Stjörnumaðurinn sem kýldi ÍR-inginn mætti líka á úrslitaleikinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2019 13:30 Hér er nýbúið að kýla stuðningsmann ÍR beint á andlitið. skjáskot/rúv Athygli vakti á bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur í körfubolta að einstaklingurinn sem varð uppvís að ofbeldi í undanúrslitaleik Stjörnunnar og ÍR var mættur aftur í Höllina til þess að styðja sitt lið.Hér má sjá slagsmálin í stúkunni á vef RÚV. „Ég er viss um að þetta muni ekki gerast í dag og þetta er ljótur blettur á leiknum. Ég er viss um að það verði öruggt fyrir alla að koma í Laugardal í dag og menn þurfa ekkert að óttast. Ég hef bent Stjörnumönnum á að það er á þeirra ábyrgð hvort hann komi eða ekki og ég tel það best fyrir alla að hann horfi á leikinn í sjónvarpinu í dag,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, á leikdegi en hann talaði fyrir daufum eyrum Stjörnumanna sem veittu stuðningsmanninum leyfi til þess að mæta á leikinn. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segir að málið hafi verið tekið fyrir hjá félaginu. „Þessi einstaklingur hefur komið á marga leiki hjá okkur, æft körfubolta og starfað fyrir körfuknattleiksdeildina. Ég lít þannig á að við höfðum bara tvo möguleika í stöðunni. Annars vegar að setja hann í langt bann. Eitt eða tvö ár eða gefa manninum gult spjald og gera honum grein fyrir því að svona framkoma væri ekki í boði,“ segir Hilmar. „Við ræddum við hann og hann bað okkur afsökunar. Leið verulega illa yfir þessu. Ég er nú bara þannig gerður að ég sá enga ástæðu til þess að hengja manninn út af þessu. Það gera allir mistök. Önnur ástæða er að ég stóð rétt fyrir ofan þetta og sá aðdragandann að þessu. Ekki bara myndirnar sem birtust. Ég veit því alveg hvað gerðist.“Frá hasarnum í Höllinni.mynd/ólafur þór jónssonHilmar vildi þó ekki útskýra nánar hvað nákvæmlega hefði gerst. Hann vildi þó segja að hann var ósáttur við skort á öryggisgæslu milli stuðningsmannasveitanna. KKÍ hefur viðurkennt sín mistök þar og beðist afsökunar á þeim. „Þegar ÍR-ingarnir komu af Ölveri þá setjast þeir nánast inn á okkar svæði. Ég gerði strax athugasemdir við það og það var ekkert gert í því. Ég sagði við sessunaut minn, svona hálfri mínútu áður en þetta gerðist, að þetta myndi enda með skelfingu. Sem síðan gerðist,“ segir Hilmar. Það vakti líka athygli að Stjarnan sá hvergi ástæðu til þess að fordæma hegðun stuðningsmannsins. „Það var búið að gera sameiginlega yfirlýsingu hjá ÍR, Stjörnunni og KKÍ þar sem þetta var harmað. Síðan ákvaðu ÍR-ingarnir að fara aðra leið. Við vorum svo á fullu að undirbúa fimm lið í úrslitum. Það var yfirdrifið nóg að gera hjá okkur,“ segir Hilmar en engu að síður voru samfélagsmiðlar félagsins mjög virkir alla helgina. „Það getur vel verið að það hafi verið mistök að birta ekki neitt. Það var allavega mikið að gera hjá mér og við vorum hættir að hugsa um þetta mál um kvöldið.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Vonar að stuðningsmaður Stjörnunnar horfi á úrslitaleikinn í sjónvarpinu Formaður KKÍ beindi því til stjórnar Stjörnunnar að hún beri ábyrgð á því hvort að ofbeldismaðurinn mæti á bikarúrslitaleikinn. 16. febrúar 2019 10:12 Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11 Formaður KKÍ: Verður meiri öryggisgæsla á úrslitaleikjunum Það verður passað betur upp á öryggi áhorfenda á úrslitaleikjum Geysisbikarsins á morgun en áhorfendur slógust í Höllinni í gær. Sá er lét hnefana tala fær líklega ekki að mæta á völlinn. 15. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira
Athygli vakti á bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur í körfubolta að einstaklingurinn sem varð uppvís að ofbeldi í undanúrslitaleik Stjörnunnar og ÍR var mættur aftur í Höllina til þess að styðja sitt lið.Hér má sjá slagsmálin í stúkunni á vef RÚV. „Ég er viss um að þetta muni ekki gerast í dag og þetta er ljótur blettur á leiknum. Ég er viss um að það verði öruggt fyrir alla að koma í Laugardal í dag og menn þurfa ekkert að óttast. Ég hef bent Stjörnumönnum á að það er á þeirra ábyrgð hvort hann komi eða ekki og ég tel það best fyrir alla að hann horfi á leikinn í sjónvarpinu í dag,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, á leikdegi en hann talaði fyrir daufum eyrum Stjörnumanna sem veittu stuðningsmanninum leyfi til þess að mæta á leikinn. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segir að málið hafi verið tekið fyrir hjá félaginu. „Þessi einstaklingur hefur komið á marga leiki hjá okkur, æft körfubolta og starfað fyrir körfuknattleiksdeildina. Ég lít þannig á að við höfðum bara tvo möguleika í stöðunni. Annars vegar að setja hann í langt bann. Eitt eða tvö ár eða gefa manninum gult spjald og gera honum grein fyrir því að svona framkoma væri ekki í boði,“ segir Hilmar. „Við ræddum við hann og hann bað okkur afsökunar. Leið verulega illa yfir þessu. Ég er nú bara þannig gerður að ég sá enga ástæðu til þess að hengja manninn út af þessu. Það gera allir mistök. Önnur ástæða er að ég stóð rétt fyrir ofan þetta og sá aðdragandann að þessu. Ekki bara myndirnar sem birtust. Ég veit því alveg hvað gerðist.“Frá hasarnum í Höllinni.mynd/ólafur þór jónssonHilmar vildi þó ekki útskýra nánar hvað nákvæmlega hefði gerst. Hann vildi þó segja að hann var ósáttur við skort á öryggisgæslu milli stuðningsmannasveitanna. KKÍ hefur viðurkennt sín mistök þar og beðist afsökunar á þeim. „Þegar ÍR-ingarnir komu af Ölveri þá setjast þeir nánast inn á okkar svæði. Ég gerði strax athugasemdir við það og það var ekkert gert í því. Ég sagði við sessunaut minn, svona hálfri mínútu áður en þetta gerðist, að þetta myndi enda með skelfingu. Sem síðan gerðist,“ segir Hilmar. Það vakti líka athygli að Stjarnan sá hvergi ástæðu til þess að fordæma hegðun stuðningsmannsins. „Það var búið að gera sameiginlega yfirlýsingu hjá ÍR, Stjörnunni og KKÍ þar sem þetta var harmað. Síðan ákvaðu ÍR-ingarnir að fara aðra leið. Við vorum svo á fullu að undirbúa fimm lið í úrslitum. Það var yfirdrifið nóg að gera hjá okkur,“ segir Hilmar en engu að síður voru samfélagsmiðlar félagsins mjög virkir alla helgina. „Það getur vel verið að það hafi verið mistök að birta ekki neitt. Það var allavega mikið að gera hjá mér og við vorum hættir að hugsa um þetta mál um kvöldið.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Vonar að stuðningsmaður Stjörnunnar horfi á úrslitaleikinn í sjónvarpinu Formaður KKÍ beindi því til stjórnar Stjörnunnar að hún beri ábyrgð á því hvort að ofbeldismaðurinn mæti á bikarúrslitaleikinn. 16. febrúar 2019 10:12 Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11 Formaður KKÍ: Verður meiri öryggisgæsla á úrslitaleikjunum Það verður passað betur upp á öryggi áhorfenda á úrslitaleikjum Geysisbikarsins á morgun en áhorfendur slógust í Höllinni í gær. Sá er lét hnefana tala fær líklega ekki að mæta á völlinn. 15. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira
Vonar að stuðningsmaður Stjörnunnar horfi á úrslitaleikinn í sjónvarpinu Formaður KKÍ beindi því til stjórnar Stjörnunnar að hún beri ábyrgð á því hvort að ofbeldismaðurinn mæti á bikarúrslitaleikinn. 16. febrúar 2019 10:12
Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11
Formaður KKÍ: Verður meiri öryggisgæsla á úrslitaleikjunum Það verður passað betur upp á öryggi áhorfenda á úrslitaleikjum Geysisbikarsins á morgun en áhorfendur slógust í Höllinni í gær. Sá er lét hnefana tala fær líklega ekki að mæta á völlinn. 15. febrúar 2019 11:30