Viktor hefur farið í ótal fegrunaraðgerðir: „Þessi neikvæða gagnrýni er verst frá öðrum hommum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. febrúar 2019 10:15 Viktor er töluvert gagnrýndur fyrir sinn lífstíl. Viktor Andersen er 29 ára gamall, fæddur og uppalinn á Seyðisfirði en hefur undanfarin ár búið í Reykjavík. Viktor útskrifaðist með BA gráðu í miðlun og almannatengslum árið 2018 og starfar sem samskipta – og markaðsstjóri Lunga hátíðarinnar. Viktor var ungur þegar hann fór að spá í útliti og fékk fljótt mikinn áhuga á fegrunaraðgerðum, hann ákvað snemma að fara í sína fyrstu fegrunaraðgerð eða fyrir ellefu árum þá 18 ára gamall. „Þegar ég var í menntaskóla lét ég fylla í varirnar á mér í fyrsta skipti og er búinn að vera gera það síðan. Svo er alltaf meira og meira að bætast við. Ég er búinn að fylla í kinnarnar, búinn að setja í hökuna, ég er búinn að fara í nefaðgerð og ég læt setja botox í ennið og undir augun. Ég læt setja í varirnar á þriggja mánaða fresti, því mér finnst fara fljótara úr þeim en með kinnarnar og hökuna fer ég svona á hálfs árs frestir,“ segir Viktor í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en af hverju gerir hann þetta?Skítt með alla aðra „Fegrunaraðgerðir er eitthvað sem ég hef alltaf haft áhuga á og við erum öll sek um að vilja láta okkur líða betur með okkur sjálf. Þetta er bara ein af mínum leiðum. Hjá öðrum er það að mála sig og borga aðeins meira fyrir klippingu og litun eða kaupa sér nýjan Lexus. Fólk gerir bara það sem það vill og skít með alla aðra.“Viktor er fyrirferðamikill á Instagram.Viktor hefur mætt gagnrýni úr ólíkum áttum og svo virðist vera að fólk eigi auðvelt með að láta skoðun sína í ljós er varðar útlit hans. „Fegrunaraðgerðir eru ennþá mjög tabú í samfélaginu og sérstaklega hjá eldri kynslóðum og ég fæ athugasemdir oftast frá þeim um af hverju ég sé að þessu og ég þurfi þess ekkert og hversu feik ég sé. Þessi neikvæða gagnrýni er verst frá öðrum hommum. Ég vissi alltaf að ég myndi mæta gagnrýni þegar ég byrjaði á þessu fyrst en ég er með þykkan skráp og er ekki viðkvæmur fyrir þessu. Ég er allaf opinn fyrir því að ræða þessi málefni. Mér finnst bara svo skrýtið að fólk hafi þörf fyrir að koma með athugasemdir um þetta og þetta verður auðvitað þreytt. Fólk verður bara að virða það að ég hafi þörf fyrir að gera þetta.“ Viktor fær ekki eingöngu að heyra gagnrýni frá ókunnungu fólki en fjölskylda og vinir hafa líka sterka skoðanir á ákvörðun hans að fara í fegrunar aðgerðir. „Pabba finnst þetta algjör bull og hann segir mér það ábyggilega í hvert skipti sem ég heyri í honum. Það er allt í góðu og ekkert í neinu illu, en hann er allavega bara ekki sammála þessu, en þetta er minn kross að bera. Ég hef alveg íhugað að leita mér aðstoðar hjá sálfræðingi en mér finnst ég vera nokkuð meðvitaður um það að ganga ekki of langt í fegrunaraðgerðum.“Eva Laufey ræddi við Viktor.Viktor hefur sem fyrr segir sætt gagnrýni og því er auðvelt að ímynda sér að slík gagnrýni hafi áhrif á hann á einhverjum tímapunkti og fái hann til þess að efast um ákvörðun sína. Þær aðgerðir eru misjafnar sem Viktor hefur prófað, fyllingar yfir í stærri aðgerðir og hefur Viktor farið í eina stóra aðgerð á nefi. „Það var sagað af beininu, nefnið mjókkað og tekið smá af brjóskinu til þess að stytta það. Ég var með tvö risastór glóðaraugu og stökkbólginn fyrir ofan augun og ekki bein laglegur eftir.“ Eftir að hafa prófað ýmsar aðferðir þá var forvitnilegt að vita hvort Viktor hefði gert einhver mistök á þessum ellefu árum eða hvort hann sjái eftir einhverju.Verð að passa mig „Fyrir svona fimm árum síðan setti ég tvær sprautur af varanlegri fyllingu í varirnar. Þær komu ekkert rosalega vel út og það var ekki nægilega mikil fylling í þessum efnum eins og í botox. Þær voru frekar skakkar og ég er ennþá með kekki í þeim að innanverðu. Þess vegna myndi ég aldrei mæla með því að fá sér varanleg fyllingarefni.“ Viktor hefur frá átján ára aldri stundað fegrunaraðgerðir og segir að eigin sögn ekki vera hættur, og því er ekki úr vegi að spyrja hvort hann sé orðinn háður fegrunaraðgerðum? „Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég þarf að passa mig til að ganga ekki of langt í þessu. Ég finn alveg að mig langar alveg í meira en ég verð bara að vita hvar mín mörk eru. Í Framtíðinni veit ég að ég mun vilja fara aftur í nefaðgerð og fínpússa það aðeins meira. Svo seinna meir mun ég pottþétt fara í augnlokaaðgerð og svo enn seinna meir fara í hálslyftingu til að taka aukahúð af hálsinu.“ Fegrunaraðgerðir eru sífellt að verða vinsælli og aðgengi virðist auðveldara sem og með tilkomu samfélagsmiðla þá virðast útlitskröfur vera enn meiri en áður til einstaklinga. Viktor segir það skipta gríðarlega miklu máli að vera samkvæmur sjálfum sér í þessum efnum og það sé auðvelt að detta í þann gír að vilja meira og meira og í eitt skiptið var það læknir sem mældi með að hann myndi bæta verulega í þá aðgerð sem hann hafði lagt upp með í byrjun. Hér að neðan má sjá innslagið um Viktor í heild sinni. Ísland í dag Lýtalækningar Reykjavík Seyðisfjörður Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Viktor Andersen er 29 ára gamall, fæddur og uppalinn á Seyðisfirði en hefur undanfarin ár búið í Reykjavík. Viktor útskrifaðist með BA gráðu í miðlun og almannatengslum árið 2018 og starfar sem samskipta – og markaðsstjóri Lunga hátíðarinnar. Viktor var ungur þegar hann fór að spá í útliti og fékk fljótt mikinn áhuga á fegrunaraðgerðum, hann ákvað snemma að fara í sína fyrstu fegrunaraðgerð eða fyrir ellefu árum þá 18 ára gamall. „Þegar ég var í menntaskóla lét ég fylla í varirnar á mér í fyrsta skipti og er búinn að vera gera það síðan. Svo er alltaf meira og meira að bætast við. Ég er búinn að fylla í kinnarnar, búinn að setja í hökuna, ég er búinn að fara í nefaðgerð og ég læt setja botox í ennið og undir augun. Ég læt setja í varirnar á þriggja mánaða fresti, því mér finnst fara fljótara úr þeim en með kinnarnar og hökuna fer ég svona á hálfs árs frestir,“ segir Viktor í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en af hverju gerir hann þetta?Skítt með alla aðra „Fegrunaraðgerðir er eitthvað sem ég hef alltaf haft áhuga á og við erum öll sek um að vilja láta okkur líða betur með okkur sjálf. Þetta er bara ein af mínum leiðum. Hjá öðrum er það að mála sig og borga aðeins meira fyrir klippingu og litun eða kaupa sér nýjan Lexus. Fólk gerir bara það sem það vill og skít með alla aðra.