Frakkarnir stöðvuðu Messi og félaga 19. febrúar 2019 22:00 Lionel Messi, stjarna Barcelona. vísir/getty Barcelona náði ekki að finna netmöskvana í kvöld er liðið gerði markalaust jafntefli við Lyon í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikið var í Frakklandi í kvöld á Groupama-leikvanginum en Phillippe Coutinho þurfti að gera það sér til góðs að sitja á varamannabekknum í kvöld. Hann leysti svo Ousmane Dembele af hólmi á 67. mínutu. Börsungar fengu heldur betur tækifærin til þess að skora og voru mun meira með boltann en náðu ekki að troða boltanum í netið. Þeir skutu alls tuttugu sinnum í átt að marki Frakkana en lokatölur 0-0. Liðin mætast á nýjan leik um miðjan mars mánuð en Börsungar eru áfram með einvígið í sínum höndum fyrir síðari leikinn á Camp Nou. Meistaradeild Evrópu
Barcelona náði ekki að finna netmöskvana í kvöld er liðið gerði markalaust jafntefli við Lyon í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikið var í Frakklandi í kvöld á Groupama-leikvanginum en Phillippe Coutinho þurfti að gera það sér til góðs að sitja á varamannabekknum í kvöld. Hann leysti svo Ousmane Dembele af hólmi á 67. mínutu. Börsungar fengu heldur betur tækifærin til þess að skora og voru mun meira með boltann en náðu ekki að troða boltanum í netið. Þeir skutu alls tuttugu sinnum í átt að marki Frakkana en lokatölur 0-0. Liðin mætast á nýjan leik um miðjan mars mánuð en Börsungar eru áfram með einvígið í sínum höndum fyrir síðari leikinn á Camp Nou.
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð