Katrín Tanja Davíðsdóttir er nú einungis sex stigum á undan Mia Akerlund á CrossFit mótinu „Fittest In Cape Town“ sem fer fram í Höfðaborg í Suður-Afríku.
Fyrir sjöundu greinina sem fór fram nú í kvöld var Katrín með 24 stiga forskot en sjöunda æfingin ber nafnið “Í stiga sviðsljósins“ og þar náði okkar kona sér ekki á strik.
Katrín endaði í fimmta sætinu á tímanum 1:30,41 en fyrst í mark, aðra æfinguna í röð var Mia Akerlund, frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Hún hefur hægt og rólega minnkað mun Katrínar niður og nú er munurinn sex stig en í þriðja sætinu er svo hin ítalska Alessandra Pichelli. Hún var í öðru sætinu fyrir sjöundu greinina en hún endaði önnur í sjöundu greininni.
Lokadagurinn í keppninni fer fram á morgun en úrslitin fara fram seinni partinn. Það er vonandi að okkar kona standi af sér baráttuna og landi sigri á morgun en sigurinn gefur sæti á Heimsleikunum.
Forskot Katrínar komið niður í sex stig og lokadagurinn á morgun

Tengdar fréttir

Katrín Tanja enn á toppnum en forskotið minnkaði eftir „Díönu“
Katrín Tanja Davíðsdóttir varð í fjórða sæti í morgun í fimmtu greininni á CrossFit mótinu "Fittest In Cape Town“.

Auðvitað tæklaði okkar kona Mitch Buchannon með stæl
Katrín Tanja Davíðsdóttir jók forskot sitt á toppnum á CrossFit mótinu "Fittest In Cape Town“ með því að vinna sína aðra grein í röð.

Katrín Tanja byrjar vel í Höfðaborg og „Mitch Buchannon“ er næstur
Katrín Tanja Davíðsdóttir er í efsta sæti eftir fyrstu þrjár greinararnir á CrossFit mótinu "Fittest In Cape Town“ sem fer fram í Höfðaborg í Suður-Afríku.

Katrín Tanja jók forskotið sitt í „Gildrunni“
Katrín Tanja Davíðsdóttir er nú komin með 24 stiga forskot í efsta sætinu á CrossFit mótinu "Fittest In Cape Town“ sem fer fram í Höfðaborg í Suður-Afríku.