“Viktor er fyrirferðamikill á Instagram.Viktor hefur mætt gagnrýni úr ólíkum áttum og svo virðist vera að fólk eigi auðvelt með að láta skoðun sína í ljós er varðar útlit hans. „Fegrunaraðgerðir eru ennþá mjög tabú í samfélaginu og sérstaklega hjá eldri kynslóðum og ég fæ athugasemdir oftast frá þeim um af hverju ég sé að þessu og ég þurfi þess ekkert og hversu feik ég sé. Þessi neikvæða gagnrýni er verst frá öðrum hommum. Ég vissi alltaf að ég myndi mæta gagnrýni þegar ég byrjaði á þessu fyrst en ég er með þykkan skráp og er ekki viðkvæmur fyrir þessu. Ég er allaf opinn fyrir því að ræða þessi málefni. Mér finnst bara svo skrýtið að fólk hafi þörf fyrir að koma með athugasemdir um þetta og þetta verður auðvitað þreytt. Fólk verður bara að virða það að ég hafi þörf fyrir að gera þetta.“ Viktor fær ekki eingöngu að heyra gagnrýni frá ókunnungu fólki en fjölskylda og vinir hafa líka sterka skoðanir á ákvörðun hans að fara í fegrunar aðgerðir. „Pabba finnst þetta algjör bull og hann segir mér það ábyggilega í hvert skipti sem ég heyri í honum. Það er allt í góðu og ekkert í neinu illu, en hann er allavega bara ekki sammála þessu, en þetta er minn kross að bera. Ég hef alveg íhugað að leita mér aðstoðar hjá sálfræðingi en mér finnst ég vera nokkuð meðvitaður um það að ganga ekki of langt í fegrunaraðgerðum.“Eva Laufey ræddi við Viktor.Viktor hefur sem fyrr segir sætt gagnrýni og því er auðvelt að ímynda sér að slík gagnrýni hafi áhrif á hann á einhverjum tímapunkti og fái hann til þess að efast um ákvörðun sína. Þær aðgerðir eru misjafnar sem Viktor hefur prófað, fyllingar yfir í stærri aðgerðir og hefur Viktor farið í eina stóra aðgerð á nefi. „Það var sagað af beininu, nefnið mjókkað og tekið smá af brjóskinu til þess að stytta það. Ég var með tvö risastór glóðaraugu og stökkbólginn fyrir ofan augun og ekki bein laglegur eftir.“ Eftir að hafa prófað ýmsar aðferðir þá var forvitnilegt að vita hvort Viktor hefði gert einhver mistök á þessum ellefu árum eða hvort hann sjái eftir einhverju.Verð að passa mig „Fyrir svona fimm árum síðan setti ég tvær sprautur af varanlegri fyllingu í varirnar. Þær komu ekkert rosalega vel út og það var ekki nægilega mikil fylling í þessum efnum eins og í botox. Þær voru frekar skakkar og ég er ennþá með kekki í þeim að innanverðu. Þess vegna myndi ég aldrei mæla með því að fá sér varanleg fyllingarefni.“ Viktor hefur frá átján ára aldri stundað fegrunaraðgerðir og segir að eigin sögn ekki vera hættur, og því er ekki úr vegi að spyrja hvort hann sé orðinn háður fegrunaraðgerðum? „Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég þarf að passa mig til að ganga ekki of langt í þessu. Ég finn alveg að mig langar alveg í meira en ég verð bara að vita hvar mín mörk eru. Í Framtíðinni veit ég að ég mun vilja fara aftur í nefaðgerð og fínpússa það aðeins meira. Svo seinna meir mun ég pottþétt fara í augnlokaaðgerð og svo enn seinna meir fara í hálslyftingu til að taka aukahúð af hálsinu.“ Fegrunaraðgerðir eru sífellt að verða vinsælli og aðgengi virðist auðveldara sem og með tilkomu samfélagsmiðla þá virðast útlitskröfur vera enn meiri en áður til einstaklinga. Viktor segir það skipta gríðarlega miklu máli að vera samkvæmur sjálfum sér í þessum efnum og það sé auðvelt að detta í þann gír að vilja meira og meira og í eitt skiptið var það læknir sem mældi með að hann myndi bæta verulega í þá aðgerð sem hann hafði lagt upp með í byrjun. Hér að neðan má sjá innslagið um Viktor í heild sinni.
Ísland í dag Lýtalækningar Reykjavík Seyðisfjörður Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira