Minnkuðu matarsóun um fimmtíu kíló á dag Sveinn Arnarsson skrifar 1. febrúar 2019 06:30 Börnin í Lundarskóla tóku málin í eigin hendur á dögunum og hentu nánast engum mat í heila viku. Fréttablaðið/Pjetur Nemendur Lundarskóla á Akureyri minnkuðu matarsóun sína um nærri fimmtíu kíló á dag með fræðslu kennara og starfsfólks. Var þetta liður í því að fræða börnin um matvæli í upphafi árs. Í janúar hófst þemaverkefni í Lundarskóla um matvæli og umhverfismál. Ljóst er að Vesturlandabúar henda gríðarlega miklu magni af mat á degi hverjum og ef hægt er að sporna við því og nýta matinn betur er hægt að draga úr of mikilli neyslu og þar með of miklum þungaflutningum í heiminum. „Við vorum í rauninni að skoða matinn okkar í víðum skilningi. Hvernig hann kemur á diskinn til okkar og hvaðan hann í rauninni kemur og þá hvert vistspor mismunandi matvæla er. Matarsóun var svo einn liður í því hvernig við förum með þessi verðmæti. Síðan reyndum við að ræða þetta við börnin út frá því á hvaða aldri þau eru,“ segir Elías Gunnar Þorbjörnsson, skólastjóri Lundarskóla. „Síðan ákváðum við að fara í smávegis leik með börnunum. Í samstarfi við starfsfólk mötuneytis þá mældu starfsmenn hversu mikil matarsóun var hjá hverjum árgangi fyrir sig. Það er skemmst frá því að segja að matarsóunin varð í rauninni engin hjá börnunum sem er frábært,“ segir Elías Gunnar. Losun gróðurhúsalofttegunda og hlýnun jarðar er líkast til það sem þessum hópi fólks, grunnskólanemum landsins, stafar hvað mest ógn af í framtíðinni þegar þau verða á fullorðinsaldri. Breytt hugsun um verðmæti er einn liður í því að stemma stigu við hlýnun jarðar. „Áður hafði sú hugsun verið algeng að þau væru nú búin að borga fyrir matinn og því skipti ekki máli þó þau hentu honum í ruslið. Nú hins vegar höfðu þau frekar hugsað um þetta sem ákveðin verðmæti sem ekki ættu að fara til spillis. Við erum nokkuð ánægð með þessa tilraun okkar og gaman að sjá börnin taka svona vel við fræðslunni,“ bætir skólastjórinn við Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Matur Skóla - og menntamál Umhverfismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Nemendur Lundarskóla á Akureyri minnkuðu matarsóun sína um nærri fimmtíu kíló á dag með fræðslu kennara og starfsfólks. Var þetta liður í því að fræða börnin um matvæli í upphafi árs. Í janúar hófst þemaverkefni í Lundarskóla um matvæli og umhverfismál. Ljóst er að Vesturlandabúar henda gríðarlega miklu magni af mat á degi hverjum og ef hægt er að sporna við því og nýta matinn betur er hægt að draga úr of mikilli neyslu og þar með of miklum þungaflutningum í heiminum. „Við vorum í rauninni að skoða matinn okkar í víðum skilningi. Hvernig hann kemur á diskinn til okkar og hvaðan hann í rauninni kemur og þá hvert vistspor mismunandi matvæla er. Matarsóun var svo einn liður í því hvernig við förum með þessi verðmæti. Síðan reyndum við að ræða þetta við börnin út frá því á hvaða aldri þau eru,“ segir Elías Gunnar Þorbjörnsson, skólastjóri Lundarskóla. „Síðan ákváðum við að fara í smávegis leik með börnunum. Í samstarfi við starfsfólk mötuneytis þá mældu starfsmenn hversu mikil matarsóun var hjá hverjum árgangi fyrir sig. Það er skemmst frá því að segja að matarsóunin varð í rauninni engin hjá börnunum sem er frábært,“ segir Elías Gunnar. Losun gróðurhúsalofttegunda og hlýnun jarðar er líkast til það sem þessum hópi fólks, grunnskólanemum landsins, stafar hvað mest ógn af í framtíðinni þegar þau verða á fullorðinsaldri. Breytt hugsun um verðmæti er einn liður í því að stemma stigu við hlýnun jarðar. „Áður hafði sú hugsun verið algeng að þau væru nú búin að borga fyrir matinn og því skipti ekki máli þó þau hentu honum í ruslið. Nú hins vegar höfðu þau frekar hugsað um þetta sem ákveðin verðmæti sem ekki ættu að fara til spillis. Við erum nokkuð ánægð með þessa tilraun okkar og gaman að sjá börnin taka svona vel við fræðslunni,“ bætir skólastjórinn við
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Matur Skóla - og menntamál Umhverfismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira