, ofnæmi og jafnvel krabbameini. Það er algeng ástæða snertiofnæmis sem getur orðið langvinnt.Drop Dead Red frá Esteé Lauder, varaliturinn sem Kendell Jenner mælir með fær slaka einkunn hjá Think Dirty, eða sjö.Haldgóð öpp neytenda „En einfaldast finnst mér að kaupa ekki snyrtivörur með svona skrítnum nöfnum og núorðið veit ég alveg hvaða merkjum ég get treyst,“ segir Ebba Guðný og mælir með öppum fyrir þá sem vilja reyna að forðast skaðlegar snyrtivörur og vita ekki sitt rjúkandi ráð. „Think Dirty er app sem maður getur haft í símanum og flett upp snyrtivörum og séð hvort þær eru hreinar eða ekki. Good Guide er annað, CosmEthics, Detox Me og örugglega fleiri,“ ráðleggur hún. Ebba Guðný segist nota krem frá Taramar, sem er íslenskt merki. „Ég nota líka snyrtivörur frá Inika, Benecos (augabrúnablýant og naglalökkin t.d.), Logona, Dr. Haurschka (litað dagkrem og maskara) og Weleda-vörurnar finnst mér líka góðar og treysti þeim. Notaði mikið barnakremin á kinnarnar á börnunum mínum þegar þau voru lítil og olíurnar. Ég nota svitalyktareyði frá þeim líka. Ég nota annars ekki mikið af sápum og efnum. Ég set kaldpressaða kókosolíu í handarkrikana og á fæturna áður en ég fer í sturtu. Olían tekur alla lykt og nærir. Þá þarf ég enga sápu. Ég tek líka farða af mér á kvöldin með kókosolíunni og heitu vatni. Ég nota Zenz-sjampóin frá Grænu stofunni í hárið,“ segir Ebba Guðný. Engar snyrtivörur fyrir börn „Mér hefur þar að auki alltaf verið illa við hefðbundna blautklúta og bleyjur fyrir börn. Held að hvort tveggja innihaldi ýmislegt slæmt og það er líka óumhverfisvænt. Það er auðvelt að þvo litla bossa með bómullarklútum. Þeir fást örugglega í IKEA og Rúmfatalagernum. Bleyta þá með heitu vatni og setja smá kaldpressaða olíu í þá (ólífu-, kókos- eða möndluolíu) og þurrka bleyjusvæðið. Olían tekur öll óhreinindi og alla lykt. Svo má stundum setja nokkra lavenderdropa líka í tuskuna með olíunni. Þeir eru róandi og sveppadrepandi. Það er gott að hafa lítinn bala með loki hjá skiptistöðinni með köldu vatni og 1 matskeið af matarsóda. Setja óhreinar tuskur/bleyjur þangað og veiða svo upp úr og setja í þvottavélina þegar balinn er orðinn fullur og sjóða með umhverfisvænu þvottaefni í þvottavélinni. Það má setja 3 dropa af piparmintu-, eucalyptus-, tea tree-, lavender- eða annarri ilmkjarnaolíu í þvottaduftið í sápuhólfinu áður en maður setur vélina af stað,“ segir Ebba Guðný.Innihaldsefni könnuð með Think Dirty.Eiturefni í snyrtivörum Einar Oddsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, röltir með blaðamanni í matvöruverslun á höfuðborgarsvæðinu og lítur yfir úrval snyrtivara og merkingar á þeim. „Í Evrópu búum við við eina ströngustu löggjöf varðandi snyrtivörur í heiminum. Neytandinn ætti að líta á það hvort séu til staðar upplýsingar um evrópskan ábyrgðaraðila á umbúðum snyrtivara. Það er vísbending um að varan hafi farið í gegnum öryggismat hjá ábyrgðaraðila. Þetta öryggismat á að vera gert af til þess hæfum aðila,“ segir Einar og tekur upp húðkrem og fer yfir innihaldslýsinguna. Neðst eftir langa runu efna kemur fram ábyrgðaraðili vörunnar í Írlandi. „Það er gott að neytendur séu meðvitaðir um þetta. Utan EES eru gjarnan aðrar reglur og í þeim vörum gætu jafnvel verið efni sem eru bönnuð hér,“ segir Einar. Hann bendir á að þó að ábyrgðaraðili sé gefinn upp, sé það ekki endilega fullkomin trygging fyrir því að varan hafi verið rétt öryggismetin.Í því samhengi. Hvað eru kokteiláhrif? „Efnin geta verið örugg hvert fyrir sig, en svo þegar þau koma saman geta orðið kokteiláhrif. Það er átt við þau samverkandi áhrif sem efni geta haft í umhverfi okkar. Við mat á efnum, þá eru þau metin hvert fyrir sig. En þegar þau koma saman þá getur orðið önnur verkun sem er erfitt að ná utan um. „Þess vegna er besta ráðið að ofnota ekki snyrtivörur og forðast einnig eftir bestu getu ýmislegt annað efnaáreiti í okkar daglegu lífi,“ ráðleggur Einar. Hann segir söluaðilum og framleiðendum skylt að telja upp öll innihaldsefni og heilt yfir sýna aðilar ábyrgð í þeim efnum. Hann tekur upp vöru þar sem framleiðandinn hefur límt upplýsingar um innihaldsefni á íslensku á límmiða á umbúðirnar. „Þetta er ekki gott, hér er aðeins farið offari. Það má ekki dylja skylduupplýsingarnar sem felast í erlendu merkingunum, það eru mikilvægar upplýsingar,“ segir Einar. Þróunin er í rétta átt. Snyrtivörur eru að verða öruggari. „Parabenefni eru nú færri í snyrtiefnum frá árinu 2015 og vísindanefnd á vegum ESB er í sífellu að meta og endurmeta efnin. Framleiðendur eru meðvitaðir um það. En það er samt margt sem þarf að vara sig á. Til dæmis eru meiri líkur á ofnæmisviðbrögðum frá snyrtivörum sem innhalda ilm-, litar- og rotvarnarefni.“En formaldehýð? Er það ekki bara eiturefni? „Jú, það er sterkt eiturefni og strangar kröfur gerðar um hámarksstyrk þess í snyrtivörum. Það getur verið í ýmsum snyrtivörum, til dæmis er það notað í naglaherði,“ segir EinarHvað myndir þú ekki nota? „Ég mæli með því að menn ofnoti ekki snyrtivörur. Sjáfur læt ég sápu og tannkrem duga. Forðast ber vörur sem innihalda hættulegustu efnin. Botnvörurnar í snyrtivörugeiranum eru hárlitunarefni, það eru bölvuð eitur í þeim.“Og hvað með tríklósan, er það rétt að það sé að finna í tannkremi á markaði hér á landi? „Það er ekki bannað að hafa tríklósan í tannkremi og það hefur fundist í tannkremi á íslenskum markaði. Þó ekki þessari verslun greinilega. Tríklósan er talið stuðla að fjölgun ónæmra baktería og vera hormónaraskandi.“En hvers vegna er það ekki bannað? Þetta er harðkjarnaefni. „Manni hefði fundist það eðlilegt ef maður ber það saman við ýmis önnur efni sem eru ekki leyfileg. Styrkleikamörkin eru reyndar mjög lág fyrir tríklósan í snyrtivörum. Það má ekki vera í meira en 0,3% styrk.“Skaðleg efni í snyrtivörumMusk-xylene Musk-xylene er notað til að gefa lykt og notað í ilmvötnum og sápum sem annar valkostur við náttúrleg ilmefni. Musk-xylene er á lista Evrópusambandsins yfir efni sem verða bönnuð.Í hvað er efnið notað? Notað í snyrtivörur og ilmkerti.Paraben Flokkur efna sem eru notuð sem rotvarnarefni í snyrtivörum fyrir bæði börn og fullorðna. Parben fer auðveldlega í gegnum húð. Rannsóknir hafa sýnt að paraben raskar hormónastarfsemi og geta mögulega stuðlað að brjóstakrabbameini. Leyfilegur hámarksstyrkur parabena í snyrtivörum er háður takmörkunum og var lækkaður árið 2014 eftir skoðun vísindanefndar Evrópusambandsins um neytendavörur. Þetta á við um eftirtaldar fjórar gerðir parabena: metýlparaben, etýlparaben, própýlparaben og bútýlparaben. Fimm aðrar gerðir parabena voru bannaðar í framleiðslu á snyrtivörum 30. október 2014 og frá og með 30. júlí 2015 mátti ekki selja snyrtivörur sem framleiddar voru fyrir þann tíma og innihalda eitt eða fleiri af þeim parabenum. Um er að ræða isóprópýlparaben, ísóbútýlparaben, fenýlparaben, benzýlparaben og pentýlparaben. Ef neytandinn vill forðast snyrtivörur sem innihalda paraben þá eru vörur án parabena til á markaði. Snyrtivörur með umhverfismerkinu Svaninum innihalda ekki paraben og hægt er að nálgast þær meðal annars í ýmsum apótekum og heilsubúðum.Í hvað er efnið notað? Paraben eru notuð í snyrtivörur, svo sem ýmis krem, áburð, hárvörur, sólarvarnarefni og andlitsfarða.Siloksan D5 er efnasamband í efnahópnum Siloksan sem telur mörg ólík efni. D5 er notað t.d. í sjampó, krem og þess háttar og gefur þessum vörum þá eiginleika að það verður auðveldara að „smyrja þeim á sig“ og nota. Efnið er einnig notað til lengja endingartíma málningar sem þarf að standast álag vinds og veðurs. Auk þess er það notað í raftækjum.Af hverju er það hættulegt? Notkun efnisins er umfangsmikil í alls konar vörum og efnið því í miklu magni í umhverfinu. Efnið brotnar hægt niður og safnast því fyrir í lífríkinu. Ekki er mikið vitað um langtímaverkun efnisins.Í hvað er efnið notað? Snyrtivörur og vörur fyrir umhirðu líkamans.Tríklósan (Triclosan (TSC) og triclocarban (TCC)) Tríklósan er efni með bakteríudrepandi áhrif.Af hverju er það hættulegt? Tríklósan er mjög eitrað lífverum í vatni og notkun þess er talin geta valdið því að bakteríur verði ónæmar fyrir sýklalyfjum. Slíkt getur leitt til þess að smávægilegar sýkingar sem við getum í dag unnið gegn með sýklalyfjum, verði hættulegar þegar sýklalyfin virka ekki lengur á bakteríuna. Tríklósan hefur fundist í líkama manna úti um allan heim.Í hvað er efnið notað? Tannkrem, svitalyktareyði, snyrtivörur, textílvörur (t.d. æfingafatnað)*Upplýsingar frá Umhverfisstofnun. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Síðustu ár hefur orðið vakning hvað varðar heilsuspillandi og skaðleg efni í snyrtivörum. Sumar þeirra innihalda efni sem fara í blóðrásina og teljast til krabbameinsvaldandi efna en síðustu ár hefur efnum sem eru bönnuð í snyrtivörum fjölgað og snyrtivörufyrirtæki laga sig að nýjum tímum. Neytendur eru kröfuharðari en áður. Ný reglugerð nr. 577/2013 um snyrtivörur tók gildi 11. júlí 2013 en með henni var reglugerð Evrópusambandsins nr. 1223/2009 innleidd hér á landi. Með henni er meðal annars komið á samræmdu tilkynningarferli og gagnagrunni yfir allar snyrtivörur á markaði innan Evrópska efnahagssvæðisins. Reglugerðin gerir auknar kröfur til framleiðenda og innflytjenda um að sýna fram á öryggi snyrtivara og tilkynna um óæskileg áhrif af völdum þeirra. Nafngreindur ábyrgðaraðili á Evrópska efnahagssvæðinu skal uppfylla skyldur framleiðanda eða innflytjanda.Neytandinn þarf að vara sig Með breytingunum er ætlunin að stuðla að öruggari snyrtivörum á markaði, auka rekjanleika þeirra og einfalda stjórnsýslu. Umhverfisstofnun fer með framkvæmd snyrtivörureglugerðar hér á landi. „Neytandinn þarf samt sem áður