Stjörnumaðurinn sem kýldi ÍR-inginn mætti líka á úrslitaleikinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2019 13:30 Hér er nýbúið að kýla stuðningsmann ÍR beint á andlitið. skjáskot/rúv Athygli vakti á bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur í körfubolta að einstaklingurinn sem varð uppvís að ofbeldi í undanúrslitaleik Stjörnunnar og ÍR var mættur aftur í Höllina til þess að styðja sitt lið.Hér má sjá slagsmálin í stúkunni á vef RÚV. „Ég er viss um að þetta muni ekki gerast í dag og þetta er ljótur blettur á leiknum. Ég er viss um að það verði öruggt fyrir alla að koma í Laugardal í dag og menn þurfa ekkert að óttast. Ég hef bent Stjörnumönnum á að það er á þeirra ábyrgð hvort hann komi eða ekki og ég tel það best fyrir alla að hann horfi á leikinn í sjónvarpinu í dag,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, á leikdegi en hann talaði fyrir daufum eyrum Stjörnumanna sem veittu stuðningsmanninum leyfi til þess að mæta á leikinn. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segir að málið hafi verið tekið fyrir hjá félaginu. „Þessi einstaklingur hefur komið á marga leiki hjá okkur, æft körfubolta og starfað fyrir körfuknattleiksdeildina. Ég lít þannig á að við höfðum bara tvo möguleika í stöðunni. Annars vegar að setja hann í langt bann. Eitt eða tvö ár eða gefa manninum gult spjald og gera honum grein fyrir því að svona framkoma væri ekki í boði,“ segir Hilmar. „Við ræddum við hann og hann bað okkur afsökunar. Leið verulega illa yfir þessu. Ég er nú bara þannig gerður að ég sá enga ástæðu til þess að hengja manninn út af þessu. Það gera allir mistök. Önnur ástæða er að ég stóð rétt fyrir ofan þetta og sá aðdragandann að þessu. Ekki bara myndirnar sem birtust. Ég veit því alveg hvað gerðist.“Frá hasarnum í Höllinni.mynd/ólafur þór jónssonHilmar vildi þó ekki útskýra nánar hvað nákvæmlega hefði gerst. Hann vildi þó segja að hann var ósáttur við skort á öryggisgæslu milli stuðningsmannasveitanna. KKÍ hefur viðurkennt sín mistök þar og beðist afsökunar á þeim. „Þegar ÍR-ingarnir komu af Ölveri þá setjast þeir nánast inn á okkar svæði. Ég gerði strax athugasemdir við það og það var ekkert gert í því. Ég sagði við sessunaut minn, svona hálfri mínútu áður en þetta gerðist, að þetta myndi enda með skelfingu. Sem síðan gerðist,“ segir Hilmar. Það vakti líka athygli að Stjarnan sá hvergi ástæðu til þess að fordæma hegðun stuðningsmannsins. „Það var búið að gera sameiginlega yfirlýsingu hjá ÍR, Stjörnunni og KKÍ þar sem þetta var harmað. Síðan ákvaðu ÍR-ingarnir að fara aðra leið. Við vorum svo á fullu að undirbúa fimm lið í úrslitum. Það var yfirdrifið nóg að gera hjá okkur,“ segir Hilmar en engu að síður voru samfélagsmiðlar félagsins mjög virkir alla helgina. „Það getur vel verið að það hafi verið mistök að birta ekki neitt. Það var allavega mikið að gera hjá mér og við vorum hættir að hugsa um þetta mál um kvöldið.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Vonar að stuðningsmaður Stjörnunnar horfi á úrslitaleikinn í sjónvarpinu Formaður KKÍ beindi því til stjórnar Stjörnunnar að hún beri ábyrgð á því hvort að ofbeldismaðurinn mæti á bikarúrslitaleikinn. 16. febrúar 2019 10:12 Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11 Formaður KKÍ: Verður meiri öryggisgæsla á úrslitaleikjunum Það verður passað betur upp á öryggi áhorfenda á úrslitaleikjum Geysisbikarsins á morgun en áhorfendur slógust í Höllinni í gær. Sá er lét hnefana tala fær líklega ekki að mæta á völlinn. 15. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Athygli vakti á bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur í körfubolta að einstaklingurinn sem varð uppvís að ofbeldi í undanúrslitaleik Stjörnunnar og ÍR var mættur aftur í Höllina til þess að styðja sitt lið.Hér má sjá slagsmálin í stúkunni á vef RÚV. „Ég er viss um að þetta muni ekki gerast í dag og þetta er ljótur blettur á leiknum. Ég er viss um að það verði öruggt fyrir alla að koma í Laugardal í dag og menn þurfa ekkert að óttast. Ég hef bent Stjörnumönnum á að það er á þeirra ábyrgð hvort hann komi eða ekki og ég tel það best fyrir alla að hann horfi á leikinn í sjónvarpinu í dag,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, á leikdegi en hann talaði fyrir daufum eyrum Stjörnumanna sem veittu stuðningsmanninum leyfi til þess að mæta á leikinn. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segir að málið hafi verið tekið fyrir hjá félaginu. „Þessi einstaklingur hefur komið á marga leiki hjá okkur, æft körfubolta og starfað fyrir körfuknattleiksdeildina. Ég lít þannig á að við höfðum bara tvo möguleika í stöðunni. Annars vegar að setja hann í langt bann. Eitt eða tvö ár eða gefa manninum gult spjald og gera honum grein fyrir því að svona framkoma væri ekki í boði,“ segir Hilmar. „Við ræddum við hann og hann bað okkur afsökunar. Leið verulega illa yfir þessu. Ég er nú bara þannig gerður að ég sá enga ástæðu til þess að hengja manninn út af þessu. Það gera allir mistök. Önnur ástæða er að ég stóð rétt fyrir ofan þetta og sá aðdragandann að þessu. Ekki bara myndirnar sem birtust. Ég veit því alveg hvað gerðist.“Frá hasarnum í Höllinni.mynd/ólafur þór jónssonHilmar vildi þó ekki útskýra nánar hvað nákvæmlega hefði gerst. Hann vildi þó segja að hann var ósáttur við skort á öryggisgæslu milli stuðningsmannasveitanna. KKÍ hefur viðurkennt sín mistök þar og beðist afsökunar á þeim. „Þegar ÍR-ingarnir komu af Ölveri þá setjast þeir nánast inn á okkar svæði. Ég gerði strax athugasemdir við það og það var ekkert gert í því. Ég sagði við sessunaut minn, svona hálfri mínútu áður en þetta gerðist, að þetta myndi enda með skelfingu. Sem síðan gerðist,“ segir Hilmar. Það vakti líka athygli að Stjarnan sá hvergi ástæðu til þess að fordæma hegðun stuðningsmannsins. „Það var búið að gera sameiginlega yfirlýsingu hjá ÍR, Stjörnunni og KKÍ þar sem þetta var harmað. Síðan ákvaðu ÍR-ingarnir að fara aðra leið. Við vorum svo á fullu að undirbúa fimm lið í úrslitum. Það var yfirdrifið nóg að gera hjá okkur,“ segir Hilmar en engu að síður voru samfélagsmiðlar félagsins mjög virkir alla helgina. „Það getur vel verið að það hafi verið mistök að birta ekki neitt. Það var allavega mikið að gera hjá mér og við vorum hættir að hugsa um þetta mál um kvöldið.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Vonar að stuðningsmaður Stjörnunnar horfi á úrslitaleikinn í sjónvarpinu Formaður KKÍ beindi því til stjórnar Stjörnunnar að hún beri ábyrgð á því hvort að ofbeldismaðurinn mæti á bikarúrslitaleikinn. 16. febrúar 2019 10:12 Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11 Formaður KKÍ: Verður meiri öryggisgæsla á úrslitaleikjunum Það verður passað betur upp á öryggi áhorfenda á úrslitaleikjum Geysisbikarsins á morgun en áhorfendur slógust í Höllinni í gær. Sá er lét hnefana tala fær líklega ekki að mæta á völlinn. 15. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Vonar að stuðningsmaður Stjörnunnar horfi á úrslitaleikinn í sjónvarpinu Formaður KKÍ beindi því til stjórnar Stjörnunnar að hún beri ábyrgð á því hvort að ofbeldismaðurinn mæti á bikarúrslitaleikinn. 16. febrúar 2019 10:12
Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11
Formaður KKÍ: Verður meiri öryggisgæsla á úrslitaleikjunum Það verður passað betur upp á öryggi áhorfenda á úrslitaleikjum Geysisbikarsins á morgun en áhorfendur slógust í Höllinni í gær. Sá er lét hnefana tala fær líklega ekki að mæta á völlinn. 15. febrúar 2019 11:30
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti