Ólafur Örn um Michelin-málið: „Þetta er ansi brútal“ Atli Ísleifsson skrifar 18. febrúar 2019 23:15 Ólafur Örn Ólafsson segir málið tækifæri til að spýta í lófana. Fréttablaðið/Ernir Ólafur Örn Ólafsson stjörnukokkur segist vera í sjokki eftir að veitingastaðurinn Dill Restaurant var sviptur Michelin-stjörnu sinni fyrr í kvöld. „Mér finnst þetta alveg glatað, ömurlegt. Ég átti nú frekar von á að við myndum bæta í, fá eina, jafnvel tvær í viðbót.“ Greint var frá því í Árósum fyrr í kvöld að Dill hafi væri ekki í hópi þeirra veitingastaða á Norðurlöndum sem hafi hlotið Michelin-stjörnu fyrir árið 2019. Dill varð árið 2017 fyrstur íslenskra veitingastaða til að hljóta slíka viðurkenningu, en Ólafur er fyrrverandi eigandi DIll og var í hópi þeirra sem stofnuðu veitingastaðinn.En hvernig missir maður svona stjörnur? „Þetta er þannig að þú ert verðlaunaður fyrir ákveðið „consistency“ [stöðugleiki]. Staðurinn er tekinn út og hann er tekinn út oft. Ef þér tekst ekki að halda þessum ákveðna „standard“ [gæðastig] þá taka þeir stjörnuna af þér. Þetta er ansi brútal. Og það er erfitt að ná henni aftur, held ég. Það eina sem hægt er að gera er að telja aftur í og gera betur, skilurðu,“ segir Ólafur Örn. Tækifæri til að spýta í lófana Ólafur segir að eins glatað og þetta sé þá sé þetta kannski tækifæri til að spýta í lófana. „Við verðum að fá Michelin-stjörnu aftur til Íslands og nú hafa allir jöfn tækifæri. Það eru nokkrir staðir á landinu sem hafa alveg „potential“ [möguleika]. Standardinn hérna hefur ekkert minnkað en af einhverjum ástæðum hefur Michelin Guide-inn ekki fílað Dill áfram. Ég veit ekki hvað það er. Það er tiltölulega nýlega búið að skipta um mann í brúnni þar og það getur vel verið að það séu einhverjar breyttar áherslur. Ég bara veit það ekki,“ segir Ólafur Örn. Hann segir þó ljóst að Michelin-dómarar séu ekkert hættir að koma til Íslands. „Þannig fékk veitingastaðurinn Skál! Bib Gourmand viðurkenningu í kvöld. Það eru góðu fréttirnar í þessu. Það var bæði verðskuldað og frábærar fréttir. Það sem er spennandi við Michelin-Guideinn er að maður veit ekkert, þeir gefa ekkert upp. Þeir gefa kannski ekkert endilega út um ástæður þess að þú fékkst Michelin-stjörnur eða af hverju þú misstir hana. Það getur bæði verið gott og slæmt. Þú þarft þá alltaf að vera á tánum og getur alltaf átt von á dómara í heimsókn. En svo veistu ekki hvað þú gerðir rangt ef þú missir stjörnu,“ segir Ólafur Örn. Matur Michelin Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Færeyskur veitingastaður fær sína aðra Michelin-stjörnu Færeyski veitingastaðurinn Restaurant Koks hlaut í kvöld sína aðra Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 18:54 Dill Restaurant missti Michelin-stjörnuna Enginn veitingastaður á Íslandi er nú með Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Ólafur Örn Ólafsson stjörnukokkur segist vera í sjokki eftir að veitingastaðurinn Dill Restaurant var sviptur Michelin-stjörnu sinni fyrr í kvöld. „Mér finnst þetta alveg glatað, ömurlegt. Ég átti nú frekar von á að við myndum bæta í, fá eina, jafnvel tvær í viðbót.“ Greint var frá því í Árósum fyrr í kvöld að Dill hafi væri ekki í hópi þeirra veitingastaða á Norðurlöndum sem hafi hlotið Michelin-stjörnu fyrir árið 2019. Dill varð árið 2017 fyrstur íslenskra veitingastaða til að hljóta slíka viðurkenningu, en Ólafur er fyrrverandi eigandi DIll og var í hópi þeirra sem stofnuðu veitingastaðinn.En hvernig missir maður svona stjörnur? „Þetta er þannig að þú ert verðlaunaður fyrir ákveðið „consistency“ [stöðugleiki]. Staðurinn er tekinn út og hann er tekinn út oft. Ef þér tekst ekki að halda þessum ákveðna „standard“ [gæðastig] þá taka þeir stjörnuna af þér. Þetta er ansi brútal. Og það er erfitt að ná henni aftur, held ég. Það eina sem hægt er að gera er að telja aftur í og gera betur, skilurðu,“ segir Ólafur Örn. Tækifæri til að spýta í lófana Ólafur segir að eins glatað og þetta sé þá sé þetta kannski tækifæri til að spýta í lófana. „Við verðum að fá Michelin-stjörnu aftur til Íslands og nú hafa allir jöfn tækifæri. Það eru nokkrir staðir á landinu sem hafa alveg „potential“ [möguleika]. Standardinn hérna hefur ekkert minnkað en af einhverjum ástæðum hefur Michelin Guide-inn ekki fílað Dill áfram. Ég veit ekki hvað það er. Það er tiltölulega nýlega búið að skipta um mann í brúnni þar og það getur vel verið að það séu einhverjar breyttar áherslur. Ég bara veit það ekki,“ segir Ólafur Örn. Hann segir þó ljóst að Michelin-dómarar séu ekkert hættir að koma til Íslands. „Þannig fékk veitingastaðurinn Skál! Bib Gourmand viðurkenningu í kvöld. Það eru góðu fréttirnar í þessu. Það var bæði verðskuldað og frábærar fréttir. Það sem er spennandi við Michelin-Guideinn er að maður veit ekkert, þeir gefa ekkert upp. Þeir gefa kannski ekkert endilega út um ástæður þess að þú fékkst Michelin-stjörnur eða af hverju þú misstir hana. Það getur bæði verið gott og slæmt. Þú þarft þá alltaf að vera á tánum og getur alltaf átt von á dómara í heimsókn. En svo veistu ekki hvað þú gerðir rangt ef þú missir stjörnu,“ segir Ólafur Örn.
Matur Michelin Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Færeyskur veitingastaður fær sína aðra Michelin-stjörnu Færeyski veitingastaðurinn Restaurant Koks hlaut í kvöld sína aðra Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 18:54 Dill Restaurant missti Michelin-stjörnuna Enginn veitingastaður á Íslandi er nú með Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Færeyskur veitingastaður fær sína aðra Michelin-stjörnu Færeyski veitingastaðurinn Restaurant Koks hlaut í kvöld sína aðra Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 18:54
Dill Restaurant missti Michelin-stjörnuna Enginn veitingastaður á Íslandi er nú með Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 19:30