Óþægileg heimsókn sérsveitar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. febrúar 2019 06:00 Juan Guaidó, starfandi forseti Venesúela, ræðir um heimsóknina við fjölmiðla með dóttur sína í fanginu og eiginkonuna sér við hlið. Nordicphotos/AFP Sérsveitarmenn réðust inn á heimili venesúelska stjórnarandstöðuleiðtogans og starfandi forsetans Juan Guaidó í gær. Kona hans og tæplega tveggja ára gömul dóttir voru heima en Guaidó var sjálfur á fjöldafundi. Frá þessu greindi Guaidó sjálfur í gær. Þingið útnefndi Guaidó starfandi forseta fyrr í mánuðinum eftir að kjörtímabil Nicolás Maduro rann út enda álítur það forsetakosningar síðasta árs ólöglegar. Maduro er ósammála og álítur þingið valdalaust í þokkabót eftir að hann stofnaði sérstakt stjórnlagaþing, einvörðungu skipað sósíalistum, og lét setja sjálfan sig aftur inn í embætti. Bandaríkin, Lima-hópurinn, Samtök Ameríkuríkja og dágóður fjöldi sjálfstæðra ríkja hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó og viðurkennt hann sem starfandi forseta. Evrópuþingið bættist í þann hóp. 439 þingmenn greiddu atkvæði með tillögu þess efnis en 104 gegn. Aukinheldur er kallað eftir nýjum kosningum í landinu. Guaidó þótti heimsóknin í gær óhugguleg. „Ég mun sjá til þess að þið verðið dregin til ábyrgðar fyrir að ógna heilsu barns míns,“ sagði hann á fjöldafundi í höfuðborginni Caracas. Bandaríkin hafa sömuleiðis lýst því yfir að afleiðingarnar verði alvarlegar ef Maduro-stjórnin beitir sér gegn Guaidó af hörku.Nicolás Maduro. Í bakgrunn má sjá málverk af frelsishetjunni Simóni BolívarCarlos Becerra/GettyBandaríkin hafa raunar gert gott betur. Á mánudaginn tilkynnti Donald Trump forseti um nýjar viðskiptaþvinganir gegn ríkisolíufélaginu PDVSA. Þær þvinganir féllu ekki í kramið hjá Idriss Jazairy, rannsakanda hjá Sameinuðu þjóðunum, sem sérhæfir sig í mögulegum neikvæðum afleiðingum þvingana. Jazairy sagði að þvinganirnar gætu gert efnahagshörmungar Venesúela enn verri, en nú þegar berjast íbúar í bökkum við að verða sér úti um nauðsynjar. „Þvingunum, hvort sem þær koma frá hernum eða eru á sviði viðskipta, á aldrei að beita til þess að koma ríkisstjórn fullvalda ríkis frá völdum. Slík beiting þvingana gengur í berhögg við alþjóðalög,“ sagði Jazairy. Um þremur vikum eftir að Guaidó tók við sem starfandi forseti er hann enn svo gott sem valdalaus. Stjórnarandstaðan sagðist í upphafi ætla að leita til venesúelska hersins í von um stuðning en langflestir hermenn, og öll yfirstjórn hersins, eru enn hliðhollir Maduro. Guaidó sagði þó frá því í gær að hann hefði átt leynilega fundi með hermönnum og -foringjum í von um að afla stuðnings þeirra. „Lykillinn að því að ná stjórninni frá völdum er að herinn hætti að styðja hana. Meirihluti hermanna er sammála um að það sé ekki hægt að halda áfram á þessari braut. Stjórnarandstaðan heitir því að enginn þeirra hermanna sem snúa baki við Maduro verði ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu.“ Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Á leynifundum með hernum í Venesúela Juan Guaido leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur haldið leynifundi með yfirmönnum hersins í landinu til að reyna að fá herinn á sitt band, en spennan magnast nú ört í landinu. 31. janúar 2019 07:27 Evrópuþingið viðurkennir Guaidó sem forseta Evrópusambandið hefur verið hikandi við að viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem forseta Venesúela. Það er sagt óttast hvers konar fordæmi það væri í ljósi þess að hann lýsti sjálfan sig forseta. 31. janúar 2019 15:03 Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Sjá meira
Sérsveitarmenn réðust inn á heimili venesúelska stjórnarandstöðuleiðtogans og starfandi forsetans Juan Guaidó í gær. Kona hans og tæplega tveggja ára gömul dóttir voru heima en Guaidó var sjálfur á fjöldafundi. Frá þessu greindi Guaidó sjálfur í gær. Þingið útnefndi Guaidó starfandi forseta fyrr í mánuðinum eftir að kjörtímabil Nicolás Maduro rann út enda álítur það forsetakosningar síðasta árs ólöglegar. Maduro er ósammála og álítur þingið valdalaust í þokkabót eftir að hann stofnaði sérstakt stjórnlagaþing, einvörðungu skipað sósíalistum, og lét setja sjálfan sig aftur inn í embætti. Bandaríkin, Lima-hópurinn, Samtök Ameríkuríkja og dágóður fjöldi sjálfstæðra ríkja hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó og viðurkennt hann sem starfandi forseta. Evrópuþingið bættist í þann hóp. 439 þingmenn greiddu atkvæði með tillögu þess efnis en 104 gegn. Aukinheldur er kallað eftir nýjum kosningum í landinu. Guaidó þótti heimsóknin í gær óhugguleg. „Ég mun sjá til þess að þið verðið dregin til ábyrgðar fyrir að ógna heilsu barns míns,“ sagði hann á fjöldafundi í höfuðborginni Caracas. Bandaríkin hafa sömuleiðis lýst því yfir að afleiðingarnar verði alvarlegar ef Maduro-stjórnin beitir sér gegn Guaidó af hörku.Nicolás Maduro. Í bakgrunn má sjá málverk af frelsishetjunni Simóni BolívarCarlos Becerra/GettyBandaríkin hafa raunar gert gott betur. Á mánudaginn tilkynnti Donald Trump forseti um nýjar viðskiptaþvinganir gegn ríkisolíufélaginu PDVSA. Þær þvinganir féllu ekki í kramið hjá Idriss Jazairy, rannsakanda hjá Sameinuðu þjóðunum, sem sérhæfir sig í mögulegum neikvæðum afleiðingum þvingana. Jazairy sagði að þvinganirnar gætu gert efnahagshörmungar Venesúela enn verri, en nú þegar berjast íbúar í bökkum við að verða sér úti um nauðsynjar. „Þvingunum, hvort sem þær koma frá hernum eða eru á sviði viðskipta, á aldrei að beita til þess að koma ríkisstjórn fullvalda ríkis frá völdum. Slík beiting þvingana gengur í berhögg við alþjóðalög,“ sagði Jazairy. Um þremur vikum eftir að Guaidó tók við sem starfandi forseti er hann enn svo gott sem valdalaus. Stjórnarandstaðan sagðist í upphafi ætla að leita til venesúelska hersins í von um stuðning en langflestir hermenn, og öll yfirstjórn hersins, eru enn hliðhollir Maduro. Guaidó sagði þó frá því í gær að hann hefði átt leynilega fundi með hermönnum og -foringjum í von um að afla stuðnings þeirra. „Lykillinn að því að ná stjórninni frá völdum er að herinn hætti að styðja hana. Meirihluti hermanna er sammála um að það sé ekki hægt að halda áfram á þessari braut. Stjórnarandstaðan heitir því að enginn þeirra hermanna sem snúa baki við Maduro verði ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu.“
Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Á leynifundum með hernum í Venesúela Juan Guaido leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur haldið leynifundi með yfirmönnum hersins í landinu til að reyna að fá herinn á sitt band, en spennan magnast nú ört í landinu. 31. janúar 2019 07:27 Evrópuþingið viðurkennir Guaidó sem forseta Evrópusambandið hefur verið hikandi við að viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem forseta Venesúela. Það er sagt óttast hvers konar fordæmi það væri í ljósi þess að hann lýsti sjálfan sig forseta. 31. janúar 2019 15:03 Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Sjá meira
Á leynifundum með hernum í Venesúela Juan Guaido leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur haldið leynifundi með yfirmönnum hersins í landinu til að reyna að fá herinn á sitt band, en spennan magnast nú ört í landinu. 31. janúar 2019 07:27
Evrópuþingið viðurkennir Guaidó sem forseta Evrópusambandið hefur verið hikandi við að viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem forseta Venesúela. Það er sagt óttast hvers konar fordæmi það væri í ljósi þess að hann lýsti sjálfan sig forseta. 31. janúar 2019 15:03
Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro. 28. janúar 2019 06:00