að vara sig,“ segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, um innihald snyrtivara. „Við þurfum að nota minna af efnum. Nota bara það nauðsynlegasta. Við mælum með umhverfis- og ofnæmismerktum vörum sem uppfylla strangari kröfur um efnainnihald og lágmörkun á notkun hættulegra efna. Við bendum sérstaklega á ofnæmisvaldandi ilmefni. Svo höfum við einnig lagt ríka áherslu á að vara fólk við fölsuðum vörum. Þegar þú kaupir falsaða vöru þá veistu ekki hvað þú ert að kaupa og nota á líkamann,“ segir Kristín Linda um stefnu Umhverfisstofnunar þegar kemur að snyrtivörum. „Varðandi eftirlit með snyrtivörum þá erum við í samevrópsku kerfi sem gengur út á það að þegar varan er komin á markað í Evrópu þá geti hún farið frjálst á milli. Það er gerð krafa um að varan sé rétt merkt og með ábyrgðaraðila í Evrópu. Efnastofnun Evrópu er í sífellu að fara yfir efni og hættulega eiginleika þeirra. En það er ekki nóg,“ segir Kristín Linda sem segir samspil efna geta orðið varasamt. „Það er ástæðan fyrir því að við segjum við fólk að það sé best að nota minna. Færri efni með stuttar innihaldslýsingar. Því hvað þýðir það þegar innihaldslisti snyrtivöru er með meira en 20 mismunandi innihaldsefni? Það geta orðið svokölluð kokteiláhrif. Og svo er það þannig að það sem þú notar það endar einhvers staðar. Því er þessi gullna regla góð neytendum. Nota minna.“Eru leikreglurnar að breytast með meiri kröfum og vitneskju um skaðleg áhrif? „Já, það er mikil þróun og neytendur hafa meiri völd en áður. Það er minna framleitt af vörum með örplasti. Hormónaverkandi efni, neytandinn forðast þær vörur. Þess vegna er mikil þróunarvinna og snyrtivöruframleiðendur búa til ný efni sem það er svo verkefni evrópsku stofnananna að kanna. Ef við horfum á alþjóðavettvang þá er evrópska kerfið hvað strangast, en að því sögðu þá er meginreglan samt að neytendur þurfa að vara sig. Vera skynsamir og nota minna,“ segir Kristín Linda.Dr. Guðrún Marteinsdóttir framleiðir snyrtivörulínuna Taramar úr þörungum. Fréttablaðið/VilhelmHvaða brjálæði er í gangi? „Íslenskir snyrtivöruframleiðendur eru greinilega að stíla inn á kröfuharða neytendur og hafa lagt áherslu á hreinleika og nota efni úr íslenskri náttúru,“ segir Kristín Linda. Fjölmörg ný frumkvöðlafyrirtæki hafa haslað sér völl og hafa þróað lífrænar snyrtivörur úr náttúrlegum innihaldsefnum. Einn af þeim frumkvöðlum sem hafa náð langt er Guðrún Marteinsdóttir, prófessor í líffræði, sem hefur þróað snyrtivörulínu úr þörungum, línan kallast Taramar. „Ef þú getur ekki borðað það, þá ættir þú ekki að setja það á þig,“ segir Guðrún um kveikjuna að því að hún hóf þróunarvinnu við snyrtivörurnar sem eru unnar úr þörungum. Guðrún vann í áratug á Hafrannsóknastofnun og velti þá fyrir sér hvernig mætti nýta sjávarfangið betur. „Ég vann þá mikið úti á sjó. Sat stundum á kvöldin og ræddi við sjómenn um hvernig þeir voru að nýta sjávarfangið. Ég hafði alltaf þennan áhuga á að nýta eiginleika sjávarfangs með einhverjum hætti. Árið 2005 lenti ég svo í miklum í vandræðum með húðina á mér. Ég fór að skoða innihaldsefni í snyrtivörum sem ég var að nota með augum vísindamannsins og fékk áfall. Ég hugsaði með mér: Hvaða brjálæði er eiginlega í gangi? Neytendur eru smám saman að vakna til meðvitundar. Það eru þeir sem hafa þrýst mörgum skaðlegum efnum út af markaði. Það eru þeir sem neituðu að kaupa vörur með parabeni. Það er ekki af því að eftirlitsstofnanir bönnuðu efnin. Þeir hafa leyft þau í öll þessi ár. Leyft þessu að viðgangast,“ segir Guðrún sem segir að framleiðendur þrói ný efni sem erfitt sé að fylgjast með. „Nýlega var gerð rannsókn á einu af þessum nýju rotvarnarefnum sem mátti aðeins nota í 1% af innihaldi snyrtivöru. Magnið var mælt og það kom í ljós að í meirihluta þeirra vara sem voru rannsakaðar var innihaldið 8%,“ segir Guðrún. „Neytandinn verður því miður að reikna með því að eftirlitið sé lítið sem ekkert. Það eru til vörur með parabenefnum sem eru ætluð ungbörnum og snyrtivörur sem innihalda sömu efni og húsamálning. Þetta bara gengur ekki,“ segir Guðrún. „Hugmyndin varð til út frá því hvað ég þoldi sjálf að setja á húðina. Árið 2010 var Taramar skráð á markað og til ársins 2104 vorum við í þróunarvinnu. Snyrtivörurnar komu svo á markað árið 2015 og hefur verið tekið vel af neytendum,“ segir Guðrún frá. „Við fengum fyrsta rannsóknarstyrkinn okkar inn í félagið árið 2012, þá dró ég inn í þróunarvinnuna eiginmann minn, Kristberg Kristbergsson, prófessor í matvælafræði, og nemendur hans. Þetta er ein ástæðan fyrir því að Taramar snyrtivörurnar eru líkari matvælum en húðvörum. Hefðbundnar snyrtivörur eru vanalega þróaðar af lyfjafræðingum. Þróunin tók langan tíma, og það tók tvö ár að þróa aðferðir til að að ná hámarks hreinleika í formúlunum,“ segir Guðrún. Engin eiginleg eða manngerð rotvarnarefni eru notuð í vörunum. „Auðveldasta leiðin til að búa til krem er að nota mikið af efnum sem auka stöðugleika og til að ná fram skemmtilegri áferð. Því miður eru þetta efnin sem við þurfum að forðast og erfitt getur verið að finna vörur án þessara efna á markaði. Við lögðum því mikla vinnu í þennan þátt þróunarinnar. Það borgaði sig. Neytendur gera síaukna kröfu um gæði. Það er gefandi að reka fyrirtæki sem er með sterkan tilgang og neytendur eru þakklátir fyrir. Þetta er ástríða og því fylgir gleði að sjá fólk nota snyrtivörurnar. Fólk sem hefur kannski ekki getað notað snyrtivörur í langan tíma án þess að verða fyrir vandræðum,“ segir Guðrún.Og hún sjálf? Er heilsan betri? „Ég er miklu betri. Eins og gerist hjá flestum þegar við eldumst þá var ég með uppsöfnuð eiturefni í húðfrumunum en hef nú náð að hreinsa húðina vel og koma aftur af stað eðlilegum efnaskiptum. Það eru þó mjög fáar snyrtivörur sem ég þoli. Það er mikilvægt að fólk viti að það getur skaðað heilsuna og húðina með notkun á snyrtivörum með eiturefnum. Ég er ennþá að sjá góðar breytingar á húðinni og er auðvitað ekki að skaða hana lengur,“ segir hún.Think Dirty appið sem Ebba mælir með fyrir neytendur í verslunarleiðangur nýtur mikilla vinsælda. Með því er hægt að skanna inn strikamerki á pakkningum á snyrtivörum. Sé varan á skrá hjá appinu fær það einkunn á skalanum 1-10. Því hærri einkunn, því skaðlegri er varan. Ekki eru margar vörur á skrá á Íslandi.Sneiðir hjá ilmefnum Ebba Guðný Guðmundsdóttir er mjög meðvituð um skaðleg efni í snyrtivörum og segir erfitt fyrir neytendur að átta sig á því hversu heilsuspillandi þær geta verið. Það sé enda ekki einfalt mál að lesa innihaldslýsingarnar sem geta verið langur listi framandi efna í smáu letri. „Snyrtivörumarkaðurinn er eins og villta vestrið finnst mér. Stútfullur af slæmum efnum fyrir okkur og það er oft erfitt að átta sig á innihaldslýsingum,“ segir Ebba Guðný sem segir úrval af skaðlausum snyrtivörum þó hafa aukist síðustu ár. „Úrvalið hefur aukist mikið frá því ég byrjaði að reyna að sneiða hjá óæskilegum efnum fyrir um 20 árum. Þá var ég í vandræðum, það er ég ekki lengur. En við eigum mjög langt í land,“ segir hún. „Ég sneiði alfarið hjá öllum ilmefnum (perfume), vil bara, ef það er ilmur, að það sé úr ilmkjarnaolíum (essential oils). Ég sneiði hjá öllum parabenefnum sem eru talin hormónatruflandi, sodium lauryl sulfate vil ég ekki en það er það sem lætur sápur og annað freyða. Ég forðast formaldehýð og ég held að þetta séu allt nöfn yfir það: -DMDM hydantoin -Imidazolidinyl urea -Diazolidinyl urea -Quaternium-15 -Bronopol (2-bromo-2-nitropropane-1,3-diol ) -5-Bromo-5-nitro-1,3-dioxane - Hydroxymethylglycinate Formaldehýð getur valdið ertingu í augum og húð, ofnæmi og jafnvel krabbameini. Það er algeng ástæða snertiofnæmis sem getur orðið langvinnt.Drop Dead Red frá Esteé Lauder, varaliturinn sem Kendell Jenner mælir með fær slaka einkunn hjá Think Dirty, eða sjö.Haldgóð öpp neytenda „En einfaldast finnst mér að kaupa ekki snyrtivörur með svona skrítnum nöfnum og núorðið veit ég alveg hvaða merkjum ég get treyst,“ segir Ebba Guðný og mælir með öppum fyrir þá sem vilja reyna að forðast skaðlegar snyrtivörur og vita ekki sitt rjúkandi ráð. „Think Dirty er app sem maður getur haft í símanum og flett upp snyrtivörum og séð hvort þær eru hreinar eða ekki. Good Guide er annað, CosmEthics, Detox Me og örugglega fleiri,“ ráðleggur hún. Ebba Guðný segist nota krem frá Taramar, sem er íslenskt merki. „Ég nota líka snyrtivörur frá Inika, Benecos (augabrúnablýant og naglalökkin t.d.), Logona, Dr. Haurschka (litað dagkrem og maskara) og Weleda-vörurnar finnst mér líka góðar og treysti þeim. Notaði mikið barnakremin á kinnarnar á börnunum mínum þegar þau voru lítil og olíurnar. Ég nota svitalyktareyði frá þeim líka. Ég nota annars ekki mikið af sápum og efnum. Ég set kaldpressaða kókosolíu í handarkrikana og á fæturna áður en ég fer í sturtu. Olían tekur alla lykt og nærir. Þá þarf ég enga sápu. Ég tek líka farða af mér á kvöldin með kókosolíunni og heitu vatni. Ég nota Zenz-sjampóin frá Grænu stofunni í hárið,“ segir Ebba Guðný. Engar snyrtivörur fyrir börn „Mér hefur þar að auki alltaf verið illa við hefðbundna blautklúta og bleyjur fyrir börn. Held að hvort tveggja innihaldi ýmislegt slæmt og það er líka óumhverfisvænt. Það er auðvelt að þvo litla bossa með bómullarklútum. Þeir fást örugglega í IKEA og Rúmfatalagernum. Bleyta þá með heitu vatni og setja smá kaldpressaða olíu í þá (ólífu-, kókos- eða möndluolíu) og þurrka bleyjusvæðið. Olían tekur öll óhreinindi og alla lykt. Svo má stundum setja nokkra lavenderdropa líka í tuskuna með olíunni. Þeir eru róandi og sveppadrepandi. Það er gott að hafa lítinn bala með loki hjá skiptistöðinni með köldu vatni og 1 matskeið af matarsóda. Setja óhreinar tuskur/bleyjur þangað og veiða svo upp úr og setja í þvottavélina þegar balinn er orðinn fullur og sjóða með umhverfisvænu þvottaefni í þvottavélinni. Það má setja 3 dropa af piparmintu-, eucalyptus-, tea tree-, lavender- eða annarri ilmkjarnaolíu í þvottaduftið í sápuhólfinu áður en maður setur vélina af stað,“ segir Ebba Guðný.Innihaldsefni könnuð með Think Dirty.Eiturefni í snyrtivörum Einar Oddsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, röltir með blaðamanni í matvöruverslun á höfuðborgarsvæðinu og lítur yfir úrval snyrtivara og merkingar á þeim. „Í Evrópu búum við við eina ströngustu löggjöf varðandi snyrtivörur í heiminum. Neytandinn ætti að líta á það hvort séu til staðar upplýsingar um evrópskan ábyrgðaraðila á umbúðum snyrtivara. Það er vísbending um að varan hafi farið í gegnum öryggismat hjá ábyrgðaraðila. Þetta öryggismat á að vera gert af til þess hæfum aðila,“ segir Einar og tekur upp húðkrem og fer yfir innihaldslýsinguna. Neðst eftir langa runu efna kemur fram ábyrgðaraðili vörunnar í Írlandi. „Það er gott að neytendur séu meðvitaðir um þetta. Utan EES eru gjarnan aðrar reglur og í þeim vörum gætu jafnvel verið efni sem eru bönnuð hér,“ segir Einar. Hann bendir á að þó að ábyrgðaraðili sé gefinn upp, sé það ekki endilega fullkomin trygging fyrir því að varan hafi verið rétt öryggismetin.Í því samhengi. Hvað eru kokteiláhrif? „Efnin geta verið örugg hvert fyrir sig, en svo þegar þau koma saman geta orðið kokteiláhrif. Það er átt við þau samverkandi áhrif sem efni geta haft í umhverfi okkar. Við mat á efnum, þá eru þau metin hvert fyrir sig. En þegar þau koma saman þá getur orðið önnur verkun sem er erfitt að ná utan um. „Þess vegna er besta ráðið að ofnota ekki snyrtivörur og forðast einnig eftir bestu getu ýmislegt annað efnaáreiti í okkar daglegu lífi,“ ráðleggur Einar. Hann segir söluaðilum og framleiðendum skylt að telja upp öll innihaldsefni og heilt yfir sýna aðilar ábyrgð í þeim efnum. Hann tekur upp vöru þar sem framleiðandinn hefur límt upplýsingar um innihaldsefni á íslensku á límmiða á umbúðirnar. „Þetta er ekki gott, hér er aðeins farið offari. Það má ekki dylja skylduupplýsingarnar sem felast í erlendu merkingunum, það eru mikilvægar upplýsingar,“ segir Einar. Þróunin er í rétta átt. Snyrtivörur eru að verða öruggari. „Parabenefni eru nú færri í snyrtiefnum frá árinu 2015 og vísindanefnd á vegum ESB er í sífellu að meta og endurmeta efnin. Framleiðendur eru meðvitaðir um það. En það er samt margt sem þarf að vara sig á. Til dæmis eru meiri líkur á ofnæmisviðbrögðum frá snyrtivörum sem innhalda ilm-, litar- og rotvarnarefni.“En formaldehýð? Er það ekki bara eiturefni? „Jú, það er sterkt eiturefni og strangar kröfur gerðar um hámarksstyrk þess í snyrtivörum. Það getur verið í ýmsum snyrtivörum, til dæmis er það notað í naglaherði,“ segir EinarHvað myndir þú ekki nota? „Ég mæli með því að menn ofnoti ekki snyrtivörur. Sjáfur læt ég sápu og tannkrem duga. Forðast ber vörur sem innihalda hættulegustu efnin. Botnvörurnar í snyrtivörugeiranum eru hárlitunarefni, það eru bölvuð eitur í þeim.“Og hvað með tríklósan, er það rétt að það sé að finna í tannkremi á markaði hér á landi? „Það er ekki bannað að hafa tríklósan í tannkremi og það hefur fundist í tannkremi á íslenskum markaði. Þó ekki þessari verslun greinilega. Tríklósan er talið stuðla að fjölgun ónæmra baktería og vera hormónaraskandi.“En hvers vegna er það ekki bannað? Þetta er harðkjarnaefni. „Manni hefði fundist það eðlilegt ef maður ber það saman við ýmis önnur efni sem eru ekki leyfileg. Styrkleikamörkin eru reyndar mjög lág fyrir tríklósan í snyrtivörum. Það má ekki vera í meira en 0,3% styrk.“Skaðleg efni í snyrtivörumMusk-xylene Musk-xylene er notað til að gefa lykt og notað í ilmvötnum og sápum sem annar valkostur við náttúrleg ilmefni. Musk-xylene er á lista Evrópusambandsins yfir efni sem verða bönnuð.Í hvað er efnið notað? Notað í snyrtivörur og ilmkerti.Paraben Flokkur efna sem eru notuð sem rotvarnarefni í snyrtivörum fyrir bæði börn og fullorðna. Parben fer auðveldlega í gegnum húð. Rannsóknir hafa sýnt að paraben raskar hormónastarfsemi og geta mögulega stuðlað að brjóstakrabbameini. Leyfilegur hámarksstyrkur parabena í snyrtivörum er háður takmörkunum og var lækkaður árið 2014 eftir skoðun vísindanefndar Evrópusambandsins um neytendavörur. Þetta á við um eftirtaldar fjórar gerðir parabena: metýlparaben, etýlparaben, própýlparaben og bútýlparaben. Fimm aðrar gerðir parabena voru bannaðar í framleiðslu á snyrtivörum 30. október 2014 og frá og með 30. júlí 2015 mátti ekki selja snyrtivörur sem framleiddar voru fyrir þann tíma og innihalda eitt eða fleiri af þeim parabenum. Um er að ræða isóprópýlparaben, ísóbútýlparaben, fenýlparaben, benzýlparaben og pentýlparaben. Ef neytandinn vill forðast snyrtivörur sem innihalda paraben þá eru vörur án parabena til á markaði. Snyrtivörur með umhverfismerkinu Svaninum innihalda ekki paraben og hægt er að nálgast þær meðal annars í ýmsum apótekum og heilsubúðum.Í hvað er efnið notað? Paraben eru notuð í snyrtivörur, svo sem ýmis krem, áburð, hárvörur, sólarvarnarefni og andlitsfarða.Siloksan D5 er efnasamband í efnahópnum Siloksan sem telur mörg ólík efni. D5 er notað t.d. í sjampó, krem og þess háttar og gefur þessum vörum þá eiginleika að það verður auðveldara að „smyrja þeim á sig“ og nota. Efnið er einnig notað til lengja endingartíma málningar sem þarf að standast álag vinds og veðurs. Auk þess er það notað í raftækjum.Af hverju er það hættulegt? Notkun efnisins er umfangsmikil í alls konar vörum og efnið því í miklu magni í umhverfinu. Efnið brotnar hægt niður og safnast því fyrir í lífríkinu. Ekki er mikið vitað um langtímaverkun efnisins.Í hvað er efnið notað? Snyrtivörur og vörur fyrir umhirðu líkamans.Tríklósan (Triclosan (TSC) og triclocarban (TCC)) Tríklósan er efni með bakteríudrepandi áhrif.Af hverju er það hættulegt? Tríklósan er mjög eitrað lífverum í vatni og notkun þess er talin geta valdið því að bakteríur verði ónæmar fyrir sýklalyfjum. Slíkt getur leitt til þess að smávægilegar sýkingar sem við getum í dag unnið gegn með sýklalyfjum, verði hættulegar þegar sýklalyfin virka ekki lengur á bakteríuna. Tríklósan hefur fundist í líkama manna úti um allan heim.Í hvað er efnið notað? Tannkrem, svitalyktareyði, snyrtivörur, textílvörur (t.d. æfingafatnað)*Upplýsingar frá Umhverfisstofnun.